Leita í fréttum mbl.is

Dagur gengur um með hauspoka

Dagur B. Eggertsson játaði sl. föstudag í pallborði við kynningu á skýrslu samráðshóps utanríkisráðherra um inntak og áherslur stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum, að "hrollur" hefði farið um hann þegar hann spurði yfirmann NATO hvort Ísland ætti að stofna her, því hann vissi ekki hvað hann hefði gert við svarið ef það hefði verið já.

Þarna sjáum við inn í kvikuna á sýndarmennskunni. Fólk sem ber ábyrgð á mótun og framkvæmd utanríkisstefnu Íslands valsar um lönd og álfur, spyr spurninga sem það veit að það gæti ekki tekist á við ef svörin færu á annan veg en óskað er undir niðri. Eitt af því sem gott uppeldi gengur út á er að kenna börnum að bjóða ekki upp á væntingar sem þau geta ekki staðið við.

Hér er nákvæmlega sama mynstrið og í umræðunni um skuldbindingu Íslands við utanríkis- og öryggisstefnu ESB. Þar er talað um "samræmingu" og "samráð", en þegar spurt er hvað það þýði í reynd, hverjir beri ábyrgð, hvaða skuldbindingar fylgi og hvert fullveldið fari, þá er þögnin allsráðandi.

Það er ekki utanríkisstefna að spyrja spurninga sem þú þorir ekki að heyra svarið við. Það er ekki forysta að setja spurningar út í bláinn - það er ábyrgðarleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hverjar eru líkur á því að vinaþjóð okkar, Rússar, sigli með flota sinn þvert yfir hafið og ráðist til inngöngu á Nato-ríkið Ísland? Halda menn í ríkisstjórninni að almenningur hér á landi trúi þessari Rússa-Grýlu þeirra? ESB getur ekki og mun ekki verja Ísland því ESB er okkar eini óvinur, óvinubsem ætlar sér að ná öllum yfirráðum hér á landi með dyggri aðstoð innlendra föðurlandssvikara.

Júlíus Valsson, 13.9.2025 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 184
  • Sl. sólarhring: 447
  • Sl. viku: 1782
  • Frá upphafi: 1265275

Annað

  • Innlit í dag: 166
  • Innlit sl. viku: 1566
  • Gestir í dag: 160
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband