Leita í fréttum mbl.is

Mótsagnir ársins

Hópur stjórnmálamanna vill að stjórnvald á Íslandi verði fært aðilum sem engin leið er fyrir Íslendinga að kjósa burt, né fá til að skila valdinu.  Stjórnmálakerfi af því tagi voru algeng á 20. öld, en liðu undir lok. Fáir sakna þeirra og allra síst margir úr fyrrnefndum hópi, sem þó vill feta þessa gömlu slóð, rakleitt í ófæruna.

Hópur stjórnmálamanna vildi hækka veiðigjald og lagði á það mjög mikla áherslu nýverið.  Úr sama hópi vilja margir gangast undir vald Evrópusambandsins.  Ef það gengi eftir yrði ekki króna innheimt í veiðigjald þegar fram í sækti, og reyndar óvíst hvort nokkur sporður kæmi á land á Íslandi eftir fáein ár.

Ætli það sé nokkur leið að trompa svona mótsagnir?  Eiga þær ekki frekar heima í gamanleik, en í stjórnmálaumræðu?

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Önnur mótsögn er verðtryggingin. Samfylkingin er á móti afnámi hennar vegna þess að það hugnast lífeyrissjóðunum. En jafnframt er því haldið fram að verðtrygging muni leggjast af ef ísland gengur í ESB.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 6.9.2025 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 289
  • Sl. sólarhring: 337
  • Sl. viku: 2201
  • Frá upphafi: 1262516

Annað

  • Innlit í dag: 251
  • Innlit sl. viku: 2019
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 226

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband