Leita í fréttum mbl.is

Financial Times: Bretar gerðu rétt með að taka ekki upp evru

Stórblaðið Financial Times lýsti þeirri skoðun sinni 4. janúar sl. að tvennt hefði einkum reynst bresku efnahagslífi vel síðan 1997. Í fyrsta lagi að Englandsbanka var veitt sjálfstæði og í annan stað að Bretar hafa ekki tekið upp evruna. Blaðið segir að þrátt fyrir að verðbólga í Bretlandi sé nú jafn há og það hæsta sem gest hefur innan evrusvæðisins síðan evran var tekin í notkun bendi hagmælingar til þess að hefðu Bretar tekið upp evruna hefði verðbólgan í landinu orðið mun hærri.

Því er við að bæta að bent hefur verið á það sama í tilfelli Íslands. Þ.e. að allar líkur séu á því að væri evra í notkun hér á landi væri verðbólgan nú enn hærri en raunin er eins og staðan er í dag. Ekki síst vegna þess að með evru giltu hér á landi einungis miðstýrðir stýrivextir evrusvæðisins sem myndu seint taka mið af íslenskum aðstæðum.

Þess má geta að lokum að Financial Times hefur lengi verið ötull stuðningsmaður evrusvæðisins og talsmaður þess að Bretar tækju upp evruna - allt þar til undir það síðasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1801
  • Frá upphafi: 1183004

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1582
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband