Leita í fréttum mbl.is

Munu innfluttu skuldaviðmiðin hans Daða Más þrengja að íslenskum heimilum?

Reynslan frá Eystrasaltsríkjunum sýnir að þegar Brussel þrengir að, lendir höggið á heimilunum.

Með fjárlagafrumvarpi næsta árs hefur Daði Már Kristófersson dirfst að taka skref sem enginn fjármálaráðherra á Íslandi hefur áður tekið - að stilla skuldaviðmið íslenska ríkisins eftir leikreglum frá Brussel. Þetta er ekki formsatriði heldur pólitísk ákvörðun sem snertir hvert einasta heimili í landinu.

Skuldir og fjárlagahalli bitna alltaf á fólki. Þegar skuldir ríkissjóðs hlaðast upp vegna halla á rekstri ríkisins verður afleiðingin á endanum sú að kaupmáttur rýrnar, vextir hækka og útflutningur veikist. Þetta verður þá ekki spurning fyrirheit í fjárlögum heldur um buddu heimilanna: minni þjónustu, hærri skatta og lakari lífskjör.

Eystrasaltsríkin sýna hvað gerist í reynd. Eftir fjármálahrunið 2008 voru Lettland og Eistland knúin af ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að fylgja Maastricht-viðmiðunum. Það leiddi til þess að atvinnuleysi rauk upp í tveggja stafa tölur, fór yfir 20% í Lettlandi. Tugir skóla voru sameinaðir eða lagðir niður, kennarar misstu vinnuna og laun þeirra lækkuðu um tugi prósenta. Opinber þjónusta var skorin niður og laun opinberra starfsmanna lækkuð. Þetta var ekki kennslustund í bókhaldi frá Brussel heldur raunverulegt högg á venjulegt fólk.

Frá Kýpur og Möltu má greina sömu sögur. Eftir bankahrunið á Kýpur 2013 þurfti landið neyðarlán frá ESB og AGS. Þá var hluti af björgunaraðgerðunum að "skera niður" innistæður (svo kallað bail-in), lækka laun í opinbera geiranum og draga úr þjónustu til að halda ríkissjóði innan fjármálareglna frá Brussel. Á Möltu stendur ríkisstjórnin nú frammi fyrir þrýstingi um að minnka hallarekstur ríkissjóðs sem þýðir hærri skattar og skerðingar í litlu samfélagi.

Það sem virkar á stærri hagkerfi getur orðið óbærilegt fyrir lítil hagkerfi.
Eftir hrunið 2008 var ríkissjóður Íslands rekinn með miklum halla. En með tímabundinni skuldaaukningu var samfélaginu haldið gangandi. Hefðum við þá þurft að glíma samtímis við skuldaviðmið ESB hefði farið á annan veg. En vegna sveigjanleika okkar tókst Íslandi að komast fyrr út úr áfallinu og er því í sterkari stöðu nú en mörg smáríki ESB sem urðu að fylgja þessum stífu reglum.

Það er sjálfsagt að reka ríkissjóð af aga. En ef við hengjum okkur í skuldarammanna frá Brussel eru fjárlögin ekki lengur á forræði Alþingis. Þá verður þrengt að á forsendum annarra þegar áföll skella á – og áföll munu alltaf koma aftur rétt eins og svartir svanir.

Reikningurinn sem Daði Már undirritar lendir ekki í Brussel heldur á íslenskum heimilum og fyrirtækjum, birtur sem krafa í heimabankanum eða á launaseðlinum. Þetta eru því ekki innantóm orð á blaði heldur skuldbindingar sem þröngva Ísland nær aðlögun að ESB.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sextán?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 14
  • Sl. sólarhring: 542
  • Sl. viku: 2586
  • Frá upphafi: 1259164

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2375
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband