Þriðjudagur, 29. apríl 2008
ESB á krossgötum
Umdeild stjórnarskrá fyrir ESB er til umfjöllunar hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins. Ágreiningur þeirra um peningamálastefnuna, t.d. vexti ECB, Evrópubankans í Frankfurt, gæti gengið af evrunni dauðri, eins og rakið var í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, dags. 19. apríl 2008. Þá bregður svo við í upphafi efnahagslægðar af völdum alþjóðlegrar lánsfjárkreppu, að upp gýs umræða á Íslandi um nauðsyn aðildarumsóknar landsins að ESB, helzt sem fyrst.
Lögspekingar eru sammála um, að stjórnarskrárbreytingar séu forsenda aðildar. Eðlileg framvinda er þá, að Alþingi fjalli fyrst um þær stjórnarskrárbreytingar, sem nauðsynlegar eru taldar til að heimila þinginu fullveldisframsal til annarra ríkja eða yfirþjóðlegs valds. Án slíkrar stjórnarskrárbreytingar verður að líta svo á, að ríkisstjórnina skorti umboð til samninga um aðild Íslands að ESB.
Ekki er líklegt í náinni framtíð, að Alþingi fallist á, að síðasta orðið um mikilvægustu hagsmunamál Íslands verði hjá ráðherraráði ESB, framkvæmdastjórninni í Brussel, Evrópuþinginu eða erlendum ríkisstjórnum. Það er samt sjálfsagt að láta á þetta reyna á Alþingi þessa kjörtímabils.
Hvers vegna ætti Alþingi að afsala sér fullveldi um skipan mála á Íslandi og innan íslenzkrar efnahagslögsögu ? Til þess að stíga svo afdrifaríkt skref þarf að sýna fram á með óyggjandi hætti, að auðlindastjórnun ESB sé betur fallin til langtíma afraksturs en auðlindastjórnun Alþingis og að peningamálastjórnun ECB henti íslenzkum atvinnuvegum betur og stuðli að örari vexti efnahagskerfisins en sú innlenda stjórnun, sem Alþingi hlutast til um eða fram fer í skjóli Alþingis. Í þessum efnum ber að hafa í huga, að ákvörðun um inngöngu í ESB virðist vera nánast óafturkræf.
Staðreyndir tala sínu máli um téða mælikvarða. Fiskveiðistjórnun ESB þykir almennt standa hinni íslenzku langt að baki. Íslenzkur sjávarútvegur gæti e.t.v. fengið veiðiheimildir á rýrum miðum innan lögsögu ESB, en yrði þá í staðinn að deila Íslandsmiðum með öðrum. Engar líkur eru á, að Íslendingum mundi farnast betur, ef síðasta orðið um auðlindanýtingu lífríkis hafsins eða orkulindanna yrði í Brussel. Í Brussel hefur verið mótuð stefna um verulega aukningu raforkuvinnslu með sjálfbærum hætti. Mætti eiga von á tilskipun um nýjar sjálfbærar virkjanir innan ESB til að berjast við gróðurhúsaáhrifin, þar sem minni hagsmunum yrði vikið til hliðar fyrir meiri ?
Það eru ýmsar aðrar ástæður fyrir því, að ólíklegt er, að meirihluti myndist á Alþingi fyrir fullveldisframsali. Þær eru t.d. af sögulegum toga, og nægir að nefna ártalið 1262 í því samhengi.
Hagvöxtur hefur verið mun meiri á Íslandi en að jafnaði innan ESB. Hver prósenta í hagvexti hefur gríðarleg áhrif á það, sem verður til skiptanna í þjóðarbúskapinum til lengdar. Lætur t.d. nærri, að eftir 20 ár verði landsframleiðslan 50 % hærri með 4 % hagvexti en 2 %. Hagvaxtarmunurinn á Íslandi og evrusvæðinu gæti hæglega orðið meiri en þessi að óbreyttu á næstu áratugum.
Unnt á að vera að reikna það út með viðunandi nákvæmni, hvaða áhrif það hefði á hagvöxtinn á Íslandi að taka upp evru. Slík líkön eru líklega til í Seðlabankanum og víðar. Væru niðurstöður slíkra útreikninga fræðimanna þarft innlegg í þessa umræðu. Er því hér með beint til starfandi Evrópunefndar, þar sem tveir hagfræðimenntaðir Alþingismenn gegna formennsku, að þeir geri gangskör að því að aðlaga eða semja frá grunni hagfræðilíkan, sem getur reiknað út langtímahagvöxt miðað við gefnar forsendur. Þar þurfa mögulegir stikar að vera íslenzk króna og evra. Næmnigreining á niðurstöðum þarf að vera möguleg.
Fyrir nokkrum árum rannsakaði fjármálaráðuneyti Bretlands á hvaða gengi Bretum væri hagfelldast að skipta á sterlingspundum og evru, og hvort hagþróun á Bretlandi væri í nægilegum samhljómi við hagþróun evrusvæðisins til að hagstætt gæti orðið fyrir Breta að skipta um mynt. Bretar komust að þeirri niðurstöðu, að hagsveiflan, sem ákvarðanir Evrópubankans í Frankfurt um vexti og aðrar peningalegar ráðstafanir eru reistar á, væri í of miklu ósamræmi við hagsveifluna á Bretlandseyjum til að gjaldmiðilsskipti væru áhættunnar virði. Írar eru enn ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta. Gjaldmiðilsskipti á Íslandi væru þeim mun hættulegri fyrir hagvaxtarþróun og atvinnustig á Íslandi en á Bretlandi sem munurinn á efnahagssveiflunni miðað við evrusvæðið er meiri á Íslandi en á Bretlandi.
Í stað gaspurs um nauðsyn gjaldmiðilsskipta hérlendis þarf að beita vísindalegri greiningu á viðfangsefnið og komast þannig að niðurstöðu um, hvað þjónar langtímahagsmunum landsins bezt. Einn mikilvægasti mælikvarðinn í því samhengi er hagvöxturinn.
Aðild Íslands að innri markaði ESB er viðskiptaleg nauðsyn. Náið samstarf við ESB er okkur stjórnmálaleg, menningarleg og jafnvel öryggisleg nauðsyn. Að taka upp evru mundi vafalítið greiða enn fyrir viðskiptum okkar við evrulöndin og auka erlendar fjárfestingar á Íslandi. Vega þessir kostir upp á móti göllunum ? Við erum nú þegar á innri markaði ESB, en sitjum hins vegar ekki við borðið, þar sem ákvarðanir eru teknar í ESB. Miðað við tillöguna um stjórnkerfisbreytingarnar, sem nú er til umfjöllunar hjá þjóðþingum aðildarlandanna, mundi slík nærvera fulltrúa Íslands sáralitlu breyta um íslenzka hagsmunagæzlu. Til að gera stjórnkerfi ESB skilvirkara, er verið að auka hlut fjölmennu þjóðanna á kostnað hinna.
Félagsgjald að þessum klúbbi er ekkert smáræði. Það gæti á næstu árum nálgast að nema helmingi af árlegum rekstrarkostnaði Landsspítalans, svo að dæmi sé tekið. Ef aðildin eykur hagvöxt hér, gæti þetta samt orðið arðsöm fjárfesting, en ef enginn hagvaxtarauki yrði af aðildinni, þá væri hér um að ræða þunga byrði á ríkissjóð. Það er þess vegna brýnt fyrir umræðuna um hugsanlega inngöngu í ESB, að með viðurkenndum, fræðilegum hætti verði hagvöxtur á Íslandi áætlaður innan og utan ESB, með ISK og með EUR.
Því fer víðs fjarri, að aðild Íslands að ESB geti verið liður í lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Ísland er fjarri því að uppfylla kröfur myntráðs Evrópu. Jafnvel þó að okkur tækist það með spennitreyju á efnahagslífið, eins og t.d. ríkjum Suður-Evrópu tókst að uppfylla tímabundið skilyrðin um upptöku evru, mundi að líkindum ekki líða á löngu þar til hagvöxtur hér mundi stöðvast, eins og nú er að gerast í S-Evrópu, af því að vaxtaákvarðanir Evrópubankans yrðu aldrei í samræmi við þarfir íslenzks efnahagslífs.
Bjarni Jónsson
verkfræðingur
(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 17
- Sl. sólarhring: 368
- Sl. viku: 1952
- Frá upphafi: 1184359
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 1680
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég gerði stórlega ráð fyrir því að það væri búið að gera slíkar rannasóknir og vinnu, ég er í hálfgerðu sjokki yfir svo sé ekki!!
ég segi bara get on with program guys ég meina við erum ekki beint með vaðið fyrir neðan okkur þessa dagana með 18.4% í verðbólgu.
Carmen (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 03:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.