Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2024

Kjarninn og VG

Sú var tíð að herstöðvaandstæðingar, síðar hernaðarandstæðingar, áttu sér helst skjól hjá VG, þótt sumir þeirra væru í öðrum flokkum.  Engu að síður var einn og einn liðsmaður VG hallur undir Evrópusambandið.  Það var á þeim árum þegar menn trúðu því að Evrópusambandið væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði.

Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan það var.  Nú á Evrópusambandið í stórstyrjöld í A-Evrópu sem ekki sér fyrir endann á.  Sambandið kaupir sprengjur og fallstykki fyrir himinháar upphæðir, sendir svo dótið austureftir með hvatningu um að þeir sem fái það dragi í engu af sér.  Líklega er búið að drepa hátt í milljón unga menn og viðbúið er að yfir milljón menn séu limlestir.

Þá koma frá utanríkisráðherra til Alþingis boð um að þetta sama Evrópusamband þurfi að ráða meiru á Íslandi.  Á borðum þingflokks VG liggur tillaga um að fyrirmæli frá Evrópusambandinu sem við hæfi þykir að gildi á Íslandi skuli njóta sérstaks forgangs umfram heimagerða löggjöf.  Tillagan heitir Bókun 35.

Það verður væntanlega fyrsta verk þingmanna VG að afþakka þessa Bókun 35 þegar þeir mæta til vinnu eftir landsþing. 

Það stóð aldrei til að gera Ísland að deild í hernaðarbandalagi gömlu evrópsku nýlenduveldanna.


Tíðindi frá VG i pípunni

VG heldur landsfund um helgina.  Þaðan er tíðinda að vænta.

Forystumenn VG boða að litið verði til grunngilda.  Enginn velkist í vafa um að meðal helstu grunngilda VG eru lýðræði og umhverfisvernd.

Á borðum þingflokks VG liggur tillaga um grundvallarbreytingu á stjórnkerfi Íslands.  Hún felst í nýrri forgagngsreglu handa löggjöf sem er upprunnin hjá gömlu stórveldunum á meginlandi Evrópu.  Tillagan heitir Bókun 35 og er furðusmíð sem miðar að því að gæta hagsmuna Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.  Varla þarf að ræða lýðræði lengi á landsfundi VG til að bókun 35 lendi í ruslinu. 

Þá er það umhverfið.  Bókun 35 ryður leiðina að innlimun Íslands í orkubandalag Evrópu.  Evrópu þyrstir í hreina orku.  Þrýstingur á meiri orkuframleiðslu, með vatni eða vindi, mun aukast.  Sæstrengur mun þar bæta um betur.  

Og svo sakar ekki að rifja upp að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla sé á frjálsum markaði.  Almenningur eigi á hinn bóginn að borga fyrir tengivirkin.  Núverandi fyrirkomulag á Íslandi passar ekki vel í þá mynd. 

Ef yfirvofandi skerðing lýðræðis dugir ekki til að VG-liðar hendi bókun 35 í ruslið, verður varla annað séð en að áhættan fyrir umhverfið og þrýstingur á einkavæðingu orkuframleiðslu ríði þar baggamuninn auðveldlega. 

Það verður sungið með um land allt þegar ruslakarfan í þingflokksherbergi VG verður tæmd eftir landsfundinn. 

https://vg.is/

 


Já, það er deginum ljósara

Utanríkisráðherra segir að samþykkja verði bókun 35, annað gangi ekki gagnvart EES-samningnum.  

Ef EES-samningurinn krefst frekara valdaframsals til ókjörinna embættismanna í fjarlægum gömlum nýleduveldum er deginum ljósara að það þarf að endurskoða þann samning, en ekki halda áfram á þeirri háskabraut valdaframsals sem verið er að feta. 

Hjörtur J. Guðmundsson rifjar sitthvað upp í sambandi við bókun 35 í nýrri grein.  Hvöss orð háskólamanna í lögum eru þar á meðal.  Hjörtur segir:

Fram kom enn fremur í umsögn um frumvarp Þórdísar sem Stefán Már sendi til utanríkisráðuneytisins í byrjun marz 2023 ásamt Arnaldi Hjartarsyni, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, að sú breyting á lögum um Evrópska efnahagssvæðið sem frumvarpið myndi hafa í för með sér vekti ekki aðeins upp áleitin stjórnskipuleg álitamál „heldur einnig almennar spurningar um hlutverk Alþingis og framtíð lýðræðis á Íslandi.“ Færa þeir þar haldbær rök fyrir því að efni frumvarpsins standist í reynd ekki lögfræðilega skoðun.

 

https://www.visir.is/g/20242628491d/hljomar-kunnuglega-ekki-satt-


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 311
  • Sl. sólarhring: 333
  • Sl. viku: 1885
  • Frá upphafi: 1209097

Annað

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 1746
  • Gestir í dag: 269
  • IP-tölur í dag: 264

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband