Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Þriðjudagur, 29. september 2009
Heimssýn á Vestfjörðum stofnað
Stofnfundur Heimssýnar á Vestfjörðum var haldinn á Hótel Ísafirði 26. september sl. þar sem rætt var um Ísland og Evrópusambandið. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, hélt framsögu og rakti sýn sína á aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar að sambandinu og var ennfremur farið yfir aðdraganda umsóknarinnar. Fjörugar umræður sköpuðust og fjöldi fundarmanna tók til máls eftir framsögu Illuga. Fundarstjóri var Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. september 2009
Segir Ísland ekki ganga í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð
Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og fyrrum stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, sagðist spá því að Ísland gengi ekki í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð á morgunverðarfundi sem Háskólinn í Bifröst hélt í Norræna húsinu 24. september sl. Eiríkur sagði að það gæti helst gerst ef efnahagsástandið versnaði. Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei, sagði hann.
Mánudagur, 28. september 2009
Írar hafna Lissabon-sáttmálanum samkvæmt nýrri könnun
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun á Írlandi sem gerð var af fyrirtækinu Gael Polls hafna írskir kjósendur Lissabon-sáttmálanum (fyrirhugaðri Stjórnarskrá Evrópusambandsins) með góðum mun þegar kosið verður um hann í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. október nk. Sé aðeins tekið við af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti sögðust 59% ætla að hafna sáttmálanum en 41% að samþykkja hann. Kannanir undanfarið hafa verið mjög mivísandi og sumar bent til þess að Írar samþykki sáttmálann.
Þriðjudagur, 22. september 2009
Vildu Íslendingar að sótt yrði um inngöngu í ESB?
Í Morgunblaðinu í gær 19. september birtist aðsend grein eftir Hjört J. Guðmundsson, stjórnarmann í Heimssýn, þar sem hann færir rök fyrir því að meirihluti Íslendinga hafi aldrei viljað að sótt væri um inngöngu í Evrópusambandið eins og núverandi ríkisstjórn gerði sl. sumar. Byggir hann það m.a. á niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar um afstöðuna til sambandsins en þar kemur m.a. fram að meirihluti landsmanna sé óánægður með umsóknina. Grein Hjartar fer hér á eftir.
Þriðjudagur, 22. september 2009
Aldrei meiri andstaða við inngöngu í ESB
Ný skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins og birt var í gær sýnir meiri anstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en nokkurn tímann áður. Samkvæmt könnuninni eru 43,2% Íslendinga óánægð með umsókn ríkisstjórnarinnar um inngöngu í sambandið en 39,6% eru ánægð með hana. Meira en helmingur Íslendinga, eða 50,2%, eru andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 32,7% hlynnt.
Laugardagur, 12. september 2009
Olli Rehn: Spil ESB liggja nú þegar á borðinu
Olli Rehn, stækkunarkommissar Evrópusambandsins, var m.a. spurður að því í viðtali við Morgunblaðið í gær 10 september hvort sambandið myndi ekki sýna á spilin sín og gefa upp hvað væri í boði af hálfu þess þegar viðræður um inngöngu Íslands hæfust. Svar Rehn var einfaldlega á þá leið að Evrópusambandið hefði þegar sýnt á spilin. Það lægi fyrir hvað sambandið hefði upp á að bjóða enda væri regluverk þess og meginreglur öllum aðgengilegar.
Föstudagur, 11. september 2009
Hefur Ísland tekið yfir meirihluta löggjafar ESB?
Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn, ritaði grein á fréttavefinn Amx.is 8. september sl. þar sem hann segir að Ísland hafi alls ekki tekið yfir meirihluta lagasetningar Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eins og t.a.m. kommissar stækkunarmála sambandsins, Olli Rehn, hefur haldið fram í samtölum við erlenda fjölmiðla. Hjörtur bendir á að slíkar fullyrðingar gangi einfaldlega ekki upp sé málið skoðað nánar. Þannig hlaupi heildar löggjöf Evrópusambandsins á tugum þúsunda lagagerða á sama tíma og heildar löggjöf Íslands, lög og reglugerðir, eru aðeins um 5.000 talsins.
Miðvikudagur, 9. september 2009
Norðmenn sækja ekki um inngöngu í ESB
Ný ríkisstjórn í Noregi mun ekki sækja um inngöngu í Evrópusambandið nema norska þjóðin láti ótvírætt í ljós vilja til að sækja um. Þetta sagði Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið í dag. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa jafnan sýnt meirihluta Norðmanna andvíga inngöngu í sambandið. Við þær aðstæður segir Jensen að tilgangslaust sé að sækja um inngöngu í það.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. september 2009
Stiglitz: Evran slæm hugmynd fyrir Íslendinga
Evran hentaði Íslendingum ekki að mati Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði og prófessors við Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli hans í viðtali í Silfri Egils í dag. Hann sagði það hafa komið sér vel fyrir Íslendinga að hafa krónuna á þessum erfiðu tímum. Lítil hagkerfi þyrftu svigrúm og að geta aðlagast hratt breyttum aðstæðum, sérstaklega þegar stór áföll yrðu. Íslenska krónan væri tæki sem gerði slíkt mögulegt. Ef gengi hennar hefði ekki gefið eftir hefði atvinnuleysi t.a.m. að öllum líkindum orðið mun meira en raunin hefur orðið auk þess sem það hefði komið sér illa fyrir ferðamannaiðnaðinn.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Föstudagur, 4. september 2009
Ungir jafnaðarmenn í Svíþjóð andsnúnir Lissabon-sáttmálanum
Ungliðahreyfing sænska jafnaðarmannaflokksins hefur tekið afstöðu gegn Lissabon-sáttmálanum (Stjórnarskrá Evrópusambandsins) og þannig ákveðið að fara gegn stefnu flokksins. Í grein sem birtist 1. september sl. á sænska fréttavefnum Europaportalen segir formaður ungliðahreyfingarinnar, Jytte Guteland, að þrátt fyrir að hreyfingin hafi í grundvallaratriðum jákvæða afstöðu til Evrópusambandsins þá hafi hún ákveðið að leggjast gegn Lissabon-sáttmálanum, þá einkum þar sem hreyfingin telji Lissabon-sáttmálann ekki nægjanlega lýðræðislegan.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar