Leita í fréttum mbl.is

Macron og niđurlćging Frakklands

Macron Frakklandsforseta skortir ekki sjálfsálit. Hann hefur jafnvel líkt sjálfum sér viđ Júpíter guđ án ţess ađ stökkva bros. En nú eru breyttir tímar og hann stendur máttvana uppi međ sjálfsálitiđ eitt og forsetaembćttiđ.

Mikil ólga hefur ríkt í Frakklandi á valdatíđ hans. Hann ţykir upptekinn af sjálfum sér en síđur af ţeim vanda sem landiđ glímir viđ hvort sem er pólitískur, fjárhagslegur eđa félagslegur.

Fyrir hans tilstilli hefur stjórnarkreppa orđiđ ađ stjórnskipulegri krísu. Hann hefur ítrekađ beitt 49. gr. stjórnarskrárinnar sem heimilar ríkisstjórn ađ afgreiđa lög án atkvćđagreiđslu nema ţingiđ samţykki vantraust. Ţingiđ fékk nóg, felldi ríkisstjórnina og síđustu vikur hefur ráđherraskipan ríkisstjórnarinnar helst veriđ eins og hurđ sem gengur sífellt af hjörunum.

Á sama tíma eru skuldir ríkissjóđs orđnar yfir 115% af vergri landsframleiđslu og stefna í 128% innan fárra ára. Fjárlagahallinn er um 6%. Evrópusambandiđ hefur landiđ til athugunar fyrir brot á ríkisfjármálareglum og ávöxtunarkrafa á frönsk ríkisskuldabréf er orđin hćrri en á ţau grísku. Fjárfestar sitja eftir í forundran.

Evran er enn skjól, en hún er tvíeggjađ sverđ. Hún gerđi Frökkum kleift ađ skuldsetja sig upp úr öllu valdi en kemur nú í veg fyrir ađ ţeir geti bćtt samkeppnisstöđu sína međ gengisfellingu. Ţeir sitja fastir í eigin gildru.

Macron á 18 mánuđi eftir af kjörtímabilinu. Hann má ekki bjóđa sig fram aftur, en er jafnframt ófćr um ađ mynda starfhćfa ríkisstjórn. Hann gćti efnt til kosninga sem myndu líklega koma Marine Le Pen ađ völdum. Hann gćti jafnvel gripiđ til ţess örţrifaráđs ađ taka sér alrćđisvald í nafni neyđarástands međ 16. gr. stjórnarskrárinnar. Ţađ vćri í takt viđ sjálfsálitiđ en myndi keyra lýđveldiđ enn lengra út af sporinu.

Ţetta er kaldhćđnin: ein af forystuţjóđum Evrópu, međ öll völdin og alla fjármunina, stendur nú frammi fyrir stjórnskipulegri óreiđu ekki síst fyrir framgöngu gagnvart ţví sem öllu á ađ bjarga í ESB-trúbođinu hér á landi: sjálfri Evrunni.


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af tíu og tveimur?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.10.): 98
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 1879
  • Frá upphafi: 1266534

Annađ

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 1656
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband