Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Ó! Mamma mía! - segja Ítalir nú um evruna - og vilja helst líruna aftur

Evrópubúar eru misjafnlega hrifnir af evrunni. Einna minnst er þó hrifningin á Ítalíu. Meirihluti þeirra telur evruna hafa komið þeim illa. Svipuð niðurstaða er á Kýpur. Stuðningur við evruna er einnig lítill í Frakklandi. Á hinn bóginn eru Írar þokkalega sátti við evruna. 

EUOBSERVER greinir frá þessu.  


Iceland has no plans to re-open EU talks, says minister

Ísland hefur engin áform um að hefja aftur aðildarviðræður við ESB, hefur vefurinn EUOBSERVER eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra. Viðræðunum er lokið, hefur vefurinn eftir ráðherranum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókarflokks kæfðu viðræðurnar endanlega, segir ennfremur .....
 
Það er mat erlendra aðila að Íslendingar muni aldrei hefja aftur viðræður við ESB.

ESB deilir út áróðurspeningunum á Íslandi

ESB er í mikilli þörf fyrir að eyða áróðurspeningunum sínum á Íslandi í gegnum svokallaða Evrópustofu. Nú reynir þetta stoðum-hrikta samband að lokka fólk til sín með tilboði um ferð til Evrópu.

Einhvern veginn verða þessi grey að koma út um þrjú hundruð milljónum króna. 


Allt í loft upp í Bretlandi vegna ESB

Bretar vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga varðandi ESB. Sveiflur á fylgi við aðild er töluverð en samkvæmt nýjustu skoðanakönnun vilja talsvert fleiri Bretar yfirgefa sambandið en vera í því. Nú vilja 44% Breta segja skilið við sambandið en 35% vera þar áfram.

Í raun segir þetta okkur að ESB hefur beðið skipbrot í Bretlandi. Það er óljóst hvort það takist að losa skútuna af skerinu.


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helmut Kohl sammála Heimssýn

Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, heldur hér fram skoðun sem viðruð hefur verið hér á Heimssýnarblogginu. Það hefur nefnilega verið ótrúlegur flumbrugangur í Evrópusambandinu að leyfa sumum þjóðum að taka evruna upp. Menn vildu víkka evrusvæðið út en gættu ekki að sér.

Í raun hefðu aðeins Þýskaland, Austurríki og e.t.v. Beneluxlöndin átt að taka evruna upp. Þá hefðu ekki verið þessi árans vandræði.


mbl.is Mistök að leyfa Grikkjum að taka upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkel vill henda Bretum út fyrir .....

Samkvæmt þessu vill Angela Merkel kanslari Þýskalands ekki gefa neinn afslátt á fjórfrelsinu. Hér er það frjáls för fólks sem er henni hjartfólgnari en vera Breta í ESB. Ef þeir eru ekki tilbúnir að fylgja þessum reglum geta þeir bara komið sér burt, segir Merkel.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun þessara mála. Það hefur þegar verið sótt af tveimur hlutum fjórfrelsisins. Þjóðverjar sjálfir og fleiri voru tilbúnir að hefta för fjármagns með skattlagningu á fjármagnsflæði. Bretar voru ekki sammála því. Þetta fer að verða snúið. Í raun er bara tvífrelsið eftir, það er frelsi til vöru og þjónustuflutninga. Frjáls för fólks og fjármagns á undir högg að sækja. 


mbl.is Merkel ræðir mögulegt brotthvarf Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Kjarninn ESB-blöðungur?

Hluti ritstjórnar Kjarnans hefur ekki farið dult með jákvæðar skoðanir sínar á evrunni. Meðal nýrra fjárfesta í vefritinu er einnig ákafur talsmaður upptöku evru hér á landi. Einn víðlesnasti bloggari landsins fer ekki dult með skoðun sína á stöðu Kjarnans hvað þetta varðar.

Páll Vilhjálmsson segir Kjarnann verða á bandi Samfylkingarinnar. 


Bjarni á móti aðild að ESB og útilokar þjóðaratkvæðagreiðslu

Bjarni
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og fjármála- og efnahagsráðherra, segist verða æ sannfærðari um að aðild að ESB henti ekki Íslendingum, viðræðum verði ekki haldið áfram og engin þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um slíkt.
 
Þetta kom fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Eyjan.is greinir frá þessu - sjá einnig hér: 
 
  
 

Rökin gegn ESB-aðild verða sterkari

Loks vék Bjarni að Evrópumálunum, en tillaga um að draga aðildarumsókn Íslands til baka er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Bjarni talaði skýrt í þessum efnum,  að viðræðum verði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu og að engin þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram hvort halda eigi viðræðum áfram.

Ljóst er að þær viðræður sem fyrri stjórn setti af stað eru komnar á endastöð. Aðdragandi málsins á Alþingi, sýndarviðræðurnar síðasta kjörtímabil og viðskilnaður vinstri stjórnarinnar við málið var með þeim hætti að það er rétt að hreinsa borðið og hefja umræðuna á nýjum og réttum forsendum.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál ætti aldrei að snúast um annað en það hvort þjóðin vilji fulla aðilda að Evrópusambandinu.  Frumforsenda fyrir slíkri atkvæðagreiðslu er að til staðar sé meirihluti á Alþingi og að sjálfsögðu í ríkisstjórn sem vill bera ábyrgð á og ljúka aðildarviðræðum með það að markmiði að Ísland gangi í Evrópusambandið. Ef þessar frumforsendur eru ekki til staðar, fáum við aftur sirkusinn sem var í gangi á síðasta kjörtímabili. Ef ekki er til staðar ríkisstjórn sem ætlar að fara með samning heim til að styðja hann, fáum við aftur sömu hringavitleysuna og á síðasta kjörtímabili.

Bjarni sagðist vera þeirrar skoðunar að sú stefna að Íslandi sé betur borgið utan sambandsins verði sterkari með árunum. Nægi þar að horfa til þróunarinnar innan sambandsins þar sem meira vald hafi verið framselt til sameiginlegra stofnana, á sama tíma og það gæti sívaxandi óánægju meðal kjósenda.

Evrópusamstarfið stendur á tímamótum í margvíslegum skilningi.  Evran er orðin sjálfstæð uppspretta átaka þjóðríkjanna um leiðir til að takast á við stöðnun, skuldavanda og viðvarandi hallarekstur.  Það er stutt síðan ríkin komu sér saman um sérstakar ríkisfjármálareglur, en svo þegar harðnar á dalnum heima fyrir breytist hljóðið. Að þá sé til dæmis ekki hægt að bjóða frönskum kjósendum upp á slík skilyrði.

Við þessar aðstæður eigum við Íslendingar að einbeita okkur að þeim verkefnum sem standa okkur næst og styrkja okkur í samkeppninni við önnur ríki um bætt lífskjör á þeim góðu forsendum sem við höfum í höndunum. 

Aukið vald stórra ríkja í ESB

Í dag tvöfaldastatkvæðavægi Þýskalands í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins. Þjóðverjar munu nú fara með sjötta hvert atkvæði í þessum valdastofnunum og geta með Frakklandi eða öðrum stórum ríkjum (Ítalíu, Bretlandi, Spáni eða Póllandi) ásamt öðrum taglhnýttum ráðið flestu því, sem þeir kæra sig um, á vettvangi þessa stórveldis sem stefnir að því að vera sambandsríki, ekki einbert ríkjasamband.
 
Svo segir meðal annars á fullveldisvaktinni. Þar er boðuð frekari umræða um þetta. Sjá einnig blogg Gunnars Heiðarssonar.
 
 

« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1121155

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband