Bloggfærslur mánaðarins, september 2024
Mánudagur, 30. september 2024
Engin þjóð
hefur bætt lífskjör sín til langframa með því að selja valdið til fjarlægra manna.
Þannig kemst Arnar Þór Jónsson að orði (22. mín), með eðlilegum fyrirvörum, því enginn þekkir alla sögu mannskyns, ekki einu sinni Arnar Þór.
Þetta er meginatriði í sambandi við tengsl Íslands og Evrópusambandsins, bókun 35 og reglugerðafæribandið frá Brussel til Íslands.
Viðtalið við Arnar Þór var í Þjóðólfi og er hér í heild:
Sunnudagur, 29. september 2024
Langtímavandamál, og ekki lausn í augsýn
Evrópusambandið hefur í áratugi dregist aftur úr öðrum heimshornum á hlaupabraut efnahagsmála.
Það hafa valdamenn í sambandinu lengi vitað og margir hafa viljað gera eitt og annað í málinu. Margt bendir til þess að vandinn sé djúpstæðari en svo að sambandið sem slíkt ráði við hann.
Þórður Birgission dregur í nýrri yfirlitsgrein fram nokkur sláandi atriði í þrautagöngu Evrópusambandins. Við lestur hennar er ekki laust við að það hvarfli að manni að það sé ekkert ljós við enda gangnanna, að þau endi bara í völundarhúsi inni í miðju fjalli.
https://www.visir.is/g/20242627531d/evropusambandid-er-i-vanda
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. september 2024
Júlíus skyggnist bak við tjöld
Hvernig stendur á því að eftir 30 róleg ár þurfi skyndilega að lögleiða bókun 35? Júlíus Valsson veltir því fyrir sér og setur í samhengi við umhverfismál og orkupakka Evrópusambandsins.
Það hljóta að vera einhverjir meiri hagsmunir að baki, en löngunin til að stokka upp í lögum og reglum.
https://utvarpsaga.is/adsend-grein-islensk-thjod-stendur-a-timamotum-i-fullveldismalum/
Þriðjudagur, 24. september 2024
Guðmundur Ingi Guðbrandsson og yfirvofandi endalok bókunar 35
Eins og menn þekkja eru allar horfur á að þrýstingur á umhverfið geti aukist til muna ef bókun 35 nær fram að ganga. Evrópusambandið þyrstir í hreina orku og leggur töuvert á sig til að koma málum þannig fyrir að hægt verði að sækja hana t.d. til Íslands, í fyllingu tímans. Á það vitaskuld jafnt við um vatnsorku, jarðvarma og vindorku.
Nú gefur Guðmundur Ingi Guðbrandsson kost á sér til varaformanns VG, undir gunnfána umhverfisverndar. Hann brennur fyrir henni í hjálögðu viðtali.
Skýrara getur þetta varla orðið hjá Guðmundi. Til hamingju með það! Að berjast fyrir umhverfisvernd og að samþykkja bókun 35 er nefnilega eins og að þurrka sér í sturtu.
Þriðjudagur, 24. september 2024
Saga, skreytt stolnum fjöðrum og misskilningi
Undanfarin ár, og áratugi, hefur saga EES-samningsins verið skreytt stolnum fjöðrum af hálfu stjórnvalda og svokallaðra Evrópusinna. Allt sem mönnum þykir gott hafa gerst er reynt að tengja EES og samtímis er reynt að draga upp þá mynd að á Íslandi hæfust menn við í torfkofum með berkla ef EES væri ekki til bjargar. Raunveruleikinn er auðvitað allt annar. Ekki er ástæða til að ætla að Ísland væri verr á vegi statt en það er nú, ef ekki væri EES. Ljóst er á hinn bóginn að mikill uppsafnaður kostnaður hefur orðið af þessu samstarfi. Sá peningur hefði kannski nýst betur í annað.
Öll er þessi helgimynd af EES-samningnum hin spaugilegasta. Þá fyrst skellir maður upp úr þegar því er haldið fram að hrynji EES, þá hrynur Evrópusambandið, eins og lesa má úr orðum utanríkisráðherra, og Hjörtur J. Guðmundsson greinir frá:
https://www.fullveldi.is/?p=45276
Mánudagur, 23. september 2024
Færibandið dýra
Íslendingar eiga tiltölulega snurðulaus viðskipti við meginþorra heimsbyggðarinnar. Helsta frávikið má segja að séu gömlu evrópsku nýlenduveldin á meginlandi Evrópu og þeirra fylgiríki. Þau eru ekki nema um 5% af heimsbyggðinni, en finnst sjálfsagt og eðlilegt að senda Íslendingum lög og reglugerðir á færibandi og ætlast til að þeim sé fylgt, óháð því hvaða kostnaður geti af því hlotist.
Það er tímabært að hefjast handa við að vinda ofan af þessu fyrirkomulagi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. september 2024
Hvar er fiskur undir steini?
Í orkupakkamálinu var gundvallarspurningu aldrei svarað: "Ef lögin skipta okkur engu máli, hvers vegna er þá verið að setja þau?".
Bókun 35 er svipuðu marki brennd. Ef núverandi fyrirkomulag hefur gengið í 30 ár, hvers vegna þarf þá að breyta?
Ljóst er að einhvers staðar liggur fiskur undir steini. Bjarni Jónsson ræðir bókun 35 í tengslum við auðlindir Íslands. Kannski hann hafi fundið steininn og fiskinn.
Bjarni segir m.a.:
Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli?
https://www.visir.is/g/20242624426d/orkunylendan-island-
Að lokum leggjum við til að lesendur bjóði vinum og velunnurum að fylgja fasbókarsíðu Heimssýnar. Fjöldi fylgjenda er ekki í neinu samræmi við fjölda fullveldissinna.
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. september 2024
Alþingismenn fá skyndinámskeið
Það er vel kunnugt að Alþingi ákvað fyrir rúmum 3 áratugum að lögfesta ekki bókun 35 með samningnum um evrópska efnahagssvæðið, EES. Þar var um að ræða yfirvegaða pólitíska ákvörðun, ekki mistök.
Fyrir skömmu panta tveir hæstaréttarmenn ný og betri lög frá Alþingi. Þeir segja:
Það er okkar skoðun að í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er varðandi hvort Ísland hafi innleitt bókun 35 við EES-samninginn með fullnægjandi hætti, og vegna þeirrar ósamkvæmni sem gætt hefur í dómaframkvæmd hér á landi varðandi þetta, sé það mikilvægt að íslenski löggjafinn leysi úr vandanum og setji í lög skýrt og óskilyrt ákvæði á þessu sviði og virði þannig þær skuldbindingar sem koma fram í bókun 35.
Á Alþingi 19. september 2024 útskýrir utanríkisráðherra fyrir þingmönnum að þeirra hlutverk sé að afgreiða refjalaust þessa pöntun hæstaréttarmannanna.
Það er eins og lýðræðislega kjörnir Alþingismenn hafi ekki skilið að þeir séu húskarlar hjá dómsvaldinu, heldur séu uppfullir af gamaldags hugmyndum um þrískiptingu ríkisvalds.
Það væri annars forvitnilegt að vita fyrir hverja hæstaréttarmennirnir umræddu telji sig vinna.
https://www.althingi.is/altext/raeda/155/rad20240919T104806.html
Fimmtudagur, 19. september 2024
Megrunarkaka og bókun 35
Bókun 35 er liður í því að færa valdið úr landi, til ókjörinna embættismanna gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu, og þeirra fylgiríkja.
Það er dýrt að missa valdið og það verður ekki auðveldlega endurheimt. Hér er eitt lítið verkefni, sem þó mundi kosta Ísland yfir 100 milljarða, ef það fyndist leið til að senda Íslandi reikning fyrir hlut í verkinu. Víst er að einhver er nú að leita hennar.
"Sanngjarn hlutur gæti því hæglega orðið hár hluti af reikningnum, en ekki neitt af kökunni."
https://www.visir.is/g/20242622225d/milljardarnir-oteljandi-og-bokun-35
Þriðjudagur, 17. september 2024
Bréfið birt
Reykjavík, september 2024
Forseti Íslands
Halla Tómasdóttir
Staðastað, Sóleyjargötu
101 Reykjavík
Heiðraði forseti
Fyrir liggur að ríkisstjórn Íslands hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um forgang löggjafar sem á sér rætur í EES-samningnum. Sama á við um skuldbindingar sem innleiddar eru með stjórnvaldsfyrirmælum. Frumvarpið er jafnan nefnt bókun 35.
Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir að Ísland sé fullvalda ríki og að löggjafarvaldið sé aðeins í höndum Alþingis og forseta Íslands. Vandséð er annað en að frumvarp til laga um svokallaða bókun 35 gangi gegn stjórnarskránni. Um það er fjallað með ýmsum hætti í fjölda umsagna til Alþingis sem fylgja máli þessu frá því í fyrravetur.
Félagið Heimssýn, sem hefur að markmiði að standa vörð um fullveldi Íslands, hefur af þessu máli mjög miklar áhyggjur. Í því sambandi verður ekki hjá því komist að minna á að frumvarp það sem hér um ræðir var ekki hluti EES-lagabálksins þegar sá samningur var samþykktur. Það var meðal annars vegna þess að ef svo hefði verið, hefði samningurinn gengið gegn stjórnarskránni.
Förum við þess góðfúslega á leit við forseta Íslands að hann veiti máli þessu viðeigandi athygli og beini því til ríkisstjórnar og Alþingis að virða stjórnarskrána. Fari svo að Alþingi samþykki umrætt frumvarp förum við fram á að forseti staðfesti ekki þau lög.
Fyrir hönd Heimssýnar
Haraldur Ólafsson, formaður
Nýjustu færslur
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 1964
- Frá upphafi: 1176818
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar