Leita í fréttum mbl.is

Mikill meirihluti Íslendinga andvígur því að sótt verði um inngöngu í ESB

Meirihluti Íslendinga er andvígur því að Ísland sæki um inngöngu í Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Fréttablaðið birtir í dag. Alls segjast um 59,8% vera andvíg því að sótt verði um inngöngu eða nær jafnmargir og sögðust fylgjandi því að það skref væri tekið í nóvember síðastliðnum. Andstæðingar inngöngu eru í meirihluta bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni þó andstaðan sé talsvert meiri á meðal íbúa landsbyggðarinnar.

Einungis er meirihluti fyrir inngöngu hjá þeim sem segjast styðja Samfylkinguna eða 73%. Andstaða meðal kjósenda annarra flokka er verulega. Um 60% stuðningsmanna Framsóknarflokksins er andvíg inngöngu, 75% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, liðlega 83% þeirra sem segjast styðja Frjálslynda flokkinn og 71% stuðningsmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Könnunin var gerð 22. janúar sl. og var úrtakið 800 manns. Spurt var "Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu?" og tóku liðlega 73% afstöðu til spurningarinnar.

Heimildir:
Meirihluti landsmanna á móti aðild að Evrópusambandinu (Amx.is 26/01/09)
Meirihluti andvígur ESB (Vísir.is 26/01/09)
Meirihluti vill ekki aðild að ESB (Mbl.is 26/01/09)

mbl.is Meirihluti vill ekki aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 238
  • Sl. sólarhring: 435
  • Sl. viku: 2718
  • Frá upphafi: 1164925

Annað

  • Innlit í dag: 205
  • Innlit sl. viku: 2334
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband