Föstudagur, 22. febrúar 2008
Hvað eru full yfirráð yfir auðlindinni?
Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu yfirráðin yfir Íslandsmiðum færast til sambandsins. Í þessu felst að stór hluti þeirra reglna, sem gilda myndu um sjávarútveg hér á landi, myndi koma frá Brussel. Þar yrði ákveðið hvaða tegundir mætti veiða hér við land og hversu mikið og þar yrðu teknar allar veigameiri ákvaðanir um það hvaða umhverfi íslenzkum sjávarútvegi yrði búið í framtíðinni. Þessar ákvaðarnir yrðu eftir það ekki teknar af Íslendingum heldur fyrst og fremst af embættismönnum Evrópusambandsins í Brussel og fulltrúum annarra aðildarríkja sambandsins. Þá einkum og sér í lagi þeim stærri.
Íslenzkir Evrópusambandssinnar hafa lýst sig reiðubúna til að fallast á þetta. Og það sem meira er þá er ljóst af ítrekuðum yfirlýsingum þeirra að þeir eru fyllilega sáttir við þetta fyrirkomulag. Það er næg forsenda í þeirra hugum fyrir Evrópusambandsaðild að okkur Íslendingum yrði sennilega úthlutað stærstum hluta veiðiheimilda við Ísland kæmi til aðildar. Það skiptir þá hins vegar engu máli að engin trygging sé fyrir því að þessu yrði ekki breytt eftir að Ísland gengi í sambandið. Staðreyndin er nefnilega sú að það væri hvenær sem er hægt á auðveldan hátt án samþykkis okkar.
Það lýsir einkennilegum metnaði fyrir hönd Íslands að vera reiðubúinir að framselja yfirráðin yfir íslenzkum sjávarútvegi til Evrópusambandsins og geta sætt sig við það í framhaldinu að sambandið skammtaði okkur Íslendingum kvóta hér við land eftir því sem embættismönnum þess og öðrum aðildarríkjum hugnaðist. Hvað ef Evrópusambandið ákveddi einn daginn að banna eða draga úr veiðum á stórum svæðum við Ísland vegna þess að stjórn þess á fiskveiðum við landið hefði leitt til ofveiði? Líkt og t.a.m. hefur gerzt í Norðursjó og víðar í sameiginlegri lögsögu Evrópusambandsins (sem miðin í kringum Ísland myndu tilheyra kæmi til íslenzkrar Evrópusambandsaðildar)?
Rétt er að minna á að afstaða ófárra Evrópusambandssinna var önnur áður. Þannig sagði t.a.m. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í grein í Morgunblaðinu 26. júní 2002 að án tryggra yfirráða yfir auðlindinni kæmi aðild að Evrópusambandinu ekki til greina að hans mati. Talsvert annað hljóð var hins vegar komið í strokkinn í umræðum um utanríkismál á Alþingi haustið 2005 þegar Össur sagði: Hins vegar vil ég segja það alveg klárt og kvitt að ég er líka reiðubúinn að ganga í Evrópusambandið jafnvel þó yfirstjórnin [yfir íslenskum sjávarútvegi] yrði í Brussel ... Öllu er m.ö.o. fórnandi fyrir Evrópusambandsaðild.
Flokksbróðir Össurar og samþingmaður, Björgvin G. Sigurðsson, tók undir með honum í Morgunblaðinu 14. júlí 2003 að án fullra yfirráða yfir auðlindinni kæmi aðild að Evrópusambandinu ekki til mála. Einn ötulasti talsmaður íslenzkra Evrópusambandssinna (að sögn Evrópusamtakanna sjálfra) Eiríkur Bergmann Einarsson sagði loks í Fréttablaðinu 26. október 2003 að hann myndi alls ekki mæla fyrir aðildarsamningi [við Evrópusambandið] sem fæli í sér að yfirráðin yfir auðlindinni færist til Brussel.
Það er því kannski ekki að undra að maður velti fyrir sér hvað full yfirráð yfir auðlind Íslandsmiða þýði í orðbók íslenzkra Evrópusambandssinna? Full yfirráð yfir þeim ákvörðunum og reglum sem gilda um sjávarútveg hér við land, þ.m.t. hversu mikið megi veiða á ári hverju og úr hvaða stofnum, eða kalla þeir það full yfirráð að afsala sér yfirráðunum yfir Íslandsmiðum til Evrópusambandsins sem síðan myndi skammta okkur kvóta á okkar eigin miðum (sem notabene yrðu ekki okkar eigin mið lengur ef til aðildar að sambandinu kæmi)? Sennilega geta flestir sammælzt um að fráleitt sé að kalla það síðarnefnda full yfirráð eða yfirráð yfir höfuð.
Hjörtur J. Guðmundsson
(Birtist í Fréttablaðinu 16. mars 2007 í styttri útgáfu)
---
Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 39
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 2002
- Frá upphafi: 1176856
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 1824
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst að við eigum að halda sjálfstæði okkar, og verja það, við eigum að ganga úr bandalögum sem binda hendur okkar og neyða t.d. vatnalögum upp á okkur.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:01
Eftir að við göngum í ESB, þá verðum við enn eina þjóðin sem verður að veiða úr staðbundnum stofnum okkar eins og oft hefur komið fram og þú segir í greininni. Þetta er ástæðan fyrir því að Össur, Björgvin og fleiri ESB aðildarsinnar eru á því að yfirráð yfir auðlindinni séu nægilega trygg til að þess að geta gengið í Evrópusambandið - því það mun ekkert breytast í praktík þar sem Evrópusambandið mun úthluta okkur öllum kvótanum við Ísland miðað við þær forsendur sem Hafró gefur þeim (rétt eins og Sjávarútvegsráðherra gerir nú).
.
Það sem þið Heimsýnarmenn óttist er "theórían" um að það sé mögulegt að breyta einhverju í þessu kerfi, sem ég tel vera óþarfan ótta. Evrópusambandið hefur enga hagsmuni af því að ganga gegn þjóðarhagsmunum Íslands. En til að slá á ótta ykkar, og annara sem vantreystið Evrópusambandinu, þá er hægt að setja varnagla í aðildarsamningana Ísland að Evrópusambandinu um hvað skal gera ef reglunni um hlutfallslegan stöðuleika yrði einhverntímann breytt eða ef Evrópusambandið hættir að úthluta eftir ráðleggingum Hafró.
.
Annars er þetta ágætis grein, og það er í raun síðasti hlutinn sem kristallar umræðuna; Evrópusambandssinnar telja að fullveldið sé gagnslaust ef því er ekki deilt með öðrum þjóðum - með t.d. viðskiptasamningum, aðild að Nato og mannréttindarsáttmála SÞ - á meðan Heimssýn telur að fullveldinu megi aldrei framselja, eða þá a.m.k. að það framsal fullveldis sem fellst í ESB aðild sé of mikið. Ég tel að með EES aðild erum við orðin það stór hluti að sambandinu, að framsalið hafi að mestu átt sér stað - og það sem er eftir muni gagnast Íslendingum mjög vel, einsog nútímalegra landbúnaðarkerfi og evra í stað krónu. Þessir hlutir -þeas stöðug mynt og lægri vextir á lánum auk þess að losna við verðtryggingu - held ég að séu farnir að skipta almenning og fyrirtækin mun meira máli en hvort það sé sjávarútvegsráðherra Íslands eða Evrópusambandsins sem sér um að úthluta Íslandi kvóta eftir ráðleggingum Hafró.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 22.2.2008 kl. 18:40
Öll yfirráðin yfir sjávarútvegsmálunum, eins og flestum öðrum, verða m.ö.o. í Brussel þar sem áhrif okkar verða sáralítil sem engin. Við erum s.s. sammála um það. Gott mál.
Að öðru leyti er Heimssýn einmitt hlynnt frjálsum samningum og samskiptum á milli þjóða þar sem þær koma fram á jafnréttisgrundvelli, en ekki að yfirþjóðlegt fyrirbæri eins og Evrópusambandið, sem er stutt frá því að verða að fullburða ríki ef það er ekki þegar orðið að því, svipti þær frelsi sínu til þess og miðstýri þess í stað öllu slíku niður í smæstu smáatriði.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 20:43
Í nútímasögunni höfum við haft meir en 3 mílna landhelgi í afar stuttan tíma með nær engri þjóðlegri veiðihefð bakvið útfærslu útí 4 - 12 - 50 og loks 200 mílur enda var þetta svæði mest nýtt af Bretum og Þjóðverjum hér áðurfyrr. Stóru ESB þjóðirnar eru að reyna að taka hluti af öðrum þjóðum (Serbíu), við gætum verið næst hvort sem við erum inniíESB eða úti. bg
B Gudbergsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:19
Mí skoðun er sú einsog ég hef bent á öðru bloggi áður,að Þjóðverjum er að takast það sem þeim tókst ekki í seinni heimsstyrjöld.Látum ekki fara svona með okkur,barátta þessarar þjóðar fyrir sjálfstæði má ei gleymast.
Númi (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.