Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024

Ormagryfjan djúpa

Sú hugmynd er til að með aðild að Evrópusambandinu gæti dregið úr spillingu.  Það er frumleg hugmynd, ekki síst í ljósi þess að í Evrópusambandinu eru nokkur ríki þar sem spilling er talin landlæg.  Sum þeirra hafa verið í Evrópusambandinu í áratugi, án þess að spillingin hafi minnkað svo fréttnæmt hafi talist. 

Spilling í Evrópusambandskerfinu sjálfu er svo viðfangsefni í sjálfu sér.  Það virðist vera að þar séu þeir helst kallaðir til ábyrgðar sem gera athugasemdir við hana.  Kannski það dugi að skjóta sendiboðann til að fá að vera spilltur áfram, hlýtur lesandi síðustu greinar Hjartar að hugsa.  

Helstu áhrif Evrópusambandsins á spillingu er að með aðild bætist eitt lag af spillingu við það sem fyrir kann að vera. 

https://www.fullveldi.is/?p=65455


Hve stór er Evrópa?

Í gær voru þeir Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar og Hjörtur J. Guðmundsson stjórnmálafræðingur í viðtali við Kristján Kristjánsson í þættinum á Sprengisandi.

Það er athyglisvert að umræðan fór fljótt í þann farveg að tala um Evrópusinna þó væntanlega meiningunni að Ísland verði aðili að ESB.

En ESB er pólitískt bandalag og aðeins hluti af því landssvæði sem telst landfræðilega til Evrópu. Evrópa er um það bil 10.180.000 ferkílómetrar að flatarmáli að meðtöldu Rússlandi vestan Úral-fjalla, sem telur um 3,960,000 km2. ESB er um það bil 4.233.255 ferkílómetrar að flatarmáli, þ.e.a.s þau 27 lönd sem eiga aðild að bandalaginu.

Þetta þýðir að Evrópusambandið nær yfir um það bil 41,6% af heildarflatarmáli Evrópu.

Í Evrópu búa um 745 milljónir manna (árið 2023). Þetta nær yfir öll lönd sem eru landfræðilega hluti af Evrópu þar með talið Rússland vestan Úral-fjalla, um 110 milljónir manna. Í löndum ESB, búa um 449 milljónir manna (árið 2024). Þetta þýðir að íbúafjöldi ESB nemur um það bil 60% af heildaríbúafjölda Evrópu.

Með öðrum orðum þá er Evrópa er stærri bæði hvað varðar landfræðilegt svæði og íbúafjölda, þar sem hún nær yfir lönd sem eru ekki hluti af ESB.

Það er því ágætt að halda því nánar til haga hvað átt er við með því að vera Evrópusinnaður ekki síst þegar búið er að draga sérstaklega inn í umræðuna að passa sig á að vera ekki með hálfsannleika. Eiga Jón Steindór og félagar ekki við það að vera Evrópusambandssinnaður?


Passaðu þrýstinginn maður!

Rússneska gasfyrirtækið, Gazprom, tilkynnti í gær 28. desember að það muni stöðva gasútflutning til Moldóvu frá og með 1. janúar 2025 vegna ógreiddra skulda. Rússland metur þær á 709 milljónir dala en Moldóva á 8,6 milljónir dala. Rússland útvegar Moldóvu um 2 milljarða rúmmetra af gasi á ári, sem er flutt í gegnum Úkraínu til sjálfstjórnarsvæðisins Transdniestria, þar sem það er notað til að framleiða ódýra raforku.

 

Þessi ákvörðun Gazprom mun valda orkuskorti þar sem landið reiðir sig á ódýrt gas frá Rússlandi til raforkuframleiðslu. Forsætisráðherra Moldóvu, Dorin Recean, sakaði Rússland um að nota orku sem pólitískt vopn, en Moskva hafnar því.

 

Moldóva hefur á undanförnum árum reynt að draga úr mikilvægi þess að fá rússenskt gas með því að þróa tengingar við Evrópusambandsríki, sérstaklega í gegnum Isai-Ungheni-Chisinau  leiðsluna sem tengir landið við Rúmeníu. Þessi leiðsla gerir Moldóvu kleift að kaupa gas frá Evrópu og öðrum aðilum, eins og Aserbaídsjan.

 

Á sama tíma stendur Evrópusambandið frammi fyrir eigin áskorunum í orkumálum. Hratt gegnur á gasbirgðir í ESB vegna kuldatíðar og minni innflutnings, sem veldur aukinni hættu á orkuskerðingu.  En eins og rakið var í færslu í gær þá fer því fjarri að kærleikar séu miklir með löndum norðar í álfunni þegar kemur að raforkumarkaðnum. Þessi ákvörðun mun því auka enn þrýstinginn á orkumarkaðinn í Evrópu. Það því gæti þurft að passa þrýstinginn víðar en í gasleiðslunum í álfunni áður en langt um líður.

https://www.reuters.com/business/energy/gazprom-says-it-will-stop-gas-exports-moldova-january-1-2024-12-28/ 

 


Orkumálaráðherra Svíþjóðar er bláreið við Þjóðverja

Í leiðara Morgunblaðsins í gær (27.12) er vakin athygli á orkuvandanum í Evrópu en fjallað hefur verið um í evrópskum fjölmiðlum undanfarið sjá t.d. hér: https://www.france24.com/en/live-news/20241220-sweden-sees-red-over-germany-s-energy-policy?utm_source=chatgpt.com Orð Ebbu Busch, orkumálaráðherra Svíþjóðar, sem féllu á blaðamannafundi um miðjan desember hafa vakið mikla athygli. Hún gagnrýndi orkustefnu Þýskalands harðlega, sérstaklega ákvörðun þeirra um að leggja niður kjarnorkuver, sem hún kallar â€Å¾óábyrga“. Ebba Busch sagðist vera bálreið við Þjóðverja og var ekki að skafa utan af hlutunum. Hún benti á að þó Þýskaland hafi rétt til að taka eigin ákvarðanir, hafi þær haft neikvæð áhrif á nágrannaríki eins og Svíþjóð.

Eftir að Þýskaland hætti nýtingu kjarnorku í kjölfar Fukushima-slyssins árið 2011, hefur landið orðið háð endurnýjanlegri orku og innflutningi á orku, þar á meðal frá Svíþjóð. Orkustefna Þýskalands hefur leitt til hækkandi raforkuverðs í Svíþjóð, sérstaklega í suðurhlutanum, sem tengist þýska raforkukerfinu. Svíþjóð er skipt upp í fjögur orkusvæði og getur verið mikill verðmunur á rafmagni í norðri og suðri. Í ríkjandi hægviðri fyrr í desember var verðið á orkunni í suðurhlutanum á ákveðnum tímum 190-falt það verð sem gilti í Norður-Svíþjóð. Busch sagði að " ...enginn viljastyrkur geti breytt lögmálum eðlisfræðinnar, ekki einu sinni Robert Habeck," og vísaði þar til efnahagsráðherra Þýskalands. Til að draga úr verðbreytingum krefjast Sænsk stjórnvöld þess að Þýskaland taki upp svæðisbundin verðlagningarkerfi fyrir rafmagn. Að auki hefur Svíþjóð hafnað byggingu nýs 700 MW sæstrengs, Hansa PowerBridge, nema Þýskaland bæti orkukerfi sitt. Ebba Busch orðaði það svo: â€Å¾Við höfum tekið risastóran kapal til Þýskalands í gíslingu.“

Í Noregi hefur orkumálaráðherra Terje Aasland lýst því yfir að raforkutengingar við Danmörku, Skagerak-strengirnir, sem renna út árið 2026, verði mögulega ekki endurnýjaðar ef þær hækka raforkuverð í Noregi. Busch hefur svarað þessum áformum og lýst þeim sem â€Å¾algjörri hörmung“.

Þessi ummæli sýna vaxandi spennu í orkumálum milli nágrannaríkjanna í Evrópu. Það er sannarlega farið að hitna í kolunum!


Ekki af baki dottnir

Trú þeirra sem hafa frelsast til Evrópusambands getur verið sterkari en þræðirnir í vef raunveruleikans og reglur rökfræði.  Það sanna dæmin. 

Í grein í Vísi í dag fjallar Haraldur Ólafsson m.a. um þá nýkynntu hugmynd að verklag í rannsóknaverkefnum sem hafa fengið peninga frá sambandinu sé heimild um hvernig Evrópusambandinu er stjórnað, frekar en lög og reglur sambandsins. 

Það er leitt, eins og konan sagði, að það skuli ekki vera boðið upp á einstaklingsaðild að Evrópusambandinu. 

https://www.visir.is/g/20242668398d/vinnulag-i-rannsoknaverkefnum-er-ekki-visbending-um-stjornarhaetti-thess-sem-borgar

 


Uppskrift að eitri allra tíma

 

Fjölmargar þjóðir í Evrópu takast á hverjum degi á við ýmis konar erfiðleika sem eiga rætur að rekja til djúpstæðs klofnings og jafnvel borgarastríðs fyrir löngu síðan. Togstreita sem á rætur að rekja til tíma þegar hópar innan sama ríkis hötuðu hverjir aðra eins og pestina getur blossað upp og smitað allt samfélagið.

Íslendingar fengu örlítinn smjörþef af sundurlyndi af þessu tagi þegar tekist var á um herinn í Keflavík og aðildina að Norður-Atlantshafsbandalaginu.  Það voru þó smámunir miðað við þá sem ætluðu aldrei að gleyma hverjir drápu afann sem var kommúnisti eða kapítalisti, páfadindill eða lúthersvillumaður í fjarlægum sveitum Evrópu.  Engu að síður spillti hermálið stjórnmálum á Íslandi verulega.  Stjórnmálamenn gátu gengið að vísum stuðningi fjölda manna, bara ef þeir lofuðu að halda hernum, eða reka hann burt.

Djúpstætt sundurlyndi stendur iðulega í vegi fyrir framförum og má líkja við eitur í samfélaginu.

Nú er í uppsiglingu annað mál, sem hefur alla burði til að bera eitur í alla kima samfélagins.  Hópur manna vill færa stjórnvald á Íslandi til Evrópusambandsins.  Annar hópur vill það alls ekki.  Sá síðarnefndi mun ekki taka því þegjandi að láta hafa af sér þau borgaralegu réttindi að geta kosið sér löggjafa. 

Ákafamenn um valdaframsalið ætla sér að koma í því í gegn með brögðum.  Fyrst á að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þess verður gætt vandlega að spyrja um eitthvað sem enginn er á móti.  Að því búnu verður hafist handa við að breyta lögum landsins til samræmis við lög Evrópusambandsins.  Síðan verður beðið eftir hressilegri ágjöf til að fá endanlegt samþykki.  Ef biðin verður löng má alltaf gefa öllum fullt af peningum og kjósa svo þegar verðbólguskotið kemur í kjölfarið. Í trausti þess að 50,1% trúi því að framsal stjórnvalds sé leiðin til að losna við verðbólgu ætla þessir menn að lýsa yfir sigri, því þeim er sama um hin 49,9%, sem bíða tækifæris að jafna metin og losna út. 

Er þarna komin uppskrift að viðvarandi og djúpstæðu sundurlyndi.


Jólakveðja

Heimssýn óskar landsmönnum öllum, nær og fjær, til sjávar og sveita gleðilegra jóla 


Friðarganga og Evrópusamband

Í dag er gengið til friðar niður Laugaveg.  Sú Þorláksmessuhefð komst á þegar kalda stríðið stóð hátt, fyrir nærri hálfri öld síðan.  Seint verður sagt að það sé sérlega friðsamt í heiminum þessa dagana.  Barist er víða og fólki slátrað eins og enginn sé morgundagurinn.  Í Úkraínu er líklega búið að drepa eða limlesta vel á aðra milljón ungra manna.

Evrópusambandið er ákafur gerandi í þeim leik, og er stolt af því.

Á sama tíma segist ríkisstjórn Íslands vilja ýta af stað ferli sem miðar að því að gera Íslendinga að þegnum í því sama Evrópusambandi.

Þeir sem ganga niður Laugaveginn í dag ættu að velta fyrir sér hvort þeir vilji gera börnum sínum og barnabörnum að lúta því sambandi.

 


Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann

Sé vitvélin ChatGPT spurð hversu mikið aðildarferli eða aðildarviðræður Króatíu og Evrópusambandsins kostuðu á sínum tíma kemur svarið 1 milljarður evra.  Það er hálft annað hundrað milljarðar af íslenskum krónum.  Síðan eru liðin mörg ár, verðlag hækkað og íslenskir embættismenn eru ekki á króatískum launum.  Aðildarferli Íslands gæti því með öðrum orðum hæglega kostað nokkur hundruð milljarða króna. 

Allar líkur eru svo á því að það mundi enda með því að þjóðin afþakkaði pakkann.  Íslendingar höfðu lítinn áhuga þegar Bretar voru enn inni og Evrópusambandinu gekk ekki eins illa og því gengur nú, miðað við aðra heimshluta.  Hví skyldu Íslendingar vilja ganga inn núna, þegar eitt helsta viðskiptaland Íslands er gengið út og Evrópusambandið glímir við stórfelld og viðvarandi efnahagsvandræði?

Að leggja í Evrópuvegferð samsvarar að henda nokkur hundruð milljörðum út um gluggann.

Hafði Inga Sæland ekki í huga að setja það fé í annað?

 


Við bíðum enn, Þorsteinn

Margir hófu dauðaleit að ódýru fé eftir að Þorsteinn Pálsson sagðist þekkja mann í rekstri sem borgaði bara þriðjung af íbúðalánavöxtum.  Það eru líklega um 3% vextir.  Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali á Stöð 2 þann 5. desember sl. og í frétt sem tengdist viðtalinu.  Þar var reyndar vitnað um ágæti Evrópusambandsins af miklum trúarhita og eins og menn vita hefur trúarhitinn stundum yfirhöndina í glímunni við raunveiruleikann, sérstaklega á samkomum af þessu tagi.

Sigurgeir B. Kristgeirsson fæst við fisk og hvorki hann né vinir hans í fiskinum hafa fundið ódýra peninga eins og vinur Þorsteins.  Sigurgeir er, sem von er, súr yfir því að fá ekki að vita hvar þeir eru og sagði frá því í grein í Vísi 11. desember sl. 

Nú væri ráð, Heimir Már, að fá Þorstein aftur í settið og biðja hann að hafa greiðsluseðlana meðferðis.  Sigurgeir hefur greinilega frá ýmsu að segja, svo það væri snjallt hafa hann með.  Svo yrðu allir glaðir þegar Þorsteinn upplýsti hvar ódýru peningarnir væru. Sigurgeir fengi gott lán og þjóðin hætti að halda að Þorsteinn hefði sagt ósatt.

https://www.visir.is/g/20242662487d/islenskur-utgerdarmadur-evropsk-verkakona


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 181
  • Sl. sólarhring: 414
  • Sl. viku: 2750
  • Frá upphafi: 1181384

Annað

  • Innlit í dag: 149
  • Innlit sl. viku: 2434
  • Gestir í dag: 145
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband