Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Krónan betri en evran

Krónan þjónar íslenskum hagsmunum betur en evran þjónar írskum hagsmunum. Evran er pólitískt verkefni sem skortir efnahagslegar undirstöður. Paul Krugman, nóbelsverðlaunaður hagfræðingur, staðfestir það sem alþjóð veit, að íslenska krónan er ómissandi þáttur í efnahagslegri endurreisn Íslands. Ennfremur að evran er dragbítur á efnahagslíf Írlands.

Hvenær ætlar Samfylkingin að biðjast afsökunar á því að hælbíta krónuna?


mbl.is Krugman: Krónan sýnir gildi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES-samningurinn 8,9 prósent af ESB-aðild

A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent, eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu.

 

Lög samþykkt í ESB

Lög tekin upp í EES-samning

2000

4193

216

2001

4091

401

2002

3654

324

2003

3559

298

2004

3536

309

2005

3482

314

2006

3544

340

2007

3032

416

2008

2952

218

2009

2690

283

Samtals

347336

3119

Heimild: Nei til EU: Faktaark 3/2010

 


Lissabonsáttmálinn og hernaðarvæðing ESB

Spurning Eurobarometer um afstöðu Íslendinga til hers er liður í að aðlaga okkur að þeirri tilhugsun að vera hluti af hernaðarveldi Evrópusambandsins, fari svo illa að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu. Heimild er fyrir fyrirhuguðum Evrópuher í Lissabonsáttmálanum.

Hernaðaráætlanir Evrópusambandsins voru ásteytingarsteinn milli Írlands og Evrópusambandsins og ein ástæða þess að Írar höfnuðu Lissabonsáttmálanum (og voru svo látnir kjósa aftur ,,rétt"). Tom Clonan skrifað skýrslu um heimildir í sáttmálanum til að byggja upp her og sagði m.a. þetta

A yes vote for the Treaty would not create a permanent standing EU army – but would enhance the EU’s ability to mount flexible, tailor made and credible responses to emerging humanitarian and security crises in the future.

Evrópusambandið sjálft viðurkennir að heimildir til að auka hernaðarmátt ESB séu fyrir hendi í Lissabonsáttmálanum.

The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

Bæði Clonan og vefsetur ESB taka fram að ESB-ríkjum er í sjálfsvald sett að taka þátt í hernaðaruppbyggingunni og hafa neitunarvald í málinu. Írum var líka í sjálfsvald sett hvort þeir tækju við ,,björgunarstuðningi" frá Evrópusambandinu vegna bankakreppunnar. Írar vildu ekki stuðninginn en var sagt að hann væri þeim fyrir bestu og urðu að ganga að þeirri ,,ráðgjöf". Brussel ákvað sjálfsvald Íra. Þannig starfar Evrópusambandið. 

Tekið héðan.


mbl.is Spurt almennt um heri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt að kíkja í pakkann hjá ESB

Samfylkingin eyðir tveim milljörðum króna í umsókn um aðild að Evrópusambandinu, sem þjóðin er á móti. Á sama tíma er sjúklingum úthýst, skólar eru vanmannaðir og aldraðir fá ekki þjónustu. Forgangsröðun samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar er ekki á þágu þjóðarinnar heldur eru gæluverkefni tekin fram yfir almannahag.

Til að bíta höfuðið af skömminni ætlar ríkisstjórnin að taka skattfé frá landsbyggðinni til að fjármagna stjórnlagaóráð sem Hæstiréttur hefur dæmt ógilt.

Fleiri bæjarstjórnir ættu að fylgja fordæmi bæjarstjórnar Vestmannaeyja og vekja athygli á kolrangri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Gagnrýna forgangsröðum ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írland er hjálenda ESB

Evran er orsök hrunsins á Írlandi vegna þess að hún skýldi landinu frá aðhaldi markaðarins. Á þessa leið er greining fyrrum seðlabankastjóra Írlands, Patrick Honohan. Viðskiptablaðamaðurinn Jeremy Warner segir Íra ekki eiga þann valkost að hætta með evru þar sem óðara yrði gert áhlaup á írsku bankana um leið og hugmyndin færi á flot.

Írar verða að láta sér nægja að senda stjórnmálamenn sína til Brussel með bænaskrá í hendi og biðja um lægri vexti á lánum frá Evrópusambandinu.

Írski efnahagshryllingurinn er nefnilega sá að Írar voru knúðir til að taka lán svo að írskum evru-bönkum yrði bjargað en þjóðin stendur ekki undir lánunum.

Vegna þess að Írar eru í Evrópusambandinu geta þeir aðeins valið um það hvort þeir verða hengdir eða skotnir Írskt fullveldi er með heimilisfestu í Brussel.

(Tekið héðan).


Ísland: minna en 1% áhrif í ESB

Samkvæmt könnun Eurobarometer eru 76 prósent Íslendinga sammála fullyrðingunni ,,Á Íslandi skiptir rödd mín máli." Aðeins þriðjungur landsmanna er sammála fullyrðingunni þegar ,,Evrópusambandið" er sett inn fyrir Ísland. Almenningur veit að Ísland væri dæmt til áhrifaleysis í Evrópusambandinu.

Á Evrópuþinginu fengi Ísland fimm fulltrúa af 736 eða innan við 1 prósent áhrif.

Ísland yrði áhrifalaus hreppur í væntanlegum Bandaríkjum Evrópu.

(Tekið héðan.)

 

 


Önugir hrunkvöðlar vilja ESB-aðild

Sjálfstæðir atvinnurekendur eru hvað gagnrýnastir á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðeins 11 prósent sjálfstæðra atvinnurekenda telja að aðild yrði til hagsbóta, en í öðrum starfsstéttum er hlutfallið 39 - 45 prósent. Könnun Eurobarometer sýnir að stjórnendur og háskólamenn eru hlynntari aðild en þeir eldri og reyndar vilja ekki aðild.

Vinstrimenn eru jákvæðari til aðildar en hægrimenn, íbúar í þéttbýli jákvæðari en þeir sem búa á landsbyggðinni.

Þeir sem eru svartsýnir vilja frekar aðild að Evrópusambandinu en hinir sem eru bjartsýnir.

Dæmigerður íslenskur aðildarsinni er skilgetið afkvæmi hrunsins; millistjórnandi í banka, býr í 101 Reykjavík, kýs Samfylkinguna og er önugur.

Í maí 2010 sögðu 27 prósent Íslendinga hlutina vera á rangri leið á Íslandi, samkvæmt könnun Eurobarometer, í nóvember sama ár var hlutfallið komið upp í 44 prósent. Svartsýni á stöðuna hér heima hækkar hlutfall þeirra sem telja aðild að Evrópusambandinu til hagsbóta, úr 19 prósentum í 28 prósent.

Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og samt sem áður segja 48 prósent þjóðarinnar að aðild yrði ekki til hagsbóta, 14 prósent merkja við ,,veit ekki."

Líklega veit Samfylkingin að eina leiðin til að auka fylgið við aðild er að gera bölmóðinn sem mestan í þjóðfélaginu. Enda keppist flokkurinn við að auka á eymdina og með þeim árangri að heil 84 prósent þjóðarinnar treystir stjórnmálaflokkum ekki.

Samkvæmt könnun Eurobarometer eru stjórnmálaflokkar síðasta sort á Ísland, ekkert fyrirbæri nýtur minna trausts.

(Byggt á þessu bloggi og þessu hérna)

 


Já Ísland og vandaðar viðræður

Aðildarsinnar skiptu um nafn um daginn og kallast núna Já Ísland sem gæti verið heiti á dótturfélagi Heimssýnar. Nú stofna óánægðir aðildarsinnar í Framsóknarflokknum um 30 manna félag og með þá kröfu helst á lofi að ,,vandaðar aðildarviðræður" fari fram við Evrópusambandið.

Evrópuumræða aðildarsinna á Íslandi stendur þá svona: aðildarsinnar í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki vilja Já, Ísland og nefna helst ekki Evrópusambandið á nafn. Aðildarsinnar í Framsóknarflokki eru töluvert hugaðri, þeir vilja sko vandaðar viðræður - en hafa ekki gert upp hug sinn til aðildar að Evrópusambandinu.

Annað tveggja er að aðildarsinnar eru sannfæringasnauðar gungur upp til hópa eða búa að kolsvörtum húmor sem fáir skilja. Eins og embættismaður í Brussel gæti sagt: take your pick.


mbl.is Vilja vandaðar aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og bankakerfi Evrópu

Bretar og Hollendingar töldu áhlaup yfirvofandi á bankakerfið ef innlán í Icesave-reikninga yrðu ekki bætt. Evrópusambandið óttaðist að bankakerfi álfunnar riðaði til falls vegna tortryggni í garð fjármálakerfisins. Í stað þess að ganga úr skugga um hver bæri ábyrgð á regluverkinu sem skilaði ónógri innistæðu fyrir lágmarksábyrgð á innlánum ákváðu bresk og hollensk stjórnvöld að bæta eigendum innlánanna tapið.

Bretar og Hollendingar framvísuðu reikningi fyrir björgun bankakerfisins til íslenskra stjórnvalda. Evrópusambandið gerði sambærilega ráðstöfun gagnvart Írum.

Þjóðin mun segja álit sitt á þessum reikningi eftir tvo mánuði. Þjóðin mun segja nei, bankakerfi Evrópu er ekki á ábyrgð íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Réttlætir ekki herferð Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíþjóð og evran, fundur í dag

Sænski þingmaðurinn Jonas Sjöstedt heldur erindi á fundi Heimssýnar miðvikudaginn 23. febrúar í hádeginu í sal 131 í Öskju við Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 12:30.

Jonas situr núna á rikisdeginum en var áður þingmaður á Evrópuþinginu. Hann beitti sér í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 og aftur þegar Svíar höfnuðu evru tæpum áratug síðar. Jonas er í utanríkisnefnd ríkisdagsins og Evrópunefndar þingsins.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 328
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 2430
  • Frá upphafi: 1188211

Annað

  • Innlit í dag: 310
  • Innlit sl. viku: 2188
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband