Leita í fréttum mbl.is

LÍÚ segir Evrópusambandsaðild sem fyrr ekki koma til greina

"Sú forsenda að stjórnun á auðlindinni verði ekki færð frá landanum ræður algjörlega afstöðu útvegsmanna um aðildarviðræður við Evrópusambandið," sagði Björgólfur Jóhannesson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna í Fréttablaðinu í gær þriðjudag. Hann sagði engar líkur á að útvegsmenn tækju afstöðu með upptöku evru á aðalfundi LÍÚ sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag og föstudag. Engin sérstök tilhneiging sé hjá útvegsmönnum að horfa til Evrópu nú. „Það gæti breyst ef lægi fyrir að Íslendingar héldu fullum yfirráðum yfir auðlindinni. Það bendir ekkert til þess."

Fram kemur í fréttinni að Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, hafi að undanförnu farið fyrir nefnd sem skoðar kosti og galla upptöku evru út frá hagsmunum sjávarútvegsins. Um það sagði Björgólfur ljóst að hvað sem kæmi út úr þeirri athugun þá væri ljóst að afdráttarlaus afstaða yrði ekki tekin undir núverandi kringumstæðum. „Það verður ekki á þessum tímamótum. Það er aldrei hollt að taka svona stóra ákvörðun fyrir land og þjóð í slíkri óvissuaðstöðu sem við erum nú í. Við hljótum að þurfa að vega það og meta við allt aðrar aðstæður."

Þess má geta að sjávarútvegur er eini atvinnuvegurinn sem kveðið er skýrt á um í fyrirhugaðri Stjórnarskrá Evrópusambandsins (nú kölluð Lissabon-sáttmálinn) að skuli alfarið lúta stjórn sambandsins.

Heimild:
Engar líkur á stuðningi við evruna (Fréttablaðið 26/10/08)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 161
  • Sl. sólarhring: 329
  • Sl. viku: 1737
  • Frá upphafi: 1208612

Annað

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 1614
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband