Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið hvetur til þess að breskir kjósendur séu hunsaðir

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill að bresk stjórnvöld hunsi vilja kjósenda sinna og leggi blessun sína yfir aukið framsal á valdi til stofnana sambandsins þrátt fyrir mikla andstöðu heima fyrir. Þetta var á meðal þess sem kom fram í ræðu sem Barroso flutti 13. júní sl. á fundi með þingmönnum frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og af þingi sambandsins. Sagði Barroso að hann vonaðist til þess að Tony Blair, forsætisráðherra Breta, "hefði hugrekki" til þessa þrátt fyrir "fjandsamleg" viðhorf á meðal almennings sem hann afgreiddi sem lýðskrum.

William Hague, talsmaður breskra íhaldsmanna í utanríkismálum, sagði af þessu tilefni að það væri einmitt hlutverk forsætisráðherra Breta að hlusta á sjónarmið almennings í Bretlandi. "Tony Blair á ekki að standa upp gegn vilja breskra kjósenda heldur að standa með vilja þeirra. Starf forsætisráðherra er að standa með Bretlandi innan Evrópusambandsins, en ekki standa með Evrópusambandinu innan Bretlands," sagði hann.

Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UK Independence Party) sakaði ráðamenn í Evrópusambandinu um að vera á harðahlaupum frá lýðræðinu eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins fyrir tveimur árum síðan. "Lýðræði er bara ekki sterkasta hlið Evrópusambandsins, er það? Þeir skilgreina lýðræðisleg sjónarmið almennings í síauknum mæli sem lýðskrum. Þeir eru einfaldlega hræddir við fólkið," sagði hann.

Heimild:
Blair must ignore public opinion, says Barroso (Telegraph.co.uk 14/06/07)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 2428
  • Frá upphafi: 1165802

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2109
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband