Leita í fréttum mbl.is

Undanţága frá stórríkinu?

hjortur j
Margir ţeirra sem vilja ađ Ísland verđi hluti af Evrópusambandinu hafa veriđ iđnir viđ ađ fullyrđa ađ fást muni undanţágur frá hinu og ţessu í ađildarviđrćđum viđ sambandiđ, ţá einkum í sjávarútvegsmálum. Ţessu hafa ţeir lengi haldiđ blákalt fram ţrátt fyrir ađ ráđamenn innan Evrópusambandsins hafi ítrekađ sagt á undanförnum árum ađ varanlegar undanţágur séu ekki í bođi af hálfu sambandsins enda hvorki vilji né fordćmi fyrir slíku. Nú síđast kom ţetta fram í viđtali sem Fréttablađiđ tók viđ Olli Rehn, stćkkunarkommissar Evrópusambandsins, ţann 8. nóvember sl.

Evrópusambandiđ er fyrirbćri sem lítiđ vantar orđiđ upp á ađ verđi ađ einu ríki. Leitun er á málaflokki innan ađildarríkjanna í dag sem sambandiđ hefur ekki meiri eđa minni yfirráđ yfir. Og ţeim fćkkar stöđugt. Ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ yrđi ţađ ţví einungis jađarhérađ innan ţessa ríkis sem í vaxandi mćli er fariđ ađ kalla Bandaríki Evrópu (United States of Europe) í röđum Evrópusambandssinna. Taki stjórnarskrá Evrópusambandsins (einnig kölluđ Lissabon-sáttmálinn) endanlega gildi verđur sambandiđ í raun komiđ međ allt ţađ sem einkennir ríki samkvćmt alţjóđlegum skilgreiningum, ţ. á m. sameiginleg ytri landamćri, skilgreint landsvćđi, ţjóđhöfđingja, sjálfstćđa utanríkisstefnu, varnarstefnu, hćstarétt, ţing, framkvćmdastjórn (ríkisstjórn), gjaldmiđil, dómskerfi, fána, ţjóđsöng, ţjóđhátíđardag og auđvitađ ekki síst sameiginlega stjórnarskrá.

Sú meginregla gildir innan Evrópusambandsins ađ vćgi ađildarríkjanna, og ţar međ möguleikar ţeirra til áhrifa, miđast fyrst og fremst viđ ţađ hversu fjölmenn ţau eru. Fyrir vikiđ ráđa stćrstu ađildarríkin mestu í krafti stćrđar sinnar, ţá einkum Ţýzkaland, Frakkland og Bretland. Ţá sér í lagi ef ţau semja fyrirfram sín á milli um sameiginlega afstöđu til mála áđur en ţau eru tekin fyrir á vettvangi Evrópusambandsins, nokkuđ sem ţau gera oft og iđulega. Varla ţarf ađ fara mörgum orđum um ţađ hversu óhagstćtt ţetta fyrirkomulag yrđi fyrir okkur Íslendinga ef viđ gengjum í Evrópusambandiđ. Vćgi Íslands yrđi nánast ekkert og möguleikar okkar til áhrifa eftir ţví.

Vafalaust er ţessi ţróun innan Evrópusambandsins ein og sér alveg nćgjanleg ástćđa fyrir marga til ađ vera andvígir ađild ađ sambandinu. Ţađ er ţó svo sannarlega af nógu ađ taka í ţeim efnum. En halda Evrópusambandssinnar virkilega ađ hćgt verđi ađ fá undanţágu frá stórríkinu sem leynt og ljóst er veriđ ađ breyta Evrópusambandinu í? Eđa telja ţeir kannski ađ sú ţróun sé bara hiđ bezta mál? Ţeir hafa í ţađ minnsta ekki sett hana fyrir sig hingađ til.
 
Hjörtur J. Guđmundsson,
stjórnarmađur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstćđissinna í Evrópumálum
 
(Birtist áđur í Morgunblađinu 18. desember 2008)
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 198
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 1937
  • Frá upphafi: 1177110

Annađ

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1757
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband