Leita í fréttum mbl.is

Fjölsótt og velheppnað málþing um sjávarútveginn og ESB

Tæplega eitt hundrað manns mættu á málþing um sjávarútveginn og Evrópusambandið sem Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, stóð fyrir í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í gær sunnudag. Sérstakur gestur fundarins var Peter Ørebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi og sérfræðingur í EES rétti og sjávarútvegsreglum Evrópusambandsins. Var málþinginu gerð góð skil í fjölmiðlum.

Margt áhugavert kom fram í máli Ørebech og m.a. að regla sambandsins um svokallaðar hlutfallslega stöðugar veiðar, sem margir stuðningsmenn aðildar að því hér á landi hafa sagt að myndi tryggja Íslendingum allan kvóta á Íslandsmiðum ef til slíkrar aðildar kæmi, er í raun aðeins munnleg vinnuregla sem hefur enga lagalega þýðingu. Engin trygging felist því í henni fyrir einu eða neinu og henni megi breyta á tiltölulega einfaldan hátt hvenær sem er.

Á málþinginu fluttu einnig erindi Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landsambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva (SF). Öll erindin voru hljóðrituð og er stefnt að því að birta þær hljóðritanir á netinu innan skamms og verður það auglýst sérstaklega.

Frétt Mbl.is um málþingið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 44
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 2413
  • Frá upphafi: 1165041

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2050
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband