Leita í fréttum mbl.is

Gallarnir yfirgnćfa kostina

c_ragnar_arnaldsSpurningin um ađild Íslands ađ ESB er margţćtt álitamál sem bćđi hefur kosti og galla. En í hálfa öld hefur mikill meirihluti Alţingis taliđ gallana svo yfirgnćfandi ađ óhyggilegt vćri ađ sćkja um ađild. Langflestir Íslendingar eru Evrópusinnar og vilja hafa gott samstarf viđ ađrar ţjóđir álfunnar. Ađalkosturinn viđ ađild er sá ađ fulltrúar okkar fá sćti í stjórnarstofnunum ESB. Ađalágallinn felst hins vegar í ţeirri samţjöppun og miđstýringu valds sem fylgir ađild. ESB er vísir ađ nýju stórríki sem sviptir ađildarríkin fullveldi og ákvörđunarrétti á fjölmörgum sviđum.

Yrđi Íslandi betur stjórnađ?
Sumir líta á framsal valds til ESB sem góđan kost vegna ţess ađ ţá fengjum viđ hlutdeild í ákvörđunum ESB og réđum yfir 5 atkvćđum af um 730 á ţingi ESB og 3 atkvćđum af 345 í Ráđherraráđinu ţar sem endanlegar ákvarđanir eru teknar. Atkvćđisréttur okkar nćmi tćpu einu prósenti af samanlögđu atkvćđamagni. Spurningin sem svara ţarf er einmitt sú hvort hyggilegt sé fyrir mjög fámennt ríki ađ framselja réttinn til töku ákvarđana á fjölmörgum sviđum í ţví skyni ađ fá í stađinn tćp 1% atkvćđa á fjöldasamkomum í Brussel? Er víst ađ Íslandi yrđi betur stjórnađ af valdamönnum sem vegna fjarlćgđar hafa litla ţekkingu á sérţörfum okkar og stađbundnum vandamálum?

Viđ getum gagnrýnt íslenska stjórnmálamenn. Ţeir hafa oft tekiđ rangar ákvarđanir og margt mćtti vera á annan veg í landi okkar. En ţrátt fyrir allt verđum viđ ađ játa, hvađa stjórnmálaskođun sem viđ ađhyllumst, ađ Íslendingum hefur farnast býsna vel frá ţví ađ ţeir unnu sér rétt til ađ stjórna sér sjálfir og hér hefur veriđ hrađari framţróun en víđast hvar í ríkjum ESB. Engar líkur eru á ţví ađ okkur hefđi farnast betur sem ađildarríki ESB eđa sem fylki í Ţýskalandi eđa Bretlandi.

Réttindi sem yrđi ađ framselja
Hvađa réttindi eru ţađ ţá einkum sem viđ yrđum ađ framselja viđ ađild? Nefna má ótal dćmi á sviđi löggjafarvalds, framkvćmdavalds og dómsvalds. Ţađ skýrir jafnframt hvers vegna viđ ţyrftum ađ breyta stjórnarskrá lýđveldisins ef framselja ćtti fullveldisréttindi sem forfeđur okkar endurheimtu frá Dönum í hund­rađ ára sjálfstćđisbaráttu. Ég nefni fjögur dćmi um ţessi réttindi til skýringar:

1)Rétturinn til ađ ráđa yfir sjávarauđlindum innan 200 mílna lögsögu á hafsvćđi sem er sjö sinnum stćrra en landiđ sjálft. Ţetta skapar Íslendingum, sem háđari eru sjávarútvegi en önnur Evrópuríki, algera sérstöđu. Oft hafa áhugamenn um ESB-ađild reynt ađ fá forsvarsmenn ESB til ađ lýsa ţví yfir ađ viđ fengjum undanţágu frá meginreglunni um úrslitavald ESB yfir sjávarauđlindum. En ţeir hafa hafnađ ţví. Ekki bćtir úr skák ađ fiskveiđistjórn ESB ţykir mjög misheppnuđ.

2) Rétturinn til ađ gera sjálfstćđa fríverslunarsamninga viđ ríki utan ESB. Ţessi réttur hefur margoft komiđ sér vel fyrir okkur.

3) Rétturinn til ađ gera fiskveiđisamninga viđ önnur ríki um flökkustofnana en verđmćti ţess afla nemur um 30% af heildarverđmćti sjávarafurđa.

4) Rétturinn til ađ stjórna efnahagsmálum á ţann hátt ađ hér verđi ekki gríđarlegt atvinnuleysi sem veriđ hefur landlćgt í ESB um árarađir.

Ţurfum okkar olnbogarými
Fréttablađiđ spyr hvort fljótlega ţurfi ađ taka ákvörđun um ađildarumsókn. Svariđ er ađ mikill meirihluti Alţingis telur ţađ ekki samrýmast hagsmunum ţjóđarinnar. Ég er sammála ţví mati og sé ekki ađ á ţví verđi nein breyting í náinni framtíđ. Ţótt tímabundnir erfiđleikar gangi nú yfir er ekkert sem bendir til ađ ESB-ađild sé lausn á vanda okkar. Margt er hér í ólagi en ekkert af ţví jafnast á viđ óreiđuna í ESB ţar sem pólitísk spilling er svo alvarlegt vandamál ađ í rúman áratug hafa endurskođendur ekki treyst sér til ađ skrifa upp á reikninga ESB.

Engu síđur ţurfum viđ ađ hafa góđ samskipti viđ ESB og fylgjast grannt međ ţví sem ţar er ađ gerast ţví ađ margt af ţví er lćrdómsríkt. En Íslendingar eru fámennir og ţurfa sitt olnbogarými. Ţeir gćtu ekki gert meiri skyssu en ţá ađ fórna mikilvćgum ţáttum sjálfstćđis síns í hendur skriffinnskubáknsins í Brussel sem auk alls annars er ţunglamalegt, fjarlćgt og ólýđrćđislegt.

Ragnar Arnalds,
formađur Heimssýnar

(Birtist áđur í Fréttablađinu 6. júní 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 138
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 2495
  • Frá upphafi: 1165412

Annađ

  • Innlit í dag: 120
  • Innlit sl. viku: 2146
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband