Föstudagur, 5. janúar 2007
Óhugsandi fyrir aðildarríki ESB að vera ekki aðilar að EES
Í tilefni af þeim ummælum Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, að EES-samningurinn kunni að verið í hættu náist ekki að semja um aðild Rúmeníu og Búlgaríu að Evrópska efnahagssvæðinu má rifja upp viðtal Morgunblaðsins við Aðalstein Leifsson, stjórnmálafræðing við Háskólann í Reykjavík, frá því 5. október sl. Þar sagði Aðalsteinn að engin ástæða væri til að ætla annað en að samkomulag muni nást við Evrópusambandið vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins í kjölfar aðildar Rúmeníu og Búlgaríu að sambandinu.
"Viðræðurnar núna eru mun minni í sniðum en samningaviðræðurnar vegna samhliða stækkunar ESB og EES 1. maí 2004, en Íslendingar fengu sérstaklega góða niðurstöðu úr þeim viðræðum," segir Aðalsteinn. "Í þeim viðræðum sem nú standa yfir er einnig hægt að byggja á niðurstöðunni frá 2004, sem ætti að hjálpa okkur til að ná góðri lendingu. Hins vegar eru viðræðurnar gríðarlega mikilvægar vegna þess að það er ómögulegt að sjá fyrir sér ástand þar sem ríki er aðili að ESB en ekki að EES."
Aðalsteinn segir að öll ríkin verði að vera með í Evrópska efnahagssvæðinu vegna þess að nýju aðildarríkin geti ekki sett upp landamæraeftirlit og haft sérstaka viðskiptaskilmála gagnvart Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem önnur ríki Evrópusambandsins hafi ekki. "Annaðhvort eru öll aðildarríki ESB með í EES eða ekkert þeirra. EES-samningurinn er blandaður samningur, sem þýðir að bæði ESB í heild og hvert og eitt aðildarríki ESB eru aðilar að samningnum. Samningurinn nær til allra þátta innri markaðarins og það er ekki hægt að skipta honum upp þannig að EFTA-ríkin í EES, Ísland, Noregur og Liechtenstein, hafi aðeins frjálsan aðgang að sumum ríkjanna sem eru á innri markaðinum en aðrir skilmálar gildi gagnvart öðrum ríkjum," segir Aðalsteinn. "Annaðhvort tekur ríki þátt í innri markaðinum eða ekki."
Aðalsteinn segir að ráðherraráð Evrópusambandsins geti ákveðið, eins og gert var tímabundið þegar sambandið stækkaði árið 2004, að setja stækkaðan EES-samning í gildi til bráðabirgða jafnvel þótt ekki hafi verið gengið frá endanlegu samkomulagi vegna aðildar Rúmeníu og Búlgaríu. Segir hann að slík lausn væri þó alltaf til bráðabirgða.
Það kemur annars ekki á óvart að Valgerður vilji EES-samninginn feigan eins og ófáir aðrir Evrópusambandssinnar.
Segir EES-samninginn kunna að vera í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Facebook
Nýjustu færslur
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
- Passaðu þrýstinginn maður!
- Orkumálaráðherra Svíþjóðar er bláreið við Þjóðverja
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 243
- Sl. sólarhring: 244
- Sl. viku: 2216
- Frá upphafi: 1182980
Annað
- Innlit í dag: 218
- Innlit sl. viku: 1938
- Gestir í dag: 201
- IP-tölur í dag: 200
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.