Leita í fréttum mbl.is

Bretar vilja draga úr tengslunum við Evrópusambandið

Tæplega tveir þriðjuhlutar breskra kjósenda vilja losa um tengsl Bretlands við Evrópusambandið, þar á meðal við Evrópudómstólinn,  samkvæmt nýrri skoðanakönnun þar í landi. Mikill meirihluti þeirra er einnig andvígur evrunni, þrátt fyrir mikið gengisfall breska pundsins að undanförnu. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í The Sunday Telegraph í dag. Alls vilja 16% kjósenda að Bretland slíti sig einfaldlega frá Evrópusambandinu með öllu, en 48% vilja að tengslin á milli séu minnkuð verulega, að bresk yfirvöld taki aftur við völdum sem hafi verið framseld til Brussel og bresk lög þurfi ekki að vera háð túlkunum Evrópudómstólsins.

Samanlagt eru það því 64% þjóðarinnar sem vilja draga úr samneyti við ESB, en aðeins 22% Breta segjast styðja áframhaldandi samvinnu þar á milli. Örlítið fleiri, eða 24%, eru hlynnt upptöku evrunnar en sami fjöldi, 64%, eru andstæðir því að skipta út pundinu fyrir evru samkvæmt sömu könnum, þrátt fyrir að staða pundsins gagnvart evrunni hafi veikst verulega í vetur. Þær niðurstöður eru á svipuðum nótum og sambærileg skoðanakönnun BBC fyrr í mánuðinum sýndi. Athygli vekur að á sama tíma segja 45% kjósenda að enginn stærstu stjórnmálaflokkanna þriggja í Bretlandi  hafi stefnu í Evrópumálum sem höfði til þeirra persónulegu skoðanna.

Það var rannsóknarfyrirtækið YouGov sem framkvæmdi könnunina dagana 6. - 8. janúar síðastliðinn.
 
Heimild:
 
Tengt efni:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 311
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 2392
  • Frá upphafi: 1188528

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband