Mánudagur, 9. júní 2008
Gallarnir yfirgnæfa kostina
Spurningin um aðild Íslands að ESB er margþætt álitamál sem bæði hefur kosti og galla. En í hálfa öld hefur mikill meirihluti Alþingis talið gallana svo yfirgnæfandi að óhyggilegt væri að sækja um aðild. Langflestir Íslendingar eru Evrópusinnar og vilja hafa gott samstarf við aðrar þjóðir álfunnar. Aðalkosturinn við aðild er sá að fulltrúar okkar fá sæti í stjórnarstofnunum ESB. Aðalágallinn felst hins vegar í þeirri samþjöppun og miðstýringu valds sem fylgir aðild. ESB er vísir að nýju stórríki sem sviptir aðildarríkin fullveldi og ákvörðunarrétti á fjölmörgum sviðum.
Yrði Íslandi betur stjórnað?
Sumir líta á framsal valds til ESB sem góðan kost vegna þess að þá fengjum við hlutdeild í ákvörðunum ESB og réðum yfir 5 atkvæðum af um 730 á þingi ESB og 3 atkvæðum af 345 í Ráðherraráðinu þar sem endanlegar ákvarðanir eru teknar. Atkvæðisréttur okkar næmi tæpu einu prósenti af samanlögðu atkvæðamagni. Spurningin sem svara þarf er einmitt sú hvort hyggilegt sé fyrir mjög fámennt ríki að framselja réttinn til töku ákvarðana á fjölmörgum sviðum í því skyni að fá í staðinn tæp 1% atkvæða á fjöldasamkomum í Brussel? Er víst að Íslandi yrði betur stjórnað af valdamönnum sem vegna fjarlægðar hafa litla þekkingu á sérþörfum okkar og staðbundnum vandamálum?
Við getum gagnrýnt íslenska stjórnmálamenn. Þeir hafa oft tekið rangar ákvarðanir og margt mætti vera á annan veg í landi okkar. En þrátt fyrir allt verðum við að játa, hvaða stjórnmálaskoðun sem við aðhyllumst, að Íslendingum hefur farnast býsna vel frá því að þeir unnu sér rétt til að stjórna sér sjálfir og hér hefur verið hraðari framþróun en víðast hvar í ríkjum ESB. Engar líkur eru á því að okkur hefði farnast betur sem aðildarríki ESB eða sem fylki í Þýskalandi eða Bretlandi.
Réttindi sem yrði að framselja
Hvaða réttindi eru það þá einkum sem við yrðum að framselja við aðild? Nefna má ótal dæmi á sviði löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Það skýrir jafnframt hvers vegna við þyrftum að breyta stjórnarskrá lýðveldisins ef framselja ætti fullveldisréttindi sem forfeður okkar endurheimtu frá Dönum í hundrað ára sjálfstæðisbaráttu. Ég nefni fjögur dæmi um þessi réttindi til skýringar:
1)Rétturinn til að ráða yfir sjávarauðlindum innan 200 mílna lögsögu á hafsvæði sem er sjö sinnum stærra en landið sjálft. Þetta skapar Íslendingum, sem háðari eru sjávarútvegi en önnur Evrópuríki, algera sérstöðu. Oft hafa áhugamenn um ESB-aðild reynt að fá forsvarsmenn ESB til að lýsa því yfir að við fengjum undanþágu frá meginreglunni um úrslitavald ESB yfir sjávarauðlindum. En þeir hafa hafnað því. Ekki bætir úr skák að fiskveiðistjórn ESB þykir mjög misheppnuð.
2) Rétturinn til að gera sjálfstæða fríverslunarsamninga við ríki utan ESB. Þessi réttur hefur margoft komið sér vel fyrir okkur.
3) Rétturinn til að gera fiskveiðisamninga við önnur ríki um flökkustofnana en verðmæti þess afla nemur um 30% af heildarverðmæti sjávarafurða.
4) Rétturinn til að stjórna efnahagsmálum á þann hátt að hér verði ekki gríðarlegt atvinnuleysi sem verið hefur landlægt í ESB um áraraðir.
Þurfum okkar olnbogarými
Fréttablaðið spyr hvort fljótlega þurfi að taka ákvörðun um aðildarumsókn. Svarið er að mikill meirihluti Alþingis telur það ekki samrýmast hagsmunum þjóðarinnar. Ég er sammála því mati og sé ekki að á því verði nein breyting í náinni framtíð. Þótt tímabundnir erfiðleikar gangi nú yfir er ekkert sem bendir til að ESB-aðild sé lausn á vanda okkar. Margt er hér í ólagi en ekkert af því jafnast á við óreiðuna í ESB þar sem pólitísk spilling er svo alvarlegt vandamál að í rúman áratug hafa endurskoðendur ekki treyst sér til að skrifa upp á reikninga ESB.
Engu síður þurfum við að hafa góð samskipti við ESB og fylgjast grannt með því sem þar er að gerast því að margt af því er lærdómsríkt. En Íslendingar eru fámennir og þurfa sitt olnbogarými. Þeir gætu ekki gert meiri skyssu en þá að fórna mikilvægum þáttum sjálfstæðis síns í hendur skriffinnskubáknsins í Brussel sem auk alls annars er þunglamalegt, fjarlægt og ólýðræðislegt.
Ragnar Arnalds,
formaður Heimssýnar
(Birtist áður í Fréttablaðinu 6. júní 2008)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Þetta var hræðilegt! Hvað gerir ESB nú?
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 402
- Sl. sólarhring: 491
- Sl. viku: 2483
- Frá upphafi: 1188619
Annað
- Innlit í dag: 358
- Innlit sl. viku: 2254
- Gestir í dag: 336
- IP-tölur í dag: 328
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.