Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023

Ógæfan hefur aðdráttarafl

Ekki hefur farið framhjá neinum að Evrópusambandið reynir hvað það getur að flækja sig, meira af vilja en mætti, í hildarleiknum í Austur-Evrópu.  Hætt er við að sú flækja virki sem olía á eld og fækki hvorki manndrápum né leiði til aukins réttlætis.

Páll Vilhjálmsson hefur lag á að meitla málsgreinar.  Hann segir:

Íslensk neðanmálsgrein hildarleiksins í austri er að sumir stjórnmálamenn á Fróni vilja ólmir ganga Evrópusambandinu á hönd. Ógæfan hefur aðdráttarafl.


Það vill svo heppilega til að hópurinn sem laðast að ógæfunni er ekki svo ýkja stór þegar á reynir. 

https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2289719/

 

Heimssýn er líka á Fasbók - gerist áskrifendur: 

https://www.facebook.com/groups/heimssyn


Ekki er gott að rasa um ráð fram

Heimssýn sendi Alþingi eftirfarandi bréf:

 

27. apríl 2023

Fyrir hönd Heimssýnar þakka ég fyrir boð um að senda umsögn um frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35), 890. mál.   Boðið barst í gær og beðið er um umsagnir fyrir 2. maí nk.

Efnið hefur verið rætt innan samtakanna og ljóst er að hér er um afar viðamikið mál sem á sér marga anga.  Afleiðingar þess ef frumvarpið verður að lögum virðast geta orðið töluverðar, en sitthvað virðist þó óljóst í því sambandi.  Málið snertir grundvallaratriði í stjórnskipun íslenska ríkisins og því afar mikilvægt að stíga varlega til jarðar, svo ekki verði mikið tjón sem erfitt getur verið að bæta.

Heimssýn mun standa fyrir opinberum fundum um þetta mál á næstu vikum og í ljósi þess og hversu mikilvægt málið er leggjum við eindregið til að frestur til að veita umsögn verði framlengdur um 4-6 vikur.

Virðingarfyllst,

Haraldur Ólafsson

Formaður Heimssýnar


Stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna

Evrópusambandið er ekki einvörðungu bandalag um að liðka til fyrir verslun þvert á hin gömlu landamæri í Evrópu.  Evrópusambandið er bandalag gömlu evrópsku nýlenduveldanna sem langar óskaplega að halda áfram að vera stórveldi í breyttum heimi.  Það er ekkert leyndarmál, þótt hin daglega umræða snúist ekki um það. Þetta nýja evrópska stórveldi skal vera afrakstur margra áratuga samrunaferlis og mun að endingu rísa upp sem öflugt herveldi sem steytir görn þegar við á.  Ef ekki gagnvart öðrum stórveldum, þá gagnvart smáþjóðum sem eru innanborðs og það telur sig eiga.

Það undarlega réttarfarslega samkrull sem Ísland er að sogast inn í miðar að því að Íslendingar verði þegnar í þessu nýja stórveldi Þjóðverja og Frakka.  Viljum við það?

 

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2289433/

 

Heimssýn er líka á Fasbók - gerist áskrifendur: 

https://www.facebook.com/groups/heimssyn

 


Hvort víkur: stjórnarskráin eða undarlegir samningar við erlent ríkjasamband?

Arnar Þór Jónsson talar tæpitungulaust, eins og oft fyrr.  Það verður sífellt skýrara að það þarf að taka afstöðu til þess hverjir eigi að stjórna á Íslandi, þeir sem til þess eru kjörnir af fólkinu í landinu, eða erlendir aðilar sem þiggja umboð sitt eftir leiðum sem fáir rata og liggja ekki um Ísland. 

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/

 

Heimssýn á Fasbók: 

https://www.facebook.com/groups/heimssyn

 


Ódýrt kex og brunnir bílar

Á Spáni er verslun sem heitir Supermarket.  Hún selur Ritzkex sem sagt er frá á Fasbókinni:

 

https://www.facebook.com/photo/?fbid=6686104074737507&set=gm.459715782987718&idorvanity=439592811666682

 

Verðið í Supermarket er vel rúmlega tvöfalt verðið í nokkrum verslunum á Íslandi sem heita Bónus.  Kannski eru hjarðir manna á Spáni að heimta upptöku krónu, eða krefjast þess að sjórn Spánar verði látin í hendur íslenskra stjórnvalda, sem virðast svikalaust hafa útvegað þegnum sínum ódýrt kex. 

Hvað gerist þegar mótmælendur í Frakklandi frétta þetta?

 

  


Afleitt frumvarp

Fram komið frumvarp um forgang EES-reglna er afleitt.  Það veður ekki annað séð en að það gangi gegn stjórnarskrá og eins gegn hugmyndum þorra manna um lýðræði.

Arnar Þór Jónsson ræðir frumvarpið og segir m.a.:

Þetta eru reglur sem Íslendingar geta ekki haft nein áhrif á. Þær eiga bara að njóta hér almenns forgangs og setja ramma utan um alla umræðu, án þess að vera sjálfar til umræðu!

EES er smám saman að breytast í leikhús fáránleikans.

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2289009/

 

Heimssýn á Fasbók:

https://www.facebook.com/groups/heimssyn


Auralaus í fiskbúð að kaupa brennivín

Líklega er óhætt að segja að til séu fjölmiðlar sem hafi staðið sig betur en Fréttablaðið við að styðja við fullveldið.  Engu að siður þökkum við samfylgdina og óskum starfsmönnum blaðsins og Hringbrautar góðs gengis. 

Það fór þó svo að ein af síðustu greinum blaðsins var um lýðræði og eindisleysu í Brussel. Hún var eftir Harald Ólafsson og birtist aðeins á pappír en kemur hér í endurriti:

 

Lýðræðisleg krafa um afnám lýðræðis


Jón Steindór Valdimarsson reynir nýverið í Fréttablaðinu að safna fólki til atkvæðagreiðslu um hvort óska eigi eftir innlimun Íslands í Evrópusambandið, sem á tungu innvígðra heitir að „hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið“.

Hver getur svosem verið á móti því að menn ræðist við? Segjum svo að ákveðið verði að „hefja
viðræður“. Annar aðilinn í samtalinu yrði vitaskuld ríkisstjórn Íslands sem samanstendur af
stjórnmálaflokkum sem allir hafa lofað kjósendum sínum að standa vörð um fullveldi landsins.
Hvernig halda menn að samtalið yrði? Líklega svipað og ef krakki kæmi peningalaus í fiskbúð til að kaupa brennivín. Kannski þætti Evrópusambandinu í góðu lagi að taka þátt í svoleiðis spjalli í nokkur ár eða áratugi. Hafa svo allt tilbúið fyrir innlimun ef það skyldi verða hrun og það mundi myndast nokkurra vikna tækifæri til að blása til atkvæðagreiðslu um innlimun rétt á meðan þjóðin væri að átta sig. Það væri óneitanlega sérkennilegt lýðræði.


Með aðild að Evrópusambandinu yrði yfirstjórn Íslands færð til erlendra manna. Hlutur Íslendinga í umboði þeirra manna er núll komma smáræði. Rétt nálgun á því er núll. Stærri hlutur stendur ekki til boða, enda væri það ólýðræðislegt. Það væri ekki mikið lýðræði í því að núll prósent manna réði miklu meiru en sem næmi núll prósenti. Það má því segja að í nafni lýðræðis hafi menn uppi kröfu um afnám lýðræðis. Það skyldi svo ekki gleymast að það er ekki hægt að taka upp nýtt stjórnarfar af þessu tagi til reynslu í skamman tíma, því þegar búið að afhenda völdin úr landinu verða þau ekki auðveldlega endurheimt.

 

Heimssýn á Fasbók: 

https://www.facebook.com/groups/heimssyn

 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 322
  • Sl. sólarhring: 328
  • Sl. viku: 2424
  • Frá upphafi: 1188205

Annað

  • Innlit í dag: 305
  • Innlit sl. viku: 2183
  • Gestir í dag: 287
  • IP-tölur í dag: 284

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband