Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Engin evra fyrir Ísland næstu áratugina

Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt var í gær munu heildarskuldir ríkissjóðs Íslands ekki verða komnar niður í 60% af vergri landsframleiðslu fyrr en eftir 30 ár, en það er eitt af þeim skilyrðum sem Evrópusambandið setur fyrir því að ríki þess geti tekið upp evru. Í þeim útreikningum er þó ekki gert ráð fyrir skuldum vegna Icesave-reikninga Landsbankans, lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né lánum frá hinum Norðurlöndunum.

 Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Sérfræðingur Danske Bank varar við hugsanlegu hruni evrunnar

Hætta getur verið á því að evran veikist mikið og jafnvel að hún hrynji. Þetta er haft eftir John Hydeskov, gengis- gjaldeyrissérfræðingi hjá Danske Bank, á fréttavef danska viðskiptablaðsins Børsen í dag. Stöðu evrunnar sé m.a. ógnað vegna efnahagshruns í Austur- og Mið-Evrópu, mikillar birgðasöfnunar og erfiðleika evruríkja við að uppfylla þau skilyrði sem sett voru um myntsamstarfið.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Norðmenn sækja ekki um inngöngu í Evrópusambandið

Norðmenn ætla ekki að breyta afstöðu sinni til Evrópusambandsins þótt Íslendingar sæki um aðild. Jonas Gahr Störe, utanríkisríkisráðherra, lýsti þessu yfir í fyrirspurnartíma í Stórþinginu í gær. Markmið norsku ríkisstjórnarinnar sé að halda fast við samninginn um Evrópska efnahagsvæðið. Allir flokkar utan einn eru sammála um að halda Evrópumálunum utan við kosningabaráttuna fyrir Stórþingskosningarnar í haust.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Umræða um Evrópumál á Íslandi hefur lítil áhrif í Noregi

Norskir stjórnmálamenn virðast almennt telja að það muni ekki hafa merkjanleg áhrif á stjórnmálaumræðuna í Noregi í sumar og haust jafnvel þó svo færi að Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið. Kosið verður til norska Stórþingsins í haust en ekki er gert ráð fyrir að umræður um sambandið verði fyrirferðarmikilar í kosningabaráttunni. 

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Hugnast ekki sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, hefur áhyggjur af því að farið verði að blanda sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins við íslenskan sjávarútveg. Ástæðan sé sú að Evrópusambandinu hafi mistekist að stýra fiskveiðum og það sýni ástandið hjá þeim. Allt sé vaðandi í styrkjum auk þess sem augljóst sé að fiskveiðiflotinn sé of stór.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is


Viðræður um inngöngu í ESB og umsókn sitt hvort

Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið voru birtar í kvöld og sýna þær meirihluta landsmanna hlynntan því að farið verði í svokallaðar aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í sömu könnun voru hins vegar jafnmargir hlynntir inngöngu sem slíkri og á móti henni. Talsverð umræða hefur skapast um það misræmi sem hefur verið í einstökum skoðanakönnunum um Evrópumál og virðist skipta öllu máli hvernig spurt er.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is


Engin sérmeðferð fyrir Ísland í boði hjá Evrópusambandinu

Íslendingar geta ekki vænst neinnar sérmeðferðar óski þeir eftir inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sagði Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála sambandsins, í samtali við þýska viðskiptatímaritið Handelsblatt á dögunum. Ekki verði vikið frá inngönguskilyrðum þrátt fyrir efnahagsaðstæður á Íslandi.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Innganga í Evrópusambandið yrði of dýru verði keypt

„Tilhugsunin um inngöngu í Evrópusambandið er notaleg trygging þegar illa árar. Þegar eyjarskeggjar standa frammi fyrir skilmálum inngöngu og gjaldinu sem greiða þarf fyrir gæti svo farið að þeir hrökkluðust til baka.“ Þannig lýkur grein í vefútgáfu breska viðskiptablaðsins Financial Times 29. apríl sl. Þar er  fjallað um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu eftir nýafstaðnar alþingiskosningar.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Mistök að taka upp evru í Finnlandi segir finnskur ráðherra

Ráðherra viðskipta- og þróunarmála í finnsku ríkisstjórninni, Paavo Väyrynen, lýsti þeirri skoðun sinni í samtali við finnska dagblaðið Helsingin Sanomat í gær að það hefðu verið mistök af hálfu Finna að taka upp evru á sínum tíma í ljósi þess að nágrannar þeirra Svíar kusu að gera það ekki. Þannig hefði t.a.m. finnskur skógarhöggsiðnaður átt verulega undir högg að sækja undanfarin ár á sama tíma og sami iðnaður hefði blómstrað í Svíþjóð.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 44
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 1151
  • Frá upphafi: 993135

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 989
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband