Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024
Mánudagur, 18. nóvember 2024
Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Íslandi
Nú er það sláandi hve mikið hefur hægt á hagvexti í Evrópu. Í því landi sem hefur drifið Evrópu áfram síðustu áratugi, Þýskalandi, ríkir nú algjör stöðnun. Þetta eru ekki góðar fréttir og ekki bætandi á það ástand sem ríkt hefur á vinnumörkuðum með talsverðu atvinnuleysi víða. Þar er langtímaatvinnuleysið langverst, þar sem stórir hópar, jafnvel heilu aldurshóparnir, hafa verið langtímum saman utan vinnumarkaðar. Samkvæmt upplýsingum Eurostat var langtímaatvinnuleysi árið 2023 yfirleitt á bilinu 4-6% í Suður-Evrópu en að jafnaði 1-2% í Norður-Evrópu. Á Íslandi mældist það vart, eða var 0,3% samkvæmt Eurostat, og verður ekki annað séð en að það sé hið lægsta í Evrópu.
Sunnudagur, 17. nóvember 2024
Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
Í árdaga evrunnar var samleitni í hagþróun lykilhugtak, þ.e. samleitni í verðbólgu, vöxtum, opinberum fjármálum og skuldum, auk gengis. Atvinna og hagvöxtur hefur hins vegar alltaf verið aukaatriði meðal evrutalsmanna. Nú fer lítið fyrir þessari samleitniumræðu, enda hefur komið á daginn að evran hentar aðildarríkjunum misvel. Jaðarríkin hafa liðið fyrir evruna. Finnland er dæmi um jaðarríki evrunnar þar sem stöðnun eða hægagangur hefur ríkt vegna spennitreyju evrunnar og atvinnuleysi verið með mesta móti. Spurning hvort Viðreisn telji aukið atvinnuleysi hér á landi ásættanlegt til að fá evrudraum sinn uppfylltan?
Sunnudagur, 17. nóvember 2024
Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
Bæði Danir og Svíar hafa hafnað því í þjóðaratkvæðagreislu að taka upp evru þótt löndin séu í ESB. Siðustu 20 árin hefur umræða í löndunum um upptöku evru verið sáralítil. Í Danmörku var sá málflutningur hagfræðinga áberandi að evran gæti grafið undan lífeyriskerfinu í landinu. Alþjóðlegar samantektir benda ítrekað til að Danmörk sé ásamt Íslandi með besta lífeyriskerfi í heimi. Því má spyrja hvort afleiðingin af stefnu Viðreisnar gæti orðið sú að grafa undan þeirri sjóðsöfnun sem átt hefur sér stað í lífeyrissjóðunum hér á landi síðustu hálfu öld?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. nóvember 2024
Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Stjórnendur fjármálaeftirlita á Norðurlöndum hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með aukið og íþyngjandi regluverk ESB, nú síðast í sameiginlegu bréfi eins og Innherji á Vísir.is greinir nýlega frá. Á Íslandi er fjármálaeftirlitið hluti af Seðlabankanum og þar á bæ sem annars staðar á Norðurlöndum eru menn óánægðir tímasóun starfsfólks í kringum hið flókna og stóra regluverk ESB í stað þess að starfsfólkið geti varið tíma sínum í að verjast raunverulegri áhættu og ógn sem steðjað gæti að fjármálastarfseminni.
Eitt virðist sem sagt alveg víst. Með sama áframhaldi, hvað þá með fullri aðild að ESB, mun þurfa að fjölga sérfræðingum og öðru starfsfólki til að sinna því sem engu eða litlu máli skiptir í íslensku samhengi. Meira að segja stjórnendum fjármálaeftirlits Seðlabankans og annarra fjármálaeftirlita á Norðurlöndum þykir orðið nóg um.
Frétt á visir.is:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. nóvember 2024
Er blásýra góð við þorsta?
Efnahagsvandamál Evrópusambandsins eru mikil og erfið viðureignar. Meira að segja Þýskaland hamast við að halda nefinu ofan sjávar.
Þjóðverjar gætu eflaust fengið ókeypis kennslu hjá íslenska Evróputrúboðinu: Takið upp evru og allt mun lagast!
https://www.politico.eu/article/germany-economy-bad-worse-recession-gdp-robert-habeck/
Fimmtudagur, 14. nóvember 2024
Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
Ýmsir, þar á meðal Jón Bjarnason, eru hugsi yfir því að fyrrverandi dómari opinberi nánast trúarlegt samband sitt við Evrópusambandið.
Jón rifjar af því tilefni upp að það var engin tilviljun að bókun 35 var ekki með í EES-pakkanum sem Alþingi samþykkti fyrir þremur áratugum síðan. Það var nefnilega mat manna að EES-samningurinn væri á mörkum þess að standast stjórnarskrá og væri bókunin með væri engin vafi lengur.
Ætli dómarinn hafi á ferli sínum fellt marga dóma sem smitaðir voru af trúarhitanum?
https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/
Miðvikudagur, 13. nóvember 2024
Myrkur og óöld
Í gær sendi fv. dómari Alþingismönnum fyrirmæli um lagasmíð með grein í DV. Í leiðinni útskýrði hann að Íslendingar drægju andann í gegnum EES og að þeir sem ekki hlýddu Evrópusambandinu væru grasasnar.
Haraldur Ólafsson varð til svars. Hann segir m.a.:
Davíð Þór fjallar um þá einföldu hugsun að forsenda fyrir sameiginlegum markaði á sviði vöruviðskipta, þjónustu, fjármagnsflutninga og vinnuafls sé að sömu reglur gildi alls staðar á honum. Það er vissulega einföld hugsun, en hún er líka barnalega einfeldningsleg. Allir vita, að allt þetta sem nefnt er, er stundað í stórum stíl um allan heim af sjálfstæðum ríkjum og allir vita að Íslendingar stunduðu blómleg viðskipti löngu fyrir daga EES-samningsins.
Þriðjudagur, 12. nóvember 2024
Óþægileg léttúð
Í nýrri grein í Morgunblaðinu fer Hjörtur J. Guðmundsson yfir nokkur atriði varðandi Sjálfstæðisflokkinn og aðild Íslands að Evrópusambandi.
Því miður er það svo að sitthvað í sögu flokksins undanfarna áratugi bendir í þá átt að hann megi við því að verða traustari en hann er í fullveldismálum. Það er mikils virði að Hjörtur og aðrir Sjálfstæðismenn taki hraustlega til máls þegar þingmenn flokksins fara að leika sér með fjöregg þjóðarinnar, eins og um einnota leikfang sé að ræða.
https://www.fullveldi.is/?p=64103
Sunnudagur, 10. nóvember 2024
Guðmundur Ásgeirsson bendir réttilega
á að stjórnarskráin segir að Alþingi eigi að annast lagasetningu. Það samræmist vitaskuld ekki stjórnarskránni að framselja það vald, hvort sem er til embættismanna Evrópusambandsins eða bæjarstjórans í Kardimommubæ.
Það gekk treglega að skipta um stjórnaskrá um árið, meðal annars vegna þess að drög að nýrri stjórnarskrá auðvelduðu að koma valdinu úr landi. Margir hafa lítið á móti því að hinir og þessir eigi "viðræður" við hina og þessa, en eru nógu vel að sér í mannkynssögu til að gjalda varhug við að færa stjórnvaldið til gömlu evrópsku nýlenduveldanna.
Orðrétt segir Guðmundur á blogginu í gær:
Það er vitleysa að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu um að fara í "viðræður" þegar staðreyndin er sú að það er ekkert umsemjanlegt. Ákvörðunin getur ekki snúist um neitt annað en hvort sækja eigi um aðild og undirgangast þar með sáttmála ESB, eða ekki. Svarmöguleikarnir eru einfaldlega já eða nei.
Svo er annað sem talsmenn fyrir aðild(arviðræðum) minnast aldrei á. Það er sú staðreynd að stjórnarskráin heimilar engum öðrum en Alþingi og forseta Íslands að fara með löggjafarvaldið, sem þýðir að stjórnarskráin bannar í reynd aðild að ESB.
Enn fremur skal sérhver nýr þingmaður vinna drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 47. gr. hennar. Hafandi gert það má þingmaður ekki aðhafast neitt í störfum sínum sem brýtur gegn því drengskaparheiti enda yrði hann þá brotlegur við stjórnarskránna. Þess vegna er þingmönnum beinlínis óheimilt að vinna að því að gera Ísland að aðildarríki ESB með framsali löggjafarvalds sem bryti í bága við 2. gr. stjórnarskrár.
Samt tala sumir þingmenn fyrir slíku og gerast þá brotlegir við drengskaparheit sitt, sem ætti að hafa þær afleiðingar að þeir skyldu afsala sér þingmennsku. Að öðrum kosti er það merkingarlaus athöfn að undirrita drengskaparheitið.
Höfundar stjórnarskrárinnar voru afar snjallir þegar þeir byggðu þennan varnagla inn í hana, en því miður virðist skorta nokkuð á að honum sé sýnd tilhlýðileg virðing.
Laugardagur, 9. nóvember 2024
Lýðræðisleg leið til afnáms lýðræðis
Víðir Reynisson, Samfylkingarmaður og Pawel Bartoszek, Viðreisnarmaður, ræða við Stefán Einar í Spursmálum. Þeir slá úr og í þegar kemur að framsali á ríkisvaldi til Evrópusambandsins. Þó er ljóst að þeim finnst viðeigandi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili.
Svona sjá menn það ferli fyrir sér: Þjóðaratkvæðagreiðsla er haldin um "viðræður". Hver er svosem á móti viðræðum? Í kjölfarið óskar ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar eftir aðild Íslands að Evrópusambandinu og í gang fer ferli sem miðar ákveðið að aðild og felst aðallega í breytingum á lögum Íslands til samræmis við óskir Evrópusambandsins. Þessi lög eru samin af Evrópusambandinu og eru óumsemjanleg, eins og Evrópusambandið sjálft hefur margsinnis bent á.
Allt fer svo í uppnám á Íslandi þegar kjósendur átta sig á því að þeir hafa verið blekktir, ef ekki fyrr.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/07/munu_skattleggja_hargreidslufolk_smidi_og_pipara/
(Viðtalið í heild sinni er neðarlega í greininni)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 118
- Sl. sólarhring: 349
- Sl. viku: 2527
- Frá upphafi: 1165901
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 2192
- Gestir í dag: 101
- IP-tölur í dag: 99
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar