Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024
Miðvikudagur, 31. júlí 2024
Hróp í eyðimörk
Lítill hópur áhugamanna um flutning á stjórnvaldi frá Íslandi til útlanda situr nú við skriftir og talar fjálglega um hávært kall almennings til vegferðar inn í kæfandi faðm Evrópusambandsins.
Hið sanna er vitaskuld að langflestir Íslendinga eru í þeim hópi fólks sem veltir svokölluðum Evrópumálum lítið fyrir sér þessa dagana, eða eru heitir fullveldissinnar og hafa litla þolinmæði til að hlusta á sölumenn snákaolíu.
Hjörtur J. Guðmundsson ræðir þetta skilmerkilega í nýrri grein á Vísi:
https://www.visir.is/g/20242602815d/volada-thjod-
Þriðjudagur, 30. júlí 2024
Tryggingin og iðgjaldið
Gauti heitir maður, Kristmannsson. Hann skrifar nýverið um að það geti verið gott að vera í Evrópusambandinu, því það sé gott tryggingafélag ef hamfarir skyldu verða á Íslandi.
Ef menn vilja tryggingu er best að kaupa tryggingu þar sem skilmálar eru ljósir, bæði hvað varðar iðgjald og bætur. Það er ákaflega langsótt að sækja tryggingu þar sem iðgjaldið óljóst og eins bæturnar. Það eina sem er ljóst, ef farin er leið Gauta, er að það þyrfti borga mikið og að sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar þynntist rækilega út.
Svo má líka velta fyrir sér hvort sanngjarnt sé að alþýða Evrópusambandsins, sem er upp til hópa á sultarlaunum, miðað við það sem tíðkast á Íslandi, borgi kostnað af hamförum á Íslandi.
Mánudagur, 29. júlí 2024
Brexit metið
Eins og við mátti búast reyna margir að meta áhrif Brexit á Breta og það sem eftir er af Evrópusambandinu. Og, eins og við mátti búast eru niðurstöðurnar út og suður. Kannski ráðast þær af því hver kaupir verkið. Kannski ekki.
Hvað sem skýrslum líður er ekki að sjá á helstu hagtölum að verr hafi gengið undanfarin ár hjá Bretum en öðrum stærstu þjóðum í Evrópu.
Hér er ein af lofgjörðum um Brexit. Þeir sem hafa tekið trú á Evrópusambandið dreifa ugglaust skýrslum sem hljóma betur í þeirra kirkju.
Fimmtudagur, 25. júlí 2024
Meiri kreppu í von um minni kreppu
Á sínum tíma héldu sumir að leið Íslands út úr kreppu í kjölfar bankahrunsins hlyti að vera að færa stjórnvaldið til útlanda, þ.e. Evrópusambandsins. Flestum var þó ljóst að eina leiðin til að svo gæti orðið væri að kreppan yrði sem hörðust og sem flestir yrðu svangir.
Það fór ekki svo að alþýðan félli úr hungri á Íslandi og umsóknin um aðild að Evrópusambandinu gufaði upp.
Eftir stendur hin sérkennilega staða að eina leiðin til að koma Íslandi í Evrópusambandið er að koma af stað hyldjúpri kreppu með aflabresti, hungri og volæði. Í ljósi þess hlýtur að hvarfla að mönnum að best sé að þeir sem tekið hafa heita trú á Evrópusambandið fáist ekki við að stjórna neinu sem máli skiptir á Íslandi.
Hjörtur J. Guðmundsson ræðir sitthvað sem að þessu lytur á fullveldi.is
https://www.fullveldi.is/?p=36413
Laugardagur, 20. júlí 2024
Regluvæðing - Björn Þorri Viktorsson
Ástæða er til að vekja athygli á fróðlegu viðtali við Björn Þorra Viktorsson, lögmann, á Útvarpi Sögu. Björn Þorri ræðir regluvæðingu samfélagsins og fleira skylt á og eftir 16. mínútu.
Það er nefnilega ekki ókeypis að hafa sífellt flókanri reglur um gangverk samfélagsins. Það kostar himinháar upphæðir. Eina leiðin til þess að forðast að lenda í slíku er að setja bara þær reglur sem þarf. Til þess að það sé hægt þurfa menn að halda valdinu til að setja reglurnar og ekki framselja það til vandalausra í útlöndum.
Er það ekki augljóst?
Föstudagur, 19. júlí 2024
"Lýðræðið" krefst afnáms lýðræðis.
Fjöldi þingmanna á Evrópuþingi vill afnema kosningarétt þeirra sem þeir eiga ekki samleið með.
Þegar litið er til sögunnar hefur lýðræði frekar sjaldan átt samleið með Evrópu.
Sama má að töluverðu leyti segja um mannréttindi, þar á meðal frelsi.
Það ætti því svosem ekki að koma á óvart að fulltrúar á Evrópuþingi vilji sjálfir skera lýðræðið niður, en er auðvitað í samræmi við víðtæka og vaxandi ritskoðun í Evrópusambandinu.
Þetta er ekki brandari. Þetta er raunveruleikinn við útidyrnar að minna okkur á að láta aldrei nein völd í hendur Evrópusambandsins og hefjast handa við að sækja þau aftur sem þangað hafa lekið.
Mánudagur, 15. júlí 2024
Nýr utanríkisstjóri Evrópusambandsins mælir eindregið með herskyldu
Eistinn Kaja Kallas verður næsti utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Kaja þessi mælir eindregið með herskyldu svo notuð séu hennar eigin orð strax á fyrstu mínútu þessa viðtals. Íslenskir friðarsinnar ættu að íhuga það. Þeir verða líka minntir á það ef einhver þeirra skyldi gleyma því og fara að vinna að innlimun Íslands í bandalag Kaju Kallas.
https://www.youtube.com/watch?v=G_NCvFJApeM
Laugardagur, 13. júlí 2024
Sumar á sýru
Nokkrir Evrópupennar hafa skrifað að undanförnu. Innihaldið er jafnan hið sama, boðskapur um mikinn gróða sem félli Íslendingum í skaut með óútskýrðum hætti, bara ef þeir féllu fram og gengju í sambandið. Stöku sinnum fylgir kenning um bágt andlegt ástand fullvedissinna, líklega sett fram í von um að lesendur þori ekki að styðja fullveldið af ótta við að verða taldir vanvitar af einhverjum óskilgreindum aðilum úti í bæ sem hrópa hátt á torgum, en nenna oftast ekki að setja sig inn í málin.
Hjörtur J. Guðmundsson hefur verið manna ötulastur við að svara einstökum greinum og gerir það meðal annars hér með skýrum og rökföstum hætti, eins og Hirti er vant:
https://www.fullveldi.is/?p=50566
Hjörtur rifjar meðal annars upp að ekki gengur að byggja ákvarðanatöku um inngöngu í bandalagið á núgildandi reglum um t.d. fiskveiðar. Þeim reglum má nefnilega breyta í sjónhendingu og skiptir þá álit fulltrúa smáþjóða litlu máli. Og það sem meira er; það eru uppi hugmyndir innan Evrópusambandins um að breyta reglunum, en um það má lesa hér:
https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/STUD/2019/629202/IPOL_STU(2019)629202_EN.pdf
Föstudagur, 12. júlí 2024
Ryzard setur þingið í hakkavél
Maður er nefndur Ryzard Legutko og er pólskur prófessor í heimspeki og evrópuþingmaður. Ryzard útskýrir vandamál Evrópuþingsins. Hann er kjarnyrtur og kemur miklu að á 2 mínútum og er þó ekki óðamála.
https://www.youtube.com/watch?v=eHRwl6gdnj4
Mánudagur, 8. júlí 2024
Ekki sporð
Öðru hverju sprettur upp hugmynd um að Ísland mundi ráða einhverju í sjávarútvegsmálum í Evrópusambandinu, ef það væri þar. Það er auðvitað fráleitt, þótt hugsanlega gætu fulltrúar frá Íslandi fengið áheyrn stöku sinnum hjá þeim sem ráða.
Hjörtur fer ágætlega yfir þetta í nýlegri grein. Hann minnir á að í makríldeilunni þurftu þær þjóðir sem hagsmuni höfðu og voru og eru í Evrópusambandinu að leita frétta hjá Íslendingum. Ólíkt Íslendingum höfðu þær nefnilega ekki sæti við borðið.
Hjörtur rifjar líka upp eftirfarandi:
Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins þegar makríll fór að leita í miklum mæli inn í efnahagslögsögu landsins er til að mynda ljóst að við hefðum ekki veitt svo mikið sem einn makrílsporð enda alls engan rétt haft til slíkra veiða samkvæmt regluverki þess.
https://www.visir.is/g/20242594238d/-thid-vitid-hvad-thid-vaerud-ad-fara-ut-i-
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar