Leita í fréttum mbl.is

Ótíđindi fyrir ESB

bjarni_jonsson1Ţađ sćtir jafnan tíđindum, er alţýđan gerir uppreisn gegn hinum ráđandi öflum.  Ţađ gerđist í írska lýđveldinu fimmtudaginn 12. júní 2008, ţegar almenningur ţar hafnađi ţví, ađ Evrópusambandinu yrđi sett stjórnarskrá međ samţykkt Lissabon sáttmálans.

Ţar međ var ţessi tillaga ađ stjórnarskrá fyrir ESB felld, ţví ađ samkvćmt leikreglunum ţurfa allar ađildarţjóđirnar ađ samţykkja tillöguna.  Allir stjórnmálaflokkar Íra, utan einn, atvinnurekendasamtök og verkalýđssamtök auk flestra fjölmiđlanna og "álitsgjafa" höfđu undir bumbuslćtti embćttismanna í Dublin og í Brussel varađ Íra viđ ađ leggja stein í götu "ć nánara sambands" ("ever closer union"), sem er slagorđ ESB-sinna.  Gegn hótunum um ađ verđa skilinn eftir á vegferđ ESB til sambandsríkis reis írskur almenningur.

Söguleg mistök framkvćmdastórnarinnar í Brussel eru ađ hundsa vilja almennings og vađa áfram í átt ađ sambandsríkinu í stađ ţess ađ beina ţróun ESB á braut, sem getur hugnazt almenningi í ađildarlöndunum.

Ţćr ţjóđir Vestur-Evrópu, sem hafa fengiđ ađ tjá hug sinn til ţess í ţjóđaratkvćđagreiđslu ađ setja ESB stjórnarskrá, hafa hafnađ ţví.  Ţessi afstađa almennings hefur komiđ fram í skođanakönnunum í öllum löndum Vestur-Evrópu.  Almenningur er andvígur Bandaríkjum Evrópu, sem hann óttast, ađ framkvćmdastjórnin í Brussel og hálaunađir embćttismenn hennar stefni á ađ koma á laggirnar.  Keltar kćra sig ekki um, ađ Germanir hafi síđasta orđiđ um hagsmunamál Írlands, ţýzka blokkin stendur andspćnis Miđjarhafsblokkinni o.s.frv.  Fólk í öllum löndunum óttast ađ missa lýđrćđisleg áhrif á málefni hérađa sinna og landa í hendurnar á ólýđrćđislegu skrifstofubákni í Brussel, sem dreymir stórveldisdrauma um miđstýringu á flestum sviđum mannlífsins í nafni samrćmingar og stöđlunar á öllum sköpuđum hlutum.

Flestir Evrópumenn bundu vonir viđ, ađ innri markađurinn međ "sín frelsin fjögur", sem innleiddur var á 9. áratug 20. aldar, mundi bćta hag íbúanna međ eflingu viđskipta og auknum hagvexti.  Ţýzka markiđ bar ţó ćgishjálm yfir ađrar myntir á svćđinu, og var ţađ einkum Frökkum ţyrnir í augum.  Ţegar "alrćđi öreiganna" í Austur-Evrópu varđ gjaldţrota vegna risavaxins ríkisbákns, hafta á atvinnulífinu og kúgunar ţegnanna, gafst Ţjóđverjum sögulegt tćkifćri til endursameiningar, "Wiedervereinigung an der Wende".  Ţá settu Frakkar ţeim stólinn fyrir dyrnar.  Ţeir yrđu ađ leggja "D-markiđ" fyrir róđa.  Ţýzku ţjóđinni var alla tíđ óljúft ađ fórna D-markinu, og hún sér enn eftir ţví, en ţýzka ţingiđ, sem ţá sat í Bonn, samţykkti ţetta međ ströngum skilyrđum, sem viđ nú ţekkjum sem Maastricht sáttmálann.  Ţannig kom evran undir og er ekki félegt fang. 

Viđurlög, stórfelldar sektir, liggja viđ broti á Maastrichtsáttmálanum.  Stóru ríkin hafa komizt upp međ ađ sveigja hann og beygja eftir eigin höfđi, en minni ríkin komast ekki upp međ neitt múđur.  Á öllu evru svćđinu ríkir megn óánćgja međ evruna.  Írar eru í spennitreyju hágengis eftir vaxtaskeiđ og verđţenslu.  Frakkar, Spánverjar og Ítalir eru enn ekki búnir ađ bíta úr nálinni međ víxlverkun kaupgjalds og verđlags, sem Ţjóđverjar aftur á móti náđu tökum á hjá sér, og njóta ţeir nú ávaxtanna á formi sterkrar samkeppnistöđu viđ útlönd. 

Nú básúna iđulega ýmsar mannvitsbrekkur hérlendis ţá skođun sína, ađ "viđ gefum út yfirlýsingu um ađildarumsókn ađ Evrópusambandinu", eins og einn ţingmanna Samfylkingar orđađi ţađ í grein í Fréttablađinu í dag, 15. júní 2008.  Ekki er ljóst, hvort átt er viđ ríkisstjórnina eđa Alţingi.  Slík yfirlýsing kćmi eins og skrattinn úr sauđarleggnum, hvađan sem hún kćmi, enda yrđi hún ţá reist á eftirfarandi (frá sama ţingmanni): "Ţótt slík yfirlýsing myndi ekki breyta neinum efnislegum forsendum á einni nóttu fćlist í henni mikilvćg stefnuyfirlýsing sem vćri til ţess fallin ađ auka tiltrú á íslensku efnahagslífi."

Heyr á endemi !  Hvernig í ósköpunum er hćgt ađ komast ađ ţeirri niđurstöđu, ađ ţađ styrki hávaxtarsvćđi međ hámarks nýtingu á vinnuafli ađ tengjast stöđnuđu efnahagskerfi međ bullandi atvinnuleysi og kraumandi óánćgju ţegnanna međ stífa mynt og hiđ yfirţjóđlega og ólýđrćđislega vald í Brussel ?

"Nomenklatúra" (stjórnendur) Samfylkingarinnar er álíka sambandslaus viđ grasrótina, hinn íslenzka raunveruleika, lífsbaráttu íslenzks almennings, og "nomenklatúra" hins ólýđrćđislega embćttisveldis í Brussel.

Bjarni Jónsson,
verkfrćđingur

(Birtist áđur á bloggsíđu höfundar)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 43
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2006
  • Frá upphafi: 1176860

Annađ

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband