Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Sky segir stöðnun framundan hjá ESB þrátt fyrir hagvöxt í sumum löndum síðasta ársfjórðunginn

Nú berast tölur um að framleiðsla hafi aukist síðasta ársfjórðunginn í Grikklandi og fáeinum evrulöndum. Kreppunni virðist þá lokið - að minnsta kosti í bili. Fréttaskýrandi Sky sjónvarpsstöðvarinnar telur þó að evrulöndin eigi á hættu að glíma við stöðnun í efnahagslífinu næstu árin.

Sjá nánar hér


Stórveldaráðstefnan snýst m.a. um endursköpun ESB

RenziStórveldaráðstefnan sem haldin er í Ástralíu fjallar m.a. um þá staðreynd að það hriktir í stoðum ESB ef marka má fréttir frá ráðstefnunni. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að það þurfi að breyta ESB í þá átt sem Bretar vilja og ef Bretar yfirgefi sambandið muni afleiðingarnar verða hrikalegar bæði fyrir ESB og Breta sjálfa. 

Fréttastofan Sky skýrir frá þessu.

Renzi sagði við þetta tækifæri eitthvað á þá leið að ESB þyrfti að huga betur að almennum borgurum fremur en að valdi embættismanna.

 


Fjölmiðill blæs lífi í ESB-umsóknina

thorfinnurOmarssonFréttaritari 365-fjölmiðla í Brussel glæðir ESB-umsókn Íslendinga lífi með nýlegum fréttapistli sínum. Hann gefur þar til kynna að yfirlýsingar ESB-forystunnar til aðildarviðræðna við Íslendinga séu eilítið misvísandi og í raun sé ESB-tilbúið að halda viðræðum áfram þótt aðild yrði sjálfsagt ekki samþykkt næstu fimm árin.

Á sama tíma láta stjórnvöld á Íslandi sem umsóknin sé dauð.

ESB hefur hins vegar skráð Ísland sem umsóknarland í sínum plöggum.

Þetta sýnir að það er nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnina að draga umsóknina formlega til baka eigi stefna hennar í ESB-málunum að teljast trúverðug. Það er ekki eftir neinu að bíða. Stefna stjórnarflokkanna í málinu er skýr og stjórnarsáttmálinn er einnig skýr hvað þetta varðar. Ríkisstjórnin hefur lýðræðislegt umboð til að ljúka þessu.

Klárum nú málið!


Bretar rugga ESB-skútunni

Bretar eru í sviðsljósinu. Þeir sætta sig ekki við reglur um frjálsa för fólks innan Evrópusambandsins og fyrir vikið segir Merkel Þýskalandskanslari að þeir geti þá bara hypjað sig. Gjörðir bresku stjórnarinnar endurspegla hugarástandið innanlands í þessum málum.

Mbl. segir svo frá (sjá einnig á Eyjunni.is):

 

Verður ekki aft­ur snúið

Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands.stækka

Phil­ip Hammond, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands. AFP

Stjórn­völd í Bretlandi eru til­bú­in til að ganga frá samn­inga­borði Evr­ópu­sam­bands­ins, ef ósk­ir þeirra eft­ir nýj­um regl­um um fólks­flutn­inga milli landa verða hunsaðar. Það myndi aft­ur auka lík­urn­ar á því að Bret­ar gengju úr banda­lag­inu. Þetta sagði ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins, Phillip Hammond, í sam­tali við Daily Tel­egraph í gær.

Hammond sagði að breska þjóðin gæti kosið að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið ef ekki kæmi til „um­tals­verðra þýðing­ar­mik­illa end­ur­bóta“ í Brus­sel.

Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra hef­ur heitið þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald­andi aðild 2017, ef Íhalds­flokk­ur­inn held­ur völd­um eft­ir þing­kosn­ing­ar á næsta ári, en illa geng­ur að fá aðra Evr­ópu­leiðtoga til stuðnings við hug­mynd­ir breskra stjórn­valda um end­ur­skoðun reglna um fólks­inn­flutn­ing.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, varaði Ca­meron við því í síðustu viku að hann nálgaðist óðum þann stað þar sem ekki yrði hægt að snúa við hvað varðaði til­lög­urn­ar.

Hammond seg­ir hins veg­ar að það verði alls ekki aft­ur snúið; Bret­land sé „til­búið til þess að standa upp frá borðinu og ganga burt“ ef til­lög­ur þess verða ekki tekn­ar til skoðunar.

„Við verðum að vera til­bú­in til þess. Í þessu til­felli er það ekki einu sinni okk­ar ákvörðun af því að við end­ann á þess­ari veg­ferð bíður þjóðar­at­kvæðagreiðsla,“ var haft eft­ir hon­um á vefsíðu Tel­egraph.

Hammond, sem er langt í frá harðasti stuðnings­maður Evr­ópu­sam­bands­ins, hét því að vera op­in­skár gagn­vart öðrum aðild­ar­ríkj­um sam­bands­ins og vara þau við að bresk­ur al­menn­ing­ur vænti niður­stöðu.

„Ég myndi vilja segja við þýska koll­ega minn í fullri hrein­skilni: ef þú dreg­ur lín­una þarna, þá held ég að við kom­um þessu ekki í gegn hjá bresk­um al­menn­ingi í þjóðar­at­kvæði, en ef þú gæt­ir fært lín­una þangað, þá held ég að það gæti tek­ist.“

Hann sagði ekki um að ræða að sett­ur yrði kvóti á fjölda inn­flytj­enda sem kæmu til Bret­lands frá öðrum Evr­ópu­lönd­um en gaf til kynna að hann myndi varpa fram hug­mynd­um sem skiluðu áþekkri niður­stöðu.


mbl.is Verður ekki aftur snúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkir eru hættir að drekka!

tappinnihjagrikkjumÞetta er kannski ein af fáum jákvæðum afleiðingum evrukreppunnar. Margir Grikkir virðast vera hættir að drekka, eða að minnsta kosti dregið verulega úr drykkjunni. Frá 2008 hefur sala á áfengi minnkað um helming.

Margir Grikkir virðast hafa sett tappann í flöskuna. Salan hefur minnkað ár frá ári að undanförnu. Mest hefur hún minnkað á börum og veitingahúsum. Heildarneyslan virðist hafa minnkað um 45% frá árinu 2008. Neyslan hefur minnkað mest á skoska þjóðardrykknum, vískíi, en vinsæli gríski drykkurinn, ouzo, hefur einnig fengið að kenna á afleiðingum kreppunnar.

Ástæðan fyrir minnkandi drykkju í Grikklandi er tiltölulega einföld. Þeir hafa ekki lengur efni á að fá sér í glas. Launatekjur hafa dregist saman og atvinnuleysi aukist. Skattur á áfengi hefur einnig aukist um 125% frá árinu 2009 og er 25,5 evra á hvern lítra innflutts áfengis, sem myndi vera nálægt fjögur þúsund krónum. Skattur á áfengi sem framleitt er í Grikklandi er helmingi minni eða 12,75 evrur á lítra.


Hótaði að skerða lánalínur til Írlands í neyð

jean claude trichetEvrópski Seðlabankinn, þ.e. Trichet seðlabankastjóri, hótaði að skerða lán til Íra nema þeir féllust á að grípa til harðra sprnaðaraðgerða. Sams konar hótanir voru sendar Ítölum og Spánverjum. Írar sögðu: „OK, sir.“ Ítalir sögðu: „Fatti gli affari tuoi“ og Spánverjar eitthvað svipað. Spánverjar og Ítalir voru nú aldeilis ekki á því að láta einhverja lattelepjandi Brusselbjúrókrata segja sér fyrir verkum.

Morgunblaðið fjallar um aðförina að Írum á blaðsíu 11 í viðskiptakálfi blaðsins í dag. Textinn fylgir hér með.

 

Í bréfum Jean-Claudes Trichets frá 2010 segir hann að Evrópski seðlabankinn hyggist stöðva fjármögnun til írskra banka, nema Írland óski fjárhagsaðstoðar og gangist undir þau ströngu efnahagslegu skilyrði sem henni fylgja.
Írska bankakreppan er aftur komin í sviðsljósið eftir að Evrópski seðlabankinn (ECB) birti bréf sem sýna að seðlabankastjórinn hótaði að skera á neyðarlínur til írskra banka ef stjórnvöld í Dublin féllust ekki á að sækja um fjárhagsaðstoð.

 

Það hefur verið viðtekin skoðun á Írlandi að Jean-Claude Trichet hafi, þegar hann var seðlabankastjóri Evrópu, í raun og veru neytt írsk stjórnvöld til að leita eftir neyðaraðstoð seint á árinu 2010. Í lok síðustu viku opinberaði ECB bréfaskipti á milli Brians Lenihans, þáverandi fjármálaráðherra Írlands, og Trichets.

 

Í örlagaríku bréfi frá 19. nóvember 2010 segir Trichet að áframhaldandi neyðarlánveitingum ECB til írskra banka verði einungis haldið áfram ef »írsk stjórnvöld sendi ósk um fjárhagslegan stuðning til evruhópsins [starfshópur fjármálaráðherra evrusvæðisins]«.

 

Tveim dögum síðar óskuðu írsk stjórnvöld formlega eftir aðstoð, sem veitt var í 67 milljarða evra pakka af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ECB.

 

Í bréfinu stendur: »Afstaða bankaráðsins [ECB] er sú að einungis ef skrifleg skuldbinding berst okkur frá írsku ríkisstjórninni... um eftirfarandi fjóra liði verði hægt að heimila frekari ádrátt írskra fjármálafyrirtækja á ELA [lausafjárstuðningur í neyð].«

 

Ásamt kröfunni um að írsk stjórnvöld sæktu um neyðaraðstoð vildi ECB að þau hæfust strax handa við niðurskurð á ríkisfjármálum og aðrar umbætur, ásamt því að endurfjármagna og endurskipuleggja bankakerfið og ábyrgjast endurgreiðslur á ELA-lánveitingunum.

 

Lenihan, sem lést árið 2011, sagði í svarbréfi sínu tveimur dögum síðar að írsk stjórnvöld hefðu ákveðið »að sækjast eftir utanaðkomandi aðstoð frá evrópskum og alþjóðlegum stofnunum«. Með öðrum orðum lýstu stjórnvöld því yfir að þau hefðu fallist á að sækja um neyðaraðstoðina. Ákvörðunin leiddi til nokkurra ára tímabils efnahagslegs aðhalds, skattahækkana, launalækkana og niðurskurðar í opinberum útgjöldum.

 

Búist er við því að bréfaskriftirnar verði mikilvægt málsgagn í rannsókn írska þingsins á hinu stórbrotna hruni írska banka- og fasteignamarkaðarins á árunum 2008 til 2010, sem kostaði skattgreiðendur 64 milljarða evra.

 

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, var spurður út í bréfaskriftirnar á blaðamannafundi í kjölfar ákvörðunar um að halda stýrivöxtum óbreyttum í síðustu viku. Hann svaraði: »Það væru mikil mistök að greina liðna atburði út frá sjónarhorni dagsins í dag. Þið ættuð að líta til baka og taka tillit til þeirra aðstæðna sem voru uppi á þeim tíma.«

 

Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, segir að bréfin ættu að minna fólk á »þann kalda og dimma stað sem Írland var á« á þessum tíma.

 

Öðrum ríkjum hótað í framhaldinu

 

Þrátt fyrir að bréfið hafi verið án fordæma á sínum tíma urðu sambærilegar kröfur frá Evrópska seðlabankanum nánast hversdagslegar eftir því sem kreppan á evrusvæðinu dýpkaði á næstu mánuðum.

 

Trichet sendi sambærileg bréf til Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, og Josés Luis Rodríguez Zapateros, forsætisráðherra Spánar, í ágúst 2011 og setti fram svipaðar kröfur um efnahagsumbætur sem skilyrði fyrir björgunaraðgerðum af hálfu seðlabankans með kaupum á ríkisskuldabréfum ríkjanna tveggja á markaði.

 

Í mars 20013 fór Jörg Assmussen, sem sá um evrópsk og alþjóðleg málefni í bankastjórn ECB undir Mario Draghi, fram á hið sama af Nicos Anastasaiades, forseta Kýpur, í eigin persónu á mikilvægum fundi í Brussel. Asmussen varaði forsetann við því að seðlabankinn myndi loka á ELA-lánveitingar til kýpverskra banka ef hann samþykkti ekki harða skilmála fyrir björgunaraðgerðum.

 

Þessar starfsaðferðir voru ekki eingöngu umdeildar í höfuðborgum þeirra landa sem fengu slík bréf. Nokkrir stjórnarmenn í bankaráði ECB mótmæltu þessu framferði harðlega og bentu á að það væri ekki við hæfi að seðlabankamenn fyrirskipuðu hvernig fullvalda ríki höguðu efnahagsstefnu sinni og ríkisfjármálum. Eftir að bréfin voru send til Rómar og Madrídar í ágúst 2011 greindi Jürgen Stark, sem þá var stjórnarmaður í bankanum, Trichet frá því að hann hygðist segja af sér úr bankaráðinu vegna þessara starfshátta.

ESB-þingmenn krefjast skýringa á hlut Junckers í skattaundanskotum í Lúxemborg

junckerFrjálslyndir þingmenn og þingmenn Græninjga og Sósíalista hafa krafist þess að Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB sem var forsætisráðherra í Lúxemborg í 19 ár, útskýri þátt sinn í skattastefnu þeirra ríkisstjórna sem hann sat í sem gerðu það að verkum að hundruð fyrirtækja á borð við IKEA, Pepsi eða Deutsche Bank komust hjá því að borga meira í skatt í öðrum ESB-löndum en eitt prósent af hagnaði þeirra í viðkomandi löndum.

Verulegur urgur og óánægja hefur verið víða um Evrópu vegna þessa.

Flokkur frjálslyndra á ESB-þinginu hefur gengið svo langt að óska eftir því að rannóknarnefnd ESB-þingsins verið sett á laggirnar til að skoða þetta mál.

Áður hefur komið fram að von er á vantrauststillögu á Juncher sem danski ESB-þingmaðurinn Rina Ronja Kari frá Danmörku er að undirbúa.


Vantrauststillaga á Juncker í undirbúningi

rinaRonjaKariÞað má búast við því að lögð verði fram vantrauststillaga gegn Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á þingi ESB á næstunni. Ýmsum þykir sem hann hafi með stjórnarathöfnum á valdatíma sínum í Luxemborg hagað sér ósæmilega með því að auðvelda stórfyrirtækjum skattaundanskot.

Vegna þess þykir ýmsum að hann hafi orðið þess valdandi að ýmis Evrópuríki hafi orðið af talsverðum skatttekjum.

Af þessum sökum hefur t.d. ESB-þingmaðurinn Rina Ronja Kari frá Danmörku (sjá mynd) ákveðið að hefja undirbúning að því að leggja fram vantrauststillögu gegn Juncker í þinginu. Kari er fulltrúi Þjóðarhreyfingarinnar í Danmörku gegn ESB. Ýmsir spá því að Juncker muni jafnvel neyðast til að segja af sér áður en til slíkrar atkvæðagreiðslu kemur. 

Fyrir þá sem hafa gott af því að rifja upp dönskuna sína er hér texti um efnið á heimasíðu Kari:

MEP Rina Ronja Kari er gået i gang med at få stillet mistillidsvotum til Juncker som kommissionsformand. Det sker efter, det er kommet frem, at Luxembourg under Junckers ledelse aktivt har opbygget skattely og hjulpet virksomheder med at undgå at betale skat i blandt andet Danmark.

Rin Ronja Kari, MEP for Folkebevægelsen mod EU, siger:

- Det er jo helt uacceptabelt at et land aktivt deltager i at snyde andre lande for skatteindtægter. Og som regeringsleder er man altså ansvarlig for hvad staten foretager sig.

- Denne sag beviser, at Juncker på ingen måde er egnet som formand for EU-kommissionen, og det eneste logiske er, at han må forlade stillingen.

- Det viser jo også tydeligt hvilken retning EU vil gå i hvis Juncker får lov at blive siddende. Så bliver det en konkurrence mod bunden på de "smarteste" skatteløsninger til skade for skatteyderne.

- Jeg regner selvfølgelig med at både Jeppe Kofod og Morten Messerschmidt og de øvrige danske MEPere vil støtte et mistillidsvotum.

 

Baggrund
For at kunne stille et mistillidsvotum kræver det støtte fra 76 MEPere. MEP Rina Ronja Kari er nu gået i gang med indsamle de nødvendige underskrifter fra de øvrige parlamentarikere. Derefter kan forslaget allerede komme til afstemning på EU-parlamentets plenar samling i næste uge.


Umræðan snýst um mögulega úrsögn Bretlands úr ESB

Umræðan í Bretlandi snýst um mögulega úrsögn Bretlands úr ESB. Þannig er meira rætt um ókosti þess fyrir Breta að vera í ESB en kostina. Það segir sitt um Evrópusambandið.


mbl.is Úrsögn myndi veikja Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðir vilja fá að ráða sér sjálfar

KataloniaNiðurstöður kosninganna í Katalóníu þar sem um 80 prósent landsmanna lýstu yfir stuðningi við sjálfstæði héraðsins frá Spáni sýna að þjóðin vill fá að ráða sínum málum sjálf. Þótt alvarlegri kosning í Skotlandi hafi ekki endað sjálfstæðissinnum í vil sýna hræringarnar í þar þó svipaða tilhenigingu. Þjóðir vilja fá að ráða sér sem mest sjálfar.

Kosningarnar til ESB-þingsins í vor endurspegluðu svipaða tilhneigingu. Stórir hlutar ESB-þjóðanna voru þeirrar skoðunar að vald ESB yfir aðildarlöndum væri orðið of mikið.

Þá er það spurningin: Taka stjórnaröflin í ESB-löndunum nægilegt mark á þessu? Hlusta þau á raddir þjóðanna?


mbl.is „Af hverju ekki Katalónar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 80
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1116852

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 578
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband