Leita í fréttum mbl.is

Lykilmaðurinn Daði Már

Formaður Viðreisnar hefur hvergi leynt trausti sínu á varaformann sinn, Daða Má Kristófersson. Hún færði honum eitt öflugasta ráðuneytið í ríkisstjórninni á silfurfati við ríkisstjórnarmyndunina og ekki verður betur séð en hann muni launa það ríkulega. Hann hefur nú tekið sér hlutverk lykilmanns í aðlögun Íslands að Evrópusambandinu, jafnvel í málum sem engum hefði dottið í hug að yrði borið niður í á þessu stigi aðildarferlisins, sem öllum má vera ljóst að er hafið á ný.

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðar Daði Már skuldaviðmið Íslands ekki lengur við ákvæði laga um opinber fjármál heldur við viðmið Evrópusambandsins. Þau eru sett fyrir umsóknarríki í aðildarferli og eiga ekkert erindi inn í íslenskan rétt nema menn séu í raun að hefja aðlögun að ESB.

Á sama tíma hyggst hann breyta íslensku tollskránni þannig að túlkun Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) verði tekin upp þegar ESB krefst þess. Í nýlegu bréfi til ESA lýsir hann því beinlínis yfir að það sé stefna stjórnvalda hér. Þetta gerir hann þrátt fyrir að til þess standi ekki nokkur nauðsyn – og aðeins eru tvö ár síðan íslenskur fjármálaráðherra tilkynnti WCO að þetta væri ekki hægt í þessu tiltekna máli, í ljósi niðurstöðu íslenskra dómstóla. Með öðrum orðum: dómstólar segja eitt, en Brussel og Daði Már ætla að eiga síðasta orðið.

Þetta eru ekki tilviljanakennd smámál heldur mál sem sýna hvernig lykilráðherra Viðreisnar er að leggja grunninn að aðildarferli án þess að þjóðin hafi sagt sitt álit. Aðlögun fer fram bakdyramegin - í fjárlögum, í tollskrá, í skuldbindingum sem aldrei voru ræddar við kjósendur.

Það að leggja önnur viðmið til grundvallar við meðferð framkvæmdavalds en leiða af íslenskum lögum, heldur vinna í samræmi við viðmið erlends ríkjabandalags, er stranglega tiltekið í andstöðu við stjórnarskrá og er því þegar af þeirri ástæðu stjórnarskrárbrot.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 20
  • Sl. sólarhring: 426
  • Sl. viku: 2130
  • Frá upphafi: 1258628

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1943
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband