Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013
Fimmtudagur, 22. ágúst 2013
Ríkisstjórnin mótmælir yfirgangi ESB gegn Íslendingum og Færeyingum
Tilkynning um aðgerðir gegn Færeyingum er tilefni til þess að ríkisstjórnin kallar fulltrúa ESB hér á landi á teppið, enda er í tilkynningunni líka vikið að mögulegum aðgerðum gegn Íslendingum í deilunum um veiðar á makríl sem sótt hefur á Íslandsmið.
Mbl.is segir svo frá:
Fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi hefur verið kallaður á fund íslenskra stjórnvalda vegna hótana sambandsins um viðskiptaaðgerðir gegn Íslendingum vegna makrílveiða. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að ástæða fundarins hafi verið fréttatilkynning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins síðastliðinn þriðjudag um fyrirhugaðar aðgerðir sambandsins gegn Færeyingum vegna síldveiða þeirra en þar hafi verið staðfest að framkvæmdastjórnin sé einnig að undirbúa slíkar aðgerður gegn Íslandi vegna makrílveiða.
Á fundinum gerðu fulltrúar utanríkisráðuneytisins fulltrúa ESB grein fyrir þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að slíkar aðgerðir myndu einungis spilla fyrir samningsmöguleikum í deilunni. Ísland hafi ítrekað sýnt samningsvilja, nú síðast með boði um strandríkjafund í Reykjavík í byrjun september, sem allir deiluaðilar hafi þekkst. Vaxandi hótanir um viðskiptaaðgerðir spilli verulega fyrir því andrúmslofti sem þær viðræður fari fram í. Jafnframt var vísað til yfirlýsingar ríkisstjórnar fyrir helgi og ítrekað að þó Ísland styddi ekki kröfur Færeyinga í síldarmálinu þá mótmæltu stjórnvöld harðlega aðgerðum ESB þar sem Ísland teldi að aðgerðir af þessu tagi væru ekki til þess fallnar að stuðla að lausn, heldur þvert á móti, segir í tilkynningunni.
Þá var mikilvægi þess að lokum áréttað að vanda til upplýsingamiðlunar í þessari viðkvæmu deilu. Það hjálpaði alls ekki að spyrða makrílmálið og síldarmálið saman eins og gert hafi verið í fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar.
Fulltrúi ESB kallaður á teppið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Evrukreppan knýr á um meiri aðstoð fyrir Grikki
Fjármálaráðherra Þýskalands er alveg klár á að Grikkir þurfi meiri fjárhagsaðstoð vegna þeirrar kreppu sem meðal annars evran hefur valdið. Þótt botni evrukreppunnar kunni að hafa verið náð tekur væntanlega langan tíma að hífa verstu svæðin upp úr öldudalnum.
Mbl.is segir svo frá:
Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, telur að Grikkir þurfi á frekari aðstoð að halda þegar núverandi björgunaraðgerðum lýkur á næsta ári.
Í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung og fleiri fjölmiðla sagði Schaeuble að nauðsynlegt sé að veita Grikkjum frekari aðstoð en þegar hafa tveir björgunarpakkar verið samþykktir fyrir Grikki. Hann hefur hingað til ýjað að því að Grikkir þyrftu jafnvel á þriðja pakkanum að halda en aldrei áður sagt það jafn skýrt og nú að nauðsyn sé að grípa til aðgerða í þriðja sinn.
Sex ár eru síðan niðursveiflan hófst í Grikklandi, þar hefur þurft að leggja niður fjölda starfa, lækka laun og lífeyrisgreiðslur o.fl. til að tryggja þá 240 milljarða evra sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lánað gríska ríkinu.
Ný endurskoðun mun fara fram í september en auk ESB og AGS kemur Seðlabanki Evrópu að endurskoðuninni.
Telur Grikki þurfa frekari aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Bjarni Benediktsson flytur þá fréttaskýringu sem aðrir hefðu átt að flytja
Það er merkilegt að það þurfi fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins að flytja fréttaskýringu um stöðu ESB-mála. Fjölmiðlar hamra sumir hverjir bara á þjóðaratkvæði um viðræður en Bjarni skýrir hér stöðu mála með tilvísun til samþykkta, gagna og pólitískrar stöðu.
Bjarni útskýrir svo málin á mbl.is:
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það aldrei hafa komið til tals hjá ríkisstjórninni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Það er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Við höfum stöðvað aðildarviðræðurnar, þær eru ekki virkar lengur. Nú hefur utanríkisráðherra, að ég held, sett af stað vinnu um gerð skýrslu um stöðu aðildarviðræðnanna og ég á von á því að hún taki nokkrar vikur. Skýrslan verður lögð fyrir þingið til umræðu og síðan gæti ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu verið rædd í eðlilegu framhaldi, segir Bjarni.
Hann telur það ekki svik við þá sjálfstæðismenn sem styðja áframhaldandi viðræður við ESB. Hann segir það skýrt hver stefna flokksins hafi verið fyrir kosningarnar og að hún hafi verið að stöðva aðildarviðræðurnar. Það er hins vegar mín skoðun, og ég ræddi það fyrir kosningar að það gæti farið vel á því að við efndum einhvern tímann á fyrri hluta kjörtímabils, eða þá að það gæti orðið á seinni hlutanum, til þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsmálin, sagði Bjarni í kjölfar ríkisstjórnarfundar í dag, en aðildarviðræðurnar voru ekki til umræðu á fundinum.
Enginn ágreiningur á milli stjórnarflokkanna
Stefna flokkanna alltaf verið skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Brynjar Níelsson slær réttan tón í ESB-umræðunni
Þetta er alveg réttur tónn sem Brynjar Níelsson slær í ESB-málinu. Rétt lokaályktun er hins vegar sú að það eina rétta í stöðunni sé að Alþingi álykti að viðræðum verði hætt. Það er rökrétt niðurstaða af ferlinu, stefnu flokkanna, kosningunum og stjórnarsáttmálanum.
Mbl.is greinir svo frá texta á snjáldurskjóðu Brynjars:
Ekki er pólitískur vilji hjá núverandi stjórnarflokkum um að ganga í ESB. Þegar svo stendur á er einungis um tvennt að ræða. Að þingið álykti um að hætta aðildarviðræðum og aðlögun eða að kosið verði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þjóðin vilji í ESB.
Þetta segir Byrnjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefnið er umræða undanfarið um það hver sé stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum og hvernig hún hyggist taka á umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið sem var send sumarið 2009 í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hann segir vandamálið hafa byrjað með því að fyrri ríkisstjórnarmeirihluti hafi sótt um inngöngu í sambandið án þess að spyrja þjóðina og án þess að pólitískur vilji væri hjá báðum stjórnarflokkunum.
Brynjar segir að ef tekin yrði ákvörðun um að halda þjóðaratkvæði og niðurstaða þess yrði að þjóðin vildi ganga í Evrópusambandið yrði aðlögunni haldið áfram og samið um það hve langan tíma það skuli taka. Annað er ekki í svokölluðum "pakka" og allt tal um að kíkja í þennan pakka er bara til að rugla fólk.
Þjóðaratkvæði eða umsókninni hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Fordæma hótanir ESB - Unnur Brá segir hljóðið þungt í Færeyingum
Vestnorræna ráðið fordæmir harðlega hótanir hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makrílveiða landanna, sem og refsiaðgerðir sambandsins gegn Færeyjum vegna síldarveiða þeirra.
Þannig hefst ályktun sem samþykkt var í gær af Vestnorræna ráðinu og Morgunblaðið segir frá. Aðild að ráðinu eiga Ísland, Færeyjar og Grænland. Ársfundur ráðsins stendur nú yfir í Narsarsuaq á Grænlandi og sitja hann 18 þingmenn frá löndunum þremur.
Nánar segir í frétt mbl.is:
Fram kemur ennfremur í ályktuninni að framganga Evrópusambandsins sé ekki ásættanleg í alþjóðasamskiptum. Því er mótmælt að sambandið hafi kosið í krafti stærðar sinnar að fara þá leið að hóta nágrönnum sínum. Og það þrátt fyrir að fyrir liggi niðurstöður norskra hafrannsókna að makrílstofninn kunni að skapa umhverfisvanda í hafinu vegna stærðar sinnar.
Vakin er athygli á því hversu mikil áhrif slíkar refsiaðgerðir geti haft á fámenn samfélög vestnorrænu landanna og eru Norðmenn ennfremur hvattir til þess að styðja Ísland og Færeyjar og hafna framgöngu Evrópusambandsins. Þá er það harmað að sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hafi lýst yfir stuðningi við aðgerðir sambandsins. Eru norsk stjórnvöld hvött til þess að endurskoða þá afstöðu sína.
Ennfremur er Norðurlandaráð hvatt til þess að beita sér í málinu og styðja Ísland og Færeyjar. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, segir í samtali við mbl.is að hljóðið sé þungt í Færeyingum vegna málsins. Það sé sameiginlegt álit fulltrúa í ráðinu að staða landanna sé sterkari gagnvart málinu ef þau standi saman og ályktunin sé liður í því
Þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Davíð Þorláksson er alveg klár á því að það eigi að draga umsóknina að ESB til baka
Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir óþarft að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við ESB þar sem hvorki meirihluti þings né þjóðar vilji ganga í ESB.
Pólitísk trú blindar ESB-aðildarsinnum sýn þessa dagana, en þeir halda að þrátt fyrir að Samfylkingunni og stuðningsmönnum aðildar að ESB hafi mistekist að koma Íslandi inn í ESB á síðasta kjörtímabili og þrátt fyrir að aðildarumsóknin hafi í raun og veru runnið út í sandinn þegar fyrri ríkisstjórn setti hana á ís eftir síðustu áramót - þá sé nú hægt að halda málinu áfram með því að láta þjóðina nú kjósa um hvort halda eigi viðræðum áfram.
Það þarf vel lituð pólitísk gleraugu til að geta lesið slíka atburðarás út úr pólitískum samþykktum, hvort sem er æðstu stofnana Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, eða út úr stjórnarsáttmálanum.
Afrit af slíkum lita-gleraugum virðast hafa lent á nefinu á ólíklegasta fólki.
En Davíð Þorláksson þarf engin pólitísk gleraugu til að lesa það sem stendur skrifað: Ríkisstjórnin vill ekki inn í ESB. Stjórnarflokkarnir vilja ekki inn í ESB. Það er enginn áhugi á frekari viðræðum, en ef svo ólíklega færi að halda ætti viðræðum áfram þá yrði það ekki gert nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú er komið nóg af undarlegheitum í þessu ESB-máli. Þess vegna er eðlilegt að fara að ráðum Davíðs Þorlákssonar og draga þessa átakanlegu umsókn hið snarasta til baka.
Morgunblaðið hefur eftir Davíð Þorklákssyni:
Það væri galið að standa í aðildarviðræðum þegar báðir stjórnarflokkarnir hafa það á stefnuskrá sinni að standa utan ESB og það er hvorki vilji til þess hjá meirihluta þingsins né þjóðarinnar að ganga í sambandið.
Þetta segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á Facebook-síðu sinni í dag vegna umræðu síðustu daga um það með hvaða hætti ríkisstjórnin hyggist taka á umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið.
Davíð segir að óþarft sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þegar staða mála er með þessum hætti. Eina vitið er að draga umsóknina til baka og fara að einbeita sér að endurreisn og uppbyggingu.
Vill draga umsóknina til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. ágúst 2013
Ragnheiður Ríkharðsdóttir túlkar alls ekki stefnu ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu
Ragnheiður Ríkharðsdóttir túlkar ekki stefnu ríkisstjórnarinnar í ESB-málum. Birgir Ármannsson segir alveg skýrt hver stefna stjórnarinnar er og þeir sem segi annað séu einfaldlega að lýsa eigin skoðunum.
Visir.is ræðir við Ragnheiði, sem lengst af hefur haft aðra skoðun í þeim málaflokki en þorri Sjálfstæðismanna. Skoðanir ennar í ESB-málum hafa lengst af legið nær stefnu Samfylkingarinnar, enda er skiljanlegt þegar pólitískar rætur Ragnheiðar liggja meðal annars í Bandalagi jafnaðarmanna á sínum tíma.
Birgir Ármannsson er jafnan mjög málefnalegur og skýr í sinni framsetningu. Hann segir í viðtali við mbl.is í dag:
,,Hann bætir við að í þessu felist að viðræðunum við Evrópusambandið hafi verið hætt en ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald málsins hafi ekki verið tekin. Hvorki hvort af slíkri atkvæðagreiðslu verði á þessu kjörtímabili né hvenær. Þeir sem setji fram annan skilning á málinu séu einfaldlega að lýsa eigin skoðunum en hvorki stefnu ríkisstjórnarinnar né flokkanna sem að henni standi." (Undirstr. Heimssýn).
Birgir segir einnig:
Mér finnst rétt að því sé haldið til haga í þessari umræðu að báðir ríkisstjórnarflokkarnir tóku þannig til orða í landsfundarályktunum sínum að aðildarviðræðunum skyldi hætt og að þeim yrði ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var mjög svipað orðalag í báðum ályktununum hvað þetta varðaði. Það endurspeglaðist í ríkisstjórnarsáttmálanum frá í maí og eftir þeirri stefnu hefur verið unnið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. ágúst 2013
Birgir Ármannsson útskýrir stöðuna í ESB málum enn frekar
Birgir Ármannsson alþingismaður útskýrir hér stöðuna gagnvart ESB. Viðræðum er hætt. Báðir stjórnarflokkar eru á móti aðild. Kosning um málið er ekki á dagskrá.
Það er skiljanlegt að Samfylkingin og ýmsir þeir sem vilja að Ísland gerist aðili að ESB séu óhressir með þróun mála núna. Samfylkingin missti af tækifærinu til að koma Íslandi í ESB vegna þess að hún hafði hvorki stuðning til þess innan stjórnar né þings, hvað þá meðal þjóðarinnar. Þess vegna rann umsóknin út í sandinn.
Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins greinir hér, eins og hans er von og vísa, ákaflega skýrt frá málinu í hnotskurn:
Í þessu viðtali við mbl.is segir Birgir:
,,Mér finnst rétt að því sé haldið til haga í þessari umræðu að báðir ríkisstjórnarflokkarnir tóku þannig til orða í landsfundarályktunum sínum að aðildarviðræðunum skyldi hætt og að þeim yrði ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var mjög svipað orðalag í báðum ályktununum hvað þetta varðaði. Það endurspeglaðist í ríkisstjórnarsáttmálanum frá í maí og eftir þeirri stefnu hefur verið unnið.
Nánar segir í þessari frétt mbl.is:
,,Þetta segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Hann bætir við að í þessu felist að viðræðunum við Evrópusambandið hafi verið hætt en ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald málsins hafi ekki verið tekin. Hvorki hvort af slíkri atkvæðagreiðslu verði á þessu kjörtímabili né hvenær. Þeir sem setji fram annan skilning á málinu séu einfaldlega að lýsa eigin skoðunum en hvorki stefnu ríkisstjórnarinnar né flokkanna sem að henni standi.
Til Alþingis þegar skýrslan liggur fyrir
Það liggur fyrir að viðræðunum hefur verið hætt með þeim hætti að bæði pólitískum og tæknilegum viðræðum við Evrópusambandið hefur verið hætt. Það liggur líka fyrir að utanríkisráðherra hefur það verkefni að hafa forgöngu um gerð skýrslu um stöðu viðræðnanna og stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Meðal annars hvernig sambandið hefur verið að þróast. Það hefur komið skýrt fram að þessi mál munu auðvitað koma til umræðu og umfjöllunar á Alþingi þegar sú skýrsla liggur fyrir, segir hann ennfremur.
Birgir segir það sem skipti meginmáli á þessum tímapunkti sé að undirstrika að ákvörðun um það hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin, hvenær og um hvað verði spurt sé viðfangsefni sem krefjist nýrrar og sjálfstæðrar ákvörðunar sem ekki hafi verið tekin. Það er auðvitað augljóst og sést á ummælum í fjölmiðlum að mönnum liggur mismikið á að taka þá ákvörðun.
Þjóðaratkvæði sjálfstæð ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. ágúst 2013
Gunnar Bragi útskýrir stöðuna svo aðrir skilji
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur að undanförnu útskýrt stöðuna í samskiptum við Evrópusambandið svo aðrir ættu að geta skilið. Hann er jú æðstur í því ráðuneyti sem sér um alþjóðasamskipti fyrir Íslands hönd: Það eru engar viðræður í gangi.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna knúði í gegn umsókn að ESB þótt Vinstri grænir væru í raun á móti umsókn. Umsóknin var því markleysa. Það var bara einn flokkur sem vildi sækja um - og svo var þjóðin heldur ekki spurð.
Það er því einfalt mál að hætta þessu - og þar hefur utanríkisráðherra tekið af skarið - enda þarf hann ekki annað en að fylgja sáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Aðildarviðræður hafa verið stöðvaðar - og það eru engin áform um að halda þeim áfram. Þess vegna þarf enga þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hversu langan tíma þurfa aðildarsinnar að ESB til að skilja einfalt skrifað mál eins og það sem er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugsssonar? Almennum bloggurum er kannski vorkunn þegar sérfræðingar af ýmsu tagi flaska á lestrinum. En það verður alltént að gera þá kröfu til þeirra fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega að þeir hafi lesið stjórnarsáttmálann.
Ákvæðið um viðræðurnar er svohljóðandi:
Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sem sagt:
Nr. 1: Hlé
Nr. 2: Úttekt
Nr. 3. Úttekt lögð fyrir Alþingi og þjóðina
Nr. 4. Engar viðræður nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu
Allir vita að ríkisstjórnarflokkarnir eru á móti aðild - og þeir eru á móti viðræðum. Meirihluti Alþingis er einnig á móti viðræðum. Þess vegna er engin ástæða til að halda viðræðum áfram - og þar af leiðandi engin þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu. Vilja aðildarsinnar í öllum skúmaskotum halda áfram samkvæmt þeirri undarlegu aðferð sem Samfylkingin knúði í gegn árið 2009?
Ekki litið á Ísland sem ríki í umsóknarferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. ágúst 2013
Danir hafa lítinn áhuga á evrunni og eru hálfvolgir í ESB
Það er alveg ljóst að Danir vilja ekki taka upp evru og þeir eru efins um ýmislegt í starfi ESB.
Þetta útskýrir alveg málið:
Danskir kjósendur höfnuðu Maastricht-sáttmálanum í þjóðaratkvæði árið 1992 og var í kjölfarið veittar fjórar undanþágur frá honum.
Ekki er vilji fyrir því að kjósa um aðild að evrunni ,segir í fréttinni en skoðanakannanir hafa sýnt afgerandi meirihluta gegn upptöku hennar. Könnun fyrr á þessu ári sýndi þannig 62% andvíg því að skipta dönsku krónunni út fyrir evruna. Þá er stuðningur takmarkaður við þátttöku í samstarfi á vettvangi Evrópusambandsins í löggæslu- og dómsmálum eða 39% samkvæmt síðustu könnun.
Fram kemur í fréttinni að mikil áhætta fælist í því fyrir dönsku ríkisstjórnina að tengja þjóðaratkvæði um að falla frá undanþágunum tveimur við kosningarnar til Evrópuþingsins þar sem það kynni að þýða aukna þátttöku kjósenda sem hafa efasemdir um Evrópusambandið.
Vill þjóðaratkvæði á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 22
- Sl. sólarhring: 493
- Sl. viku: 2529
- Frá upphafi: 1166289
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 2166
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar