Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022

Arnar og Ögmundur

arnar-ogmundur2-1536x747Á sínum tíma óskuðu íslensk stjórnvöld eftir innlimun Íslands í Evrópusambandið.  Fór sú áætlun út um þúfur eins og við mátti búast, enda var allt það upphlaup við annarlegar aðstæður sem gengu hratt yfir.  Líklegt verður að telja að kynslóðir framtíðar munu líta á þessa ósk íslenskra stjórnvalda eins og afglöp ölóðs manns og að bankahrunið 2008 hafi verið ölið. 

Í ölæði umsóknarinnar náðu smámál á borð við gengisskráningu, fjármögnun skóla og smásöluverð á áleggi stundum að fljóta upp í umræðu sem að öllu eðlilegu hefði átt að eiga sér stað um grunngildi samfélagsins og stjórnskipun.  Líkur á innlimun Íslands í Evrópusambandið eru nánast að engu orðnar, en engu að síður er ástæða til að fagna umræðu um fullveldismál.   Að öðrum ólöstuðum hafa þeir Arnar Þór Jónsson og Ögmundur Jónasson lagt drjúgt til í þeim málum.  Það er óhætt að mæla með samtali þeirra um lýðræði, fullveldi, ábyrgð og fleira á Útvarpi sögu 18. janúar sl.

https://www.utvarpsaga.is/fullveldid-er-thyrnir-i-augum-theirra-sem-adhyllast-althjodavaedingu-fjarmagnsins/


Við vissum það reyndar

600px-Deutscher_Bundestag_logo.svg

Það er ekkert launungarmál að Þjóðverjar og Frakkar ráða í Evrópusambandinu.  Hinir dingla með.  Í þessum tveimur löndum er það heldur ekki feimnismál, þótt víða annars staðar sé það svo.  Það er því eðlilegt að í sáttmála þýsku ríkisstjórnarinnar sé tekið á því hvernig fara skuli með Evrópusambandið, enda er það gert.  Í Evrópukaflanum er fjallað um að stefnt skuli að öflugu sambandsríki Evrópu.  Færa skuli Evrópuþinginu meiri völd en það hefur nú og opna á fjölþjóðleg framboð til þingsetu.  Ljóst er að það mun leiða til þverrandi áhrifa smáríkja sem nú hafa fyrirfram ákveðinn fjölda þingsæta.  Annað væri ólýðræðislegt og það sér þýska ríkisstjórnin auðvitað.  

Við vissum þetta reyndar allt saman, en það er ágætt að fá það staðfest eina ferðina enn, í þetta sinn frá æðsta ráði höfuðbólsins.

 

Hjörtur á fullveldi.is gefur gott yfirlit um sitthvað tengt ríkisstjórnarsáttmálanum.


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 52
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 2154
  • Frá upphafi: 1187935

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 1927
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband