Leita í fréttum mbl.is

"Af stað út í heim litli kútur..." – og nú með skriðdreka

Dagur B. Eggertsson er kominn aftur. Nú með pistil um öryggis- og varnarmál þar sem hann kallar eftir því að Ísland tengist Evrópusambandinu "eins nánum böndum og kostur er" á þessu sviði.

Sami maður játaði fyrir skemmstu að "hrollur" hefði farið um hann þegar hann spurði yfirmann NATO hvort Ísland ætti að stofna her – því hann vissi ekki hvað hann hefði gert við svarið ef það hefði verið já.

Það er erfitt að lesa þetta án þess að rifja upp skopmynd Halldórs Baldurssonar á Vísi 13. september þar sem Þorgerður Katrín ýtir leikfangaskriðdreka út í heim, mannaðan dáta með íslenska fánann í hönd. Já, litli kúturinn er orðinn herskárri en áður, með skriðdreka undir sér.

Þarna sjáum við mynstrið skýrt:

Spurningum og fullyrðingum er kastað út, án þess að reiknað sé með því að nokkur þori að bregðast við.

Lagt er í vegferð að skuldbindingum sem enginn þorir þó að segja skýrt hverjar eru.

Allt ber þetta að sama brunni: sjónhverfingar í stað stefnu.

Dagur stillir sér upp sem hugmyndasmiður varnar- og öryggisstefnu Íslands, þó hann viðurkenni á sama tíma að hann þori ekki að horfast í augu við afleiðingar eigin spurninga. Nú vill hann opna bakdyr fyrir Evrópusambandið í íslenskum varnarmálum, þrátt fyrir að engin skuldbinding við ESB knýi þar á.

Þetta er sami leikurinn og í aðildarbröltinu: fyrst er talað um "samráð" og "öryggi". Síðan er bætt við "réttaröryggi" og "sameiginlegar varnir" og allt í einu erum við búin að undirgangast skuldbindingar sem aldrei hafa verið bornar undir þjóðina.

Það er ekki stefnumótun að setja Ísland í fang ESB með hauspoka yfir höfðinu. Það er ekki forysta að bjóða þjóðinni upp á væntingar sem menn þora ekki einu sinni sjálfir að lifa við.

Hér eru ekki hagsmunir Íslands í fyrirrúmi. Þetta snýst um að safna stjörnum í hegðunarkladda Brussel, rétt eins og krakkar fá stjörnur fyrir að setja diskinn sinn í vaskinn eftir matinn.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 17
  • Sl. sólarhring: 406
  • Sl. viku: 2866
  • Frá upphafi: 1259917

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 2671
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband