Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024

Samruni eða samvinna

Í grein í Vísi fer Hjörtur J. Guðmundsson yfir nokkur atriði í sambandi við Evrópusambandið og EES sem stundum gleymast.  Þannig er að Evrópudómstóllinn er pólitískur og dæmir iðulega Evrópusamruna í hag.  Þá má rifja það upp að molnað hefur undan hinu svokallaða tveggja stoða kerfi, þ.e. að Evrópudómstóllinn hefur fengið aukið vægi á kostnað EFTA, þar sem Ísland á heima. 

Sitt er hvað samruni og samvinna og niðurstaðan í þessum Evrópumálum er alltaf sú sama; best er að stefna að víðtækri fríverslun og hætta að rembast við kerfi sem miðar að því að Evrópureglur fái nánast sjálfkrafa gildi á Íslandi, sama hvað það kostar. 

https://www.visir.is/g/20242582188d/heppni-ad-ekkert-fordaemi-var-til-stadar


Meint upphaf neytendaverndar

Í lögum númer 39 frá 19. júní 1922 segir meðal annars:

Nú skortir hluti, þá er kaup gerðust, einhverja þá kosti, er ætla má að áskildir væru, eða það, sem hlutnum er áfátt, hefir gerst fyrir vanrækt seljanda eftir að kaup voru gerð eða seljandi hefir haft svik í frammi, og getur þá kaupandi krafist skaðabóta.

Lögin fjalla um lausafjárkaup og í þeim eru fjölmargar svipaðar greinar um skyldur kaupanda og seljanda.  Orðið „neytendavernd“ tíðkaðist ekki fyrir 100 árum, en ekki fer á milli mála að um er að ræða lagabálk sem er m.a. um neytendavernd.

Það kemur eflaust sumum í opna skjöldu að lesa rúmlega 100 ára gömul lög af þessu tagi.   Heimsmynd þeirra sem trúa því að neytendavernd hafi byrjað með samþykkt EES-samningsins hrynur með braki og brestum.  Þeir sem hafa skýrari sýn á raunveruleikann átta sig á hinn bóginn á því að ekkert bendir til að neytendavernd væri verri en hún er á Íslandi, þótt ekkert væri EES.

https://www.althingi.is/lagas/119/1922039.html


Ísland án EES

Í Noregi ræða menn hvernig heimurinn yrði ef EES hyrfi.  Stutta svarið er þetta: Engir verulegir ókostir, en verulegir kostir.   Minnt er á að fyrir er fríverslunarsamningur sem tók að fullu gildi árið 1977 og hefur verið í gildi síðan. Ef Evrópusambandið fer í fýlu og segir upp fríverslunarsamningnum taka við taxtar Alþjóðaverslunarráðsins (WTO).  Þeir eru alla jafna ekki sérlega íþyngjandi.  Það er á hinn bóginn mjög íþyngjandi að þurfa að taka við sívaxandi straumi reglna frá Evrópusambandinu.  Það kostar svo mikið að enginn þorir að taka það saman. 

https://neitileu.no/aktuelt/handel-og-samarbeid-med-eu-uten-eos


Fallbyssufóður Evrópusambands

Utanríkisráðherrar í Evrópusambandinu funda og einn þeirra segir frá hugmyndum þeirra um herskyldu og þátttöku í stríðinu í A-Evrópu.

Það er svosem ekkert nýtt undir sólinni í gömlu Evrópu.

https://rmx.news/article/as-ukrainian-casualties-soar-eu-will-move-to-conscript-european-youth-to-fight-warns-hungarian-fm/


Hvert ber að stefna?

Hjörtur J. Guðmundsson fer yfir EES-sviðið í yfiritsgrein á Vísi í dag.  Eins og margoft hefur verið bent á borga Íslendingar háar upphæðir fyrir markaðsaðgang sem fæst ekki, en fá í staðinn að lúta íþyngjandi og dýrum reglum sem m.a hindra frjáls viðskipti.  Allt er það mikill farsi.

Niðurstaðan er sú að það verði að endurskoða hið svokallaða Evrópusamstarf með víðtækan samning um fríverslun að markmiði. 

 

https://www.fullveldi.is/?p=35282


Vítt, en þröngt

Íslendingar hafa kosið sér nýjan forseta.  Sú var tíð að Halla Tómasdóttir var höll undir innlimun Íslands í stórríki gömlu nýlenduveldanna, en hún virðist hafa snúið baki við þeim hugmyndum, eins og svo margir aðrir.  Það er auðvitað ágætt.

Ýmsar ástæður liggja að baki því að menn snúa baki við trúnni á Ísland í faðmi Evrópusambands.  Margir hafa áttað sig á því að eftir Brexit er næsta vonlaust að koma Íslandi þar inn. Þá sjá fleiri og fleiri að Evrópusambandið er valdsækið, á kostnað aðildarríkjanna, og að Ísland mundi þar engu ráða.  Sífellt verður skýrara að mikill kostnaður mundi fylgja því að ganga í Evrópusambandið og vera þar innanborðs, en gróðinn af því væri mjög takmarkaður, ef nokkur.  Ótalmargar aðrar ástæður mætti upp telja, en líklega vegur þyngst að í Evrópusambandinu ræður Evrópusambandið, og því er sama um Ísland.  Þótt Evrópusambandið sé vítt inngöngu, þá er það þröngt útgöngu.    

Heimssýn óskar nýjum forseta velfarnaðar í starfi og minnir um leið á að fullveldi þjóðarinnar er verðmætasta auðlindin.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 201
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 2220
  • Frá upphafi: 1210159

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband