Leita í fréttum mbl.is

Finnska þingið staðfestir fyrirhugaða stjórnarskrá ESB

euconstitutionFinnska þingið staðfesti fyrirhugaða stjórnarskrá Evrópusambandsins í gær þriðjudag. Finnland er þar með sextánda aðildarríki sambandsins til að staðfesta hana (sum ríkjanna hafa þó ekki endanlega lokið staðfestingarferlinu) og sjöunda aðildarríkið til að gera það eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslum á síðasta ári.

Finnar fara nú með forsætið innan Evrópusambandsins og hafa gert síðan um mitt þetta ár. Um áramótin taka Þjóðverjar við og hafa þýsk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni leggja allt kapp á að finna leið til að koma megi stjórnarskránni í gagnið þrátt fyrir niðurstöðurnar í Frakklandi og Hollandi. Standa vonir til að það reynist mögulegt á árinu 2008. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, hefur lýst yfir stuðningi við þessi áform.

Heimildir:
Finland ratifies EU constitution (Euobserver.com 05/12/06)
Finland ratifies EU constitution (BBC 05/12/06)
Merkel set for lonely battle to resurrect full EU constitution (Times 04/12/06)
Barroso rallies commissioners behind EU constitution (Euobserver.com 04/12/06)
Germany to resurrect EU constitution (Guardian 01/12/06)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 1954
  • Frá upphafi: 1184361

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1682
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband