Leita í fréttum mbl.is

"Pólitísk hnignun mun fylgja efnahagslegri hnignun ESB"

reform_or_declineAlberto Alesina, prófessor við Harvard háskóla í Bandaríkjunum og meðhöfnudur að bókinni The Future of Europe - Reform or Decline, sagði í viðtali í þættinum Westminister Hour á BBC í gærkvöldi að efnahagsleg hnignun Evrópusambandsins væri óhjákvæmileg. Alesina sagði að Evrópusambandið hefði glatað getunni til að vaxa efnahagslega og að í framhaldi af efnahagslegri hnignun sambandsins myndi fljótlega fylgja pólitísk hnignun þess.

Alesina nefndi sem dæmi að íbúar Evrópusambandsins ynnu minna en íbúar Bandaríkjanna. Sú skoðun sé ríkjandi innan sambandsins að hægt sé að skapa meiri hagvöxt með færri vinnustundum. Hann sagði að þetta hefði verið hægt áður fyrr þegar framleiðni var mikil og vaxandi. En í dag stæðu menn frammi fyrir miklum samdrætti í framleiðslu innan Evrópusambandsins og afleiðingin yrði efnahagsleg og pólitísk hnignun.

Alesina kvaðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af bresku efnahagslífi. Spurningin væri hins vegar sú hvort Evrópusambandið myndi "reyna að neyða upp á Breta ákveðnum stefnum sem Bretland vildi ekki endilega hafa að leiðarljósi."

Heimild:
In decline? (BBC 10/12/06)

Amazon.com:
The Future of Europe - Reform or Decline


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk fyrir þetta...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.12.2006 kl. 08:30

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Evrópubúar vinna minna en bandaríkjamenn, það er rétt. Engin furða, þar sem meðal evrópubúi vinnur 36-40 stundir á viku og fær 23 frídaga á ári. Bandaríkjamenn vinna fleiri stundir í viku og fá kannski viku frí á ári. Þar fyrir utan eru almennir frídagar oft hunsaðir í Bandaríkjunum. Ég er bara nokkuð sáttur við hnignun ef framfarir krefjast þess að við gefum okkur aljörlega á vald yfirmanna okkar.

Annars er ég hræddur um að Bandaríkin séu líka komin af blómaskeiði sínu. Kominn tími á Kína. 

Villi Asgeirsson, 12.12.2006 kl. 13:34

3 identicon

Það er bara svo miklu fleira að í efnahag Evrópusambandsins en nokkurn tíma aðeins þetta atriði. Af nógu er að taka.

Hjörtur J. Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 13:43

4 identicon

Athyglisvert. Að mínum dómi mun Evrópusambandið ekki gera sig til langtíma litið og gæti jafnvel komið á kreppu/ólgu/togstreitu á milli Evrópuríkja. Tilfinning mín gagnvart Evrópusambandinu hefur alltaf verið eins og þeir vilji búi til hin Evrópsku Bandaríkin og sú hugmynd að miðstýra jafn ólíkum þjóðarbrotum frá einum stað er held ég nú dauðadæmt frá upphafi. Frekar ætti að einbeita sér að samvinnu og sveiganleika í viðskiptum og menntun svo eitthvað sé nefnt.

En kannski er ég eilítið komin út fyrir umræðuefnið. Eftir að hafa búið ár í U S and A hef ég haft það sterklega á tilfinningunni að það land muni smám saman missa dampinn, eða komin af sínu blómaskeiði eins og nefnt er hér að ofan. Innviði þess er einfaldlega á stundum of brotið, t.d. menntakerfið(ekki bara háskólakerfið sem fær minni erlenda námsmenn til sín heldur líka grunnmenntun), heilbrigðiskerfið og lengi mætti telja. ÞVí tel ég, eins og margir aðrir örugglega, að bæði Bandaríkin og Evrópa séu smám saman að stíga inná hnignunarskeið og ætli Asíulöndin, með Kína, Indland og Japan, taki ekki hásætin, líklegast með Kína í broddi fyllkingar. Enda eru Bandaríkjamenn í auknum mæli farin að kenna börnum sínum kínversku og eru t.d. kínverskar barnfóstrur mjög vinsælar þar í landi.

 Það er af nógu að taka í þessum efnum!

Jóna Rún (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 1765
  • Frá upphafi: 1183622

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1539
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband