Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Nýtt þorskastríð verður háð í Brussel
Nýtt þorskastríð er framundan fyrir Íslendinga að sögn skoska dagblaðsins The Inverness Courier sem að þessu sinni verður háð í fundarherbergjum í Brussel en ekki á hafi úti. Ástæðan er umsókn íslenskra stjórnvalda um inngöngu í Evrópusambandið og sú staðreynd að yfirstjórn ríki framselja yfirstjórn sjávarútvegsmála sinna til sambandsins þegar þau ganga í það.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Íslendingar geta ekki setið einir að fiskimiðum sínum
Diego López Garrido, Evrópumálaráðherra Spánar, telur Íslendingum ekki stætt á því að útiloka aðrar þjóðir frá fiskimiðum sínum eða útgerðarfyrirtækjum þegar til lengri tíma sé litið gangi þeir í Evrópusambandið. Þetta kom fram í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gærkvöld en þar ræddi Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Madríd, við ráðherrann.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Evrópusambandið gagnrýnt fyrir að reka „áróðursvél“
Sænska hugveitan Timbro sendi frá sér skýrslu nýverið þar sem Evrópusambandið er harðlega gagnrýnt fyrir að hafa í gegnum tíðina farið langt út fyrir það sem kallast geti eðlileg og sanngjörn upplýsingamiðlun og hafa þess í stað skapað áróðursvél. Í skýrslunni segir m.a.: „Evrópusambandið hefur á kostnað skattgreiðenda með virkum hætti hvatt til aukins samruna innan sambandsins og komið í veg fyrir frjálsa umræðu um framtíð þess og þannig farið út fyrir mörk þess sem getur talist til eðlilegra samskipta.“
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Laugardagur, 8. ágúst 2009
Íslendingar varaðir við ESB-aðild
Fulltrúar Dana, Norðmanna, Svía og Finna á Norrænum Fólksríkisdegi vara Íslendinga eindregið við að ganga Evrópusambandinu á hönd. Þetta kom glöggt fram í umræðum á fyrsta degi hins árlega málþings sem að þessu sinni var haldið um verslunarmannahelgina í Ydby á Norður Jótlandi. Setningaræðu þingsins flutti Bjarni Harðarson bóksali og fulltrúi samtakanna Heimssýnar á Íslandi.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Laugardagur, 8. ágúst 2009
Meirihluti Íslendinga andvígur inngöngu í Evrópusambandið
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir útgáfufélagið Andríki eru 48,5% Íslendinga andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 34,7% henni hlynnt. 16,9% sögðust ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu eru 58,3% andsnúin inngöngu en 41,7% henni fylgjandi.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Laugardagur, 8. ágúst 2009
Evrópusambandið styrkir útgerðir sem stunda ofveiði
Fjallað var um það á Morgunblaðsvefnum 31. júlí sl. að Evrópusambandið hafi í gegnum tíðina styrkt útgerð fiskiskipa sem veiða ofveiddar tegundur og eins skipa sem stunda ólöglegar veiðar. Þetta kæmi fram í úttekt á fiskveiðistuðningi sambandsins á árunum 2000-2006 samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio. Haft var eftir Michael Veds, upplýsingafulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Danmörku, að erfitt væri að komast hjá þessu þar eð 80% af fiskistofnum í lögsögu sambandsins væru ofveiddir.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Segir Íslendinga þurfa að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna
„Landinu er mjög umhugað að byggja upp þorskstofnana sem eru mikilvægur þáttur í hagkerfi þess. Stofnarnir kunna að vera að ná sér á strik en það verður gríðarleg andstaða við að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna í samræmi við sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í færslu sem Michael Berendt, fyrrum embættismaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ritaði á bloggsíðu sína 27. júlí sl. í tilefni af umsókn Íslands um inngöngu í sambandið.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Laugardagur, 1. ágúst 2009
Spánverjar ætla sér að komast í íslensk fiskimið
Spænska dagblaðið El Pais greindi frá því í vikunni að í augum spænska fiskveiðiflotans væri íslenska fiskveiðilögsagan fjársjóður og ennfremur að ráðherra Evrópumála í ríkisstjórn Spánar, Diego López Garrido, hefði í hyggju að tryggja hagsmuni spænsks sjávarútvegar í umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Haft var eftir ráðherranum að Spánverjar myndu hafa mikið að segja um umsóknarferlið og að ekki mætti undir neinum kringumstæðum semja um inngöngu Íslands í sambandið nema spænskir fiskveiðihagsmunir yrðu tryggðir.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Nýjustu færslur
- Einn pakki, enginn valkostur
- Regluvæðingin ryður samkeppni úr vegi
- Öryggismál og Brusselspuni
- Þjóðaratkvæðagreiðsla – eða inngönguyfirlýsing?
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 – stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
- Bókun 35 - nokkur atriði sem Alþingi ætti að ræða
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 19
- Sl. sólarhring: 227
- Sl. viku: 1407
- Frá upphafi: 1214535
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 1279
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar