Leita í fréttum mbl.is

ESB-lýđrćđi á brauđfótum

arni_thor_sigurdssonÍrar ganga í dag ađ kjörborđi til í ţjóđaratkvćđagreiđslu um Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins.  Sáttmálanum er ćtlađ ađ koma í stađ "stjórnarskrárinnar" svonefndu sem Frakkar og Hollendingar felldu í ţjóđaratkvćđagreiđslu um mitt ár 2005.  Írland er eina land ESB sem heldur ţjóđaratkvćđagreiđslu um Lissabon-sáttmálann, öll hin ríkin 26 bera hann upp í ţjóđţingunum.  Stjórnarskráin átti hins vegar almennt ađ fara í ţjóđaratkvćđagreiđslu en ţví ferli var hćtt ţegar Frakkar og Hollendingar gerđu út um máliđ.  Ţó er í raun sáralítill munur á Lissabon-sáttmálanum og stjórnarskránni sálugu.  Ţví til stuđnings má vísa í ummćli Valéry Giscard d'Estaing, fyrrum forseta Frakklands og forseta stjórnarskrárnefndar Evrópusambandsins, en hann sagđi í fjölmiđlum sl. haust ađ: ”The Treaty of Lisbon is the same as the rejected constitution. Only the format has been changed to avoid referendums.” (Lissabon-sáttmálinn er hiđ sama og stjórnarskráin sem hafnađ var.  Ađeins hefur veriđ breytt um form til ađ komast hjá ţjóđaratkvćđagreiđslum).

Ţetta er athyglisvert í ljósi ţess ađ leiđtogar ESB-ríkjanna hafa hver um annan ţveran reynt ađ selja landsmönnum sínum Lissabon-sáttmálann ţar sem hann vćri allt annar en stjórnarskráin og engin ástćđa vćri til ađ ţjóđirnar fengju ađ kjósa um hann.

En Írar ganga sem sagt ađ kjörborđi í dag.  Allir helstu flokkar, nema Sinn Fein, hafa lýst stuđningi viđ sáttmálann og leiđtogar ţeirra draga upp dökka mynd, ef ţjóđin hafnar sáttmálanum og í raun haft í hótunum viđ ţjóđina.  Fyrir nokkrum vikum benti ekkert til annars en ađ sáttmálinn yrđi samţykktur međ miklum mun.  Undanfarna daga hefur sú mynd ţó veriđ ađ breytast.  Skođanakannanir sýna ađ mjög mjótt getur orđiđ á munum og allt ađ ţriđjungur kjósenda kvađst vera óráđinn í afstöđu sinni nú fyrr í vikunni.  Allt getur ţví gerst.

Sú stađa sem uppi er í málinu varpar skýru ljósi á ţá brauđfćtur sem lýđrćđi innan Evrópusambandsins stendur á.  Engir ţjóđarleiđtogar hafa ţorađ ađ bera máliđ undir ţjóđina sína, Írar gera ţađ einungis vegna ţess ađ stjórnarskrá ţeirra sjálfra krefst ţess.  Ţađ er umhugsunarvert á hvađa leiđ lýđrćđisríki eru ţegar leiđtoga ţeirra skortir kjark til ađ horfast í augu viđ sína eigin ţjóđ og láta hana taka afstöđu til ákvarđana stjórnmálamannanna.  Sömuleiđis er ţađ umhugsunarvert ţegar ţjóđarleiđtogar hafa hálfpartinn í hótunum viđ ţjóđina.

Verđi sáttmálinn samţykktur á Írlandi má segja ađ hótanirnar hafi boriđ árangur og međ slíkum vinnubrögđum hafi stuđningsmenn sáttmálans unniđ sigur.  Falli á hinn bóginn sáttmálinn er ţađ áfellisdómur yfir öllum hinum ríkjunum sem ekki vildu gefa fólkinu sjálfu ađ eiga síđasta orđiđ um ţćr umfangsmiklu breytingar sem Lissabon-sáttmálinn hefur í för međ sér, m.a. til ađ auka vćgi stóru ríkjanna á kostnađ hinna smćrri.  En viđ sjáum hvađ setur.

Árni Ţór Sigurđsson,
ţingmađur Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs

(Birtist áđur á bloggsíđu höfundar)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 338
  • Sl. viku: 2101
  • Frá upphafi: 1188237

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1914
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband