Leita í fréttum mbl.is

Sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins í vanda staddur

borg-joe-euJoe Borg, hinn maltneski sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, hefur komið sér í heilmikinn vanda. Á dögunum ákvað sambandið fiskveiðikvóta aðildarríkjanna fyrir næsta ár eftir strangar samningaviðræður. Fiskifræðingar höfðu hvatt til þess að þorskveiðar yrðu bannaðar í lögsögu Evrópusambandsins í ljósi slæms ástands þorskstofna innan hennar, en sambandið ákvað að fara ekki eftir þeim ráðleggingum en þess í stað takmarka veiðarnar enn frekar frá veiðunum á þessu ári. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Borg samdi sérstaklega við Hollendinga um minni kvótaskerðingu þeim til handa og hafa stjórnvöld í öðrum aðildarríkjum nú krafist þess að njóta sömu kjara og að eitt gangi þannig yfir alla í þessum efnum. Samningarnir, sem náðust á dögunum, eru því í uppnámi.

Þetta minnir á ummæli Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í heimsókn hans til Íslands sumarið 2004 þar sem hann sagði að ef við Íslendingar gengjum í Evrópusambandið, og yrði veitt undanþága frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins þannig að við héldum yfirráðum okkur yfir íslensku fiskveiðilögsögunni, yrði afar erfitt að neita öðrum aðildarríkjum um hið sama. "Það myndi leiða til þess að sameiginleg sjávarútvegsstefna sambandsins liðaðist í sundur," sagði sjávarútvegsráðherrann breski af því tilefni.

Sagði Bradshaw það ófrávíkjanlegt að aðild ríkis að Evrópusambandinu feli m.a. í sér afsal á yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu þess. Það sama hefur verið ítrekað staðfest af forystumönnum sambandsins, s.s. Franz Fischler, fyrrverandi sjávarútvegsstjóra þess, sem og Joe Borg sem tók við af Fischler.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

Maltneskur sjávarútvegsstjóri?  Ég hélt að smáþjóðir hefðu engin áhrif í ESB.

Þorvaldur Blöndal, 22.12.2006 kl. 15:37

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eins og staðan er í dag hefur hvert aðildarríki Evrópusambandins einn fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins. Hins vegar eru þessir aðilar aðeins fulltrúar aðildarríkjanna að því leyti að ríkisstjórnir þeirra tilnefna þá til starfans (síðan þarf t.d. þing Evrópusambandsins að samþykkja þá). Hins vega er meðlimum framkvæmdastjórnarinnar algerlega óheimilt að draga taum heimalanda sinna og eiga aðeins að taka tillit til heildarhagsmuna sambandsins - sem síðan eru oftar en ekki þeir sömu og hagsmunir stóru aðildarríkjanna. Vera þessara aðila í framkvæmdastjórninni er þannig á engan hátt til þess fallin að auka áhrif heimalanda þeirra innan Evrópusambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.12.2006 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 179
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 1590
  • Frá upphafi: 1208407

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 1476
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband