Leita í fréttum mbl.is

Undan pilsfaldi forsætisráðherra

Þingflokksformenn eru lykil samstarfsmenn flokksformanna sinna. Einn slíkur er Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Fyrir rúmum tveimur vikum sagði hann í þættinum Spurnarmálum að aðildarspurningin og þjóðaratkvæðagreiðsla um hana yrðu ekki á dagskrá Alþingis í vetur. Þessi mál yrðu alls ekki rædd þar; fyrst ætti þjóðin að ræða þau (það þurfti ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að jafnvel þingflokksformann Viðreisnar, sem var í sama þætti, rak í rogastans við þessi ummæli).

Það þarf engum að blandast hugur um að Guðmundur Ari talaði ekki af eigin frumkvæði þarna. Hann kom fram sem sendisveinn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Ábyrgðarleysi eða klókindi?

Forsætisráðherra hefur tæpast áður sýnt jafn skýrt á spilin að hún ætli sér ekki sjálf að vaða forina í aðildarmálinu heldur senda aðra á undan. Þess vegna hefur hún engar athugasemdir gert né mun væntanlega gera við sporgöngu utanríkisráðherra í málinu. Hún gerir heldur engar athugasemdir við frumkvæði fjármálaráðherra um að taka fjármálaviðmið ESB upp í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir þinginu.

Sumum kann að virðast þetta vera veikleiki, jafnvel að með þessu sé hún að takast á við frumhlaup Viðreisnar en muni á endanum stöðva málið. En þetta er í reynd stjórntæki.

Með því að geyma málið í hliðarherbergi fær þjóðin engar raunverulegar upplýsingar um hvað stjórnvöld eru að gera eða hvert þau stefna, heldur lítur þetta allt út fyrir að vera óskipuleg sjálftaka í boði Viðreisnar.

En það er ekki forysta að "geyma" stærsta mál þjóðarinnar afsíðis og leyfa Viðreisn og fjölmiðlum að leiða umræðuna. Það er vanvirðing við kjósendur. Að halda umræðunni frá þingsölum Alþingis, hvort sem er af hentisemi eða pólitískum klækjum, er ekki að stýra - heldur flótti.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 18
  • Sl. sólarhring: 630
  • Sl. viku: 1749
  • Frá upphafi: 1257712

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1576
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband