Leita í fréttum mbl.is

Hver borgar brúsann þegar allt fer í skrúfuna?

Það er alltaf hressandi að fá erlenda hagfræðinga hingað til lands til að skoða spilin með okkur, annað mál síðan hvort þeir þurfa á endurmenntun að halda á eftir eða ekki (um það lifir viss saga um mann að nafni Lars, meðal þjóðarinnar).

Hver borgar brúsann þegar allt fer í skrúfuna?
Sá sem lagði þessa spurningu á borðið hér á landi í vikunni heitir Dan Mitchell, bandarískur hagfræðingur sem hefur sérhæft sig í að rekja hvernig stjórnvöld vítt og breitt um heiminn falla í þá gryfju að eyða um efni fram og neyðast síðan til að fara í umfangsmiklar björgunaraðgerðir sem hann tekur sér óspart (og sjálfsagt óumbeðið) fyrir hendur að greina og meta.
Hann er í rauninni eins konar Skafti Jónsson formaður félags skattgreiðenda, það er að segja ef Skafti hefði alþjóðlegan styrktarsjóð, gullkort hjá Icelandair og slide-show um Frakkland sem hann gæti útskýrt fyrir áheyrendum með bundið fyrir augun.

Mitchell var ekkert að tvínóna með skoðanir sínar á Evrópusambandinu. Hann sagði það beint út á ráðstefnu hér á landi:
Að ganga í ESB væri eins og að kaupa sér far á Titanic - eftir að það rakst á ísjaka.

Hvers vegna þessi Titanic-líking?
Af því að hann lítur á Evrópusambandið sem eins konar efnahagsbjörgunarsjóð í biðstöðu; þar sem Frakkland og Ítalía eyða eins og enginn sé morgundagurinn, á meðan Seðlabanki ESB og framkvæmdastjórnin beita sífellt nýjum undankomuleiðum til að halda kerfinu gangandi alveg þar til óumflýjanlega spurningin blasir við: Hver borgar brúsann? Og þegar allt er komið í skrúfuna? Þá vaknar spurning Mitchells enn og aftur: Hver borgar brúsann? Jú það verða hvorki Frakkland eða Ítalía sem eru þegar komin með götótta vasa og galtómt veski. Nei það verða lönd eins og Danmörk og Eistland. Já og ef og ef... Ísland ef Ísland kaupir umræddan farmiða með Titanic.

Hér þarf ekki að kíkja í neinn pakka, bara lesa fréttabréf Seðlabanka Evrópu já og kannske tölur um hagvöxt og skuldahlutfall ríkissjóðs Frakklands og Ítalíu, bara til dæmis.

Ef allt fer í skrúfuna hver borgar þá brúsann?
Þökkum pent og segjum NEI TAKK.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Ég er alveg sammála Dan Mitchell. Evrópusambandið eru í þvílíkum vanda, að i örvæntingu reyna þeir að þvinga fleirri þjóðir inn í sambandið,þar a meðal Island. 

Haraldur G Borgfjörð, 7.10.2025 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 22
  • Sl. sólarhring: 371
  • Sl. viku: 1745
  • Frá upphafi: 1265471

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1531
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband