Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2021

Brexit hjálpar bæði Íslandi og Bretlandi

Þökk sé Brexit gátu Bretar bólusett í takt við aðstæður þar í landi en þurftu ekki að sitja undir skrifræði Evrópusambandsins og fá leyfi frá Brussel að bólusetja.

Bretar eru langt á undan meginlandi Evrópu í baráttunni við Kínaveiruna, - þökk sé Brexit.

Og nú ætlar Íslandsstofa í átak að laða breska ferðamenn til landsins á meðan farsóttin lokar mörkuðum í ESB-ríkjum. Fullveldi auðveldar viðskipti, skrifræði torveldar.


mbl.is Íslandsstofa sækir fram í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný tegund stjórnarfars

arnar-thor

 Enn á ný ýtir Arnar Þór við Íslendingum með meitluðum og innihaldsríkum skilaboðum um inntak lýðræðis og valds. Arnar þór ritar í Morgunblaðið og er greinin endurbirt af Félagi Sjálfstæðismanna um fullveldismál.

Arnar Þór segir m.a.:

"Íslendingar hafa enn ekki vaknað til vitundar um þá varasömu stöðu sem hér er uppi. Í kjölfarið hef ég velt því upp af fullri alvöru hvort við stöndum mögulega frammi fyrir því að einhver ný tegund stjórnarfars sé að ryðja sér til rúms, þar sem valdið kemur ekki lengur frá þjóðinni, heldur að ofan; frá miðstýrðu, fjarlægu yfirþjóðlegu embættisvaldi, þar sem samnings- og lagaákvæði eru aðeins til skrauts, þar sem menn taka sér vald í krafti embættis og sæta sjálfir engri valdtemprun."

Tímabært er að ræða þessi mál með öðrum hætti en með útúrsnúningum og innihaldslausu fjasi um að þeir sem vilji ekki meira valdaframsal ti útlanda séu steintröll. 

https://fullveldisfelagid.is/kreppa-lydraedisins/?fbclid=IwAR0bQstzM5G0pkkbmSC_Kl-yQFjvOxJTxZaVVbdtFO82j5hIyImoU3EbcO8 


Jón, Ásgeir og frjáls verslun

asgeir-jonsson-heimssyn

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, er þekktur fyrir áhuga sinn á sögu Íslands.  Í grein í Feyki fjallar hann um þau vatnaskil sem urðu við siðaskiptin.

Ásgeir ræðir meðal annars hversu hagstætt það var fyrir Dani að hafa öll tök á Íslandsversluninni.  Það var á hinn bóginn óhagstætt Íslendingum.  Í þessum málum eru þeir sammála, Jón Sigurðsson forseti og Ásgeir, sem og fjölmargir aðrir, að frjáls verslun – frjáls samskipti við umheiminn séu lykillinn að velmegun Íslands.

Það verður kynslóðum framtíðar ráðgáta hvers vegna hópur manna á Íslandi vildi í upphafi 21. aldar færa vald yfir Íslandsverslun til erlendra manna sem bjuggu í fjarlægri borg og sóttu umboð sitt til annarra en Íslendinga. 

https://www.feykir.is/is/frettir/um-hnignun-islands-eftir-sidaskipti-askorandinn-asgeir-jonsson-brottfluttur-skagfirdingur?fbclid=IwAR1cnG39ewREuehL-IDAOBXFrE20Xr2A-8zihK-Zxlubn7AEJlgAf0YXP0w

 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 413
  • Sl. viku: 2469
  • Frá upphafi: 1165843

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2143
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband