Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2025
Laugardagur, 23. ágúst 2025
Þú gleymdir nýsköpuninni ,Vilhjálmur
Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri í hugbúnaðar- og nýsköpunargeiranum, talar í nýlegri grein sinni um "örugga framtíð" Íslands innan Evrópusambandsins. Svonefnd Draghi-skýrsla málar þó allt aðra mynd. Þar segir berum orðum að Evrópa sé föst í reglubyrði, þunglamalegum ferlum og stöðnun í örgjörvum, hugbúnaði og gervigreind.
Á meðan Bandaríkin og Asíulöndin sækja fram dregst Evrópa aftur úr í kapphlaupinu sem ræður hagvexti framtíðarinnar: kapphlaupinu um öflugustu örgjörvana og þróun gervigreindar. Staðreyndirnar tala sínu máli: 17 af 20 fremstu AI-fyrirtækjum heims eru í Bandaríkjunum og um 70% grunnlíkana í gervigreind koma þaðan. Evrópa situr eftir.
Árið 2023 sóttu bandarísk AI-fyrirtæki um 62,5 milljarða evra (um 68 milljarða dollara), meðan ESB og Bretland saman náðu einungis 9 milljörðum evra (um 10 milljarða dollara). Síðustu tíu árin hafa bandarísk AI-fyrirtæki (sprotafyrirtæki) sótt um nær 500 milljarða dollara, en evrópsk aðeins um 75 milljarða dollara.
Munurinn er sexfaldur og fer vaxandi.
Innan ESB keppst menn því nú við að reyna að kaupa sér aðgang að framtíðinni. Þannig reyna menn að laða til sín bandaríska fjárfesta í örgjörvaframleiðslu, gagnaverum og annarri hátækni til að fá aðgang að þessari nýjustu tækni. Intel er þegar að byggja á Írlandi og í Þýskalandi með miklum ríkisstuðningi, og hinn svokallaði Chips Act á að halda Evrópu í leiknum. Það er ekki merki um forystu, heldur viðurkenning á veikri stöðu.
Það hljómar auðvitað fallega að tala um "stöðugleika með evru". En staðreyndirnar benda til annars: Brussel er ekki lausnin heldur byrðin. Ef við ætlum að verja íslenskt frumkvöðlastarf og framtíðarhagvöxt þurfum við minna af pappírsfjötrum og meira af sveigjanleika, einföldu regluverki og skynsamlegri fjárfestingu á okkar forsendum.
Það er ekki Ísland sem þarf að elta Brussel, heldur Evrópusambandið sem verður að spyrja sig hvers vegna það er að dragast svona aftur úr.
Föstudagur, 22. ágúst 2025
Vilhjálmur kastar krónunni og hirðir reikningana
Í Morgunblaðinu í gær reynir Vilhjálmur Þorsteinsson enn að sannfæra lesendur sína um að Ísland eigi "öruggari framtíð" innan Evrópusambandsins. Það virðist sagt af fullri alvöru, rétt eins og allir séu búnir að gleyma því hvað sjálfstæð staða okkar getur þýtt.
Fyrst lætur hann krónuna fá það óþvegið fyrir hrun bankanna. Það var ekki stjórnlaus útrás þeirra né skortur á eftirliti eða ævintýramennska, nei heldur sjálf krónan sem olli hruninu. Var þessu ekki annars öfugt farið, það var krónan sem bjargaði okkur þá. Hún gerði okkur kleift að komast á réttan kjöl með okkar eigin peningastefnu og stjórntækjum í stað þess að lenda í evru-vandræðunum sem Grikkland reyndi á eigin skinni.
Það er þægilegt þegar sagan er endurskrifuð þannig að Brussel verði lausnin. Gleymum aldrei að það var sjálfstæði Íslands sem tryggði sigur í Icesave-málinu, málinu sem hefði aldrei unnist ef Brussel hefði ráðið.
En þegar Vilhjálmur kastar krónunni, þá er hann í raun að hirða smáaura: loforð um styrki, um "hagræði" og um að einhver annar sjái um vandamálin. Raunveruleikinn er hins vegar sá að öll þessi loforð snúast upp í reikninga sem falla á íslenska skattgreiðendur, auk skuldbindinga sem þjóðin hefur aldrei samþykkt. Evran hefur þar að auki ekki staðið undir væntingum um aukinn hagvöxt og velsæld. Það sýna skýrslur Evrópusambandsins sjálfs, t.d. Draghi skýrslan.
En nú þegar Vilhjálmur reynir að selja Brussel drauminn með gamalkunnugri frasa-upptalningu er spurningin einföld: Erum við virkilega tilbúin að kasta krónunni fyrir smáaura?
Vilhjálmur, þetta er orðið þreytt. Sama sagan, sömu frasarnir, alltaf með Brussel sem lausn á öllum vandamálum. Ríkisstjórnin sem keyrði þessa stefnu fyrir fimmtán árum var afþökkuð pent í kosningum.
Fimmtudagur, 21. ágúst 2025
Daði Már glímir við stórhvelið frá Brussel
Ríkissjóður virðist alltaf geta átt von á að fá óvænta gesti að nægtaborðinu. Nú er komið úr kafinu risavaxið stórhveli sem enginn sá fyrir í fjármálaáætluninni sem samþykkt var í sumar. Ekki stórhveli úr Faxaflóa, heldur Brussel-hvelið: hernaðarútgjöld og skuldbindingar sem utanríkisráðherrann hefur laumað inn á posann á ríkissjóði.
Tvöfeldnin hér á sér lítil takmörk. Utanríkisráðherrann lofar auknu öryggi með því að tengja Ísland fastar við utanríkisstefnu ESB, en raunveruleikinn er sá að þetta þýðir auknar skuldbindingar, refsiaðgerðir og hernaðarbrölt sem kostar íslenska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Hvar á að taka peningana? Hvers vegna var ekkert minnst á þetta þegar fjármálaáætlunin var samþykkt í júní?
Á sama tíma birtist vandræðagangur ríkisstjórnarinnar enn skýrar: Seðlabankinn hefur lækkað vexti undanfarið ár þar til nú, en ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkar samt sem áður vegna óvissu í ríkisfjármálum. Forsætisráðherra stendur eftir án skýringa, meðan útgjöldin tútna út og fjárfestar lesa út úr heildarmyndinni að stjórnin hafi hvorki hemil á útgjöldum né áætlun um viðbrögð.
Stórhvelið frá Brussel étur sig inn í ríkisfjármálin og Daði Már þarf að glíma við reikning sem þjóðin hefur aldrei gert pöntun fyrir.
Miðvikudagur, 20. ágúst 2025
Sökkvandi fleyið og íslenskir áhafnarmeðlimir
Frá Schuman til Þorgerðar Katrínar og draumurinn um stórríki
Einn furðulegasti gjörningur núverandi utanríkisráðherra er að skuldbinda Ísland til að fylgja að verulegu leyti utanríkisstefnu Evrópusambandsins, þar á meðal refsiaðgerðum gagnvart öðrum ríkjum. Slíkar skuldbindingar vekja upp áleitnar spurningar:
Hvaða umboð hafði ráðherra til þessa gjörnings?
Er hún einvaldur í utanríkismálum Íslands?
Hvaða hag hafa Íslendingar af því að láta munstra sig á sökkvandi fley stríðsóðra Evrópumanna?
Þegar Evrópubandalagið var í vöggu sagði Robert Schuman, (franski stjórnmálamaðurinn sem lagði grunn að Kola- og stálbandalaginu árið 1950), að markmiðið væri ekki samvinna heldur stórríki Evrópu. Sú stefna er óbreytt í dag. Ef íslenskur ráðherra skuldbindur Ísland til að framfylgja stefnu sambandsins í utanríkismálum, þá er ekki aðeins spurning hvort hún hafi umboð, heldur líka hvaðan það umboð kemur.
Samtímis selja aðildarsinnar þetta frumhlaup sem aukið öryggi. En ef tala á um vernd Íslands þá byggist hún á varnarsamningi við Bandaríkin og aðild að NATO, ekki á loforðum frá Brussel.
Ef þetta er skilningur ráðherrans á lýðræði, þá er það Brussel-útgáfan: án þjóðarinnar.
Þriðjudagur, 19. ágúst 2025
GIUK-hliðið og Brusselbrúðuleikhúsið
NATO tryggir Ísland en ráðherrann vill ESB
Það er ekki á hverjum degi sem Ísland lendir í miðju stórveldaskákar. Leikborðið heitir Norður-Atlantshaf, lykilreiturinn GIUK-hliðið, og leikendur eru Bandaríkin og Evrópusambandið. Utanríkisráðherrann virðist stefna að því að gera Ísland að strengjabrúðu í höndum Brussel kanselísins.
GIUK-hliðið, Grænland, Ísland, Bretland, er lífæð varnarkerfis NATO í norðurhöfum. Nú vill Evrópusambandið festa sér ítök á svæðinu með "öryggis- og varnarsamstarfi" sem Bandaríkin taka ekki þátt í. Þetta er ekki NATO, heldur hreint ESB-verkefni.
Bandaríkin eru bakhjarl NATO og Ísland hefur varnarsamning við þau frá 1951. Þetta er raunveruleg hernaðarvernd. Malta, hins vegar, er innan ESB en utan NATO og nýtur engrar viðlíka verndar. Það er sönnunin í hnotskurn: ESB getur ekki boðið öryggi á borð við það sem NATO tryggir.
Þegar Ursula von der Leyen kom hingað nýverið, hóf hún ræðu sína á að tala um NATO en færði sig svo yfir í ESB-varnarsamstarf. Munurinn er ekki formsatriði: að fá ESB inn á GIUK-hliðið felur í sér að breyta valdahlutföllum á Norður-Atlantshafi. Meðan samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru stirð vegna tollamála er ljóst að þessi stefna getur haft alvarlegar afleiðingar.
Sagan kennir okkur að stórveldapólitík á Íslandi er dans á þunnum ís: átökin um NATO og varnarsamninginn klufu þjóðina árið 1951. Horft enn lengra aftur minnir þetta á Sturlungaöld, þegar erlendir hagsmunir réðu för og smáþjóðin endaði sem leikfang í höndum annarra.
Við eigum rétt á hreinskilinni umræðu áður en stórpólitísk umskipti verða keyrð í gegn. Spurningin er einföld: Viljum við að varnarlína Íslands verði teiknuð í Brussel ða viljum við halda okkar málum í eigin höndum í stórveldaskák 21. aldar?
Mánudagur, 18. ágúst 2025
Meira af misskilningi Ágústs Ólafs
Fullveldissinnar dreifast víða og sumir skrifa af kappi. Einn skrifar undir nafninu "Áhorfandinn". Áhorfandanum þykir greinilega Ágúst Ólafur ganga óhóflega langt í lýðskrumi og svarar honum, lið fyrir lið.
Sunnudagur, 17. ágúst 2025
Nei, Ágúst Ólafur, þetta er tómur misskilningur
Maður er nefndur Ágúst Ólafur Ágústsson. Ágúst Ólafur sat á Alþingi um hríð og á sér þá heitu ósk að Evrópusambandið stjórni Íslandi. Hann telur að þá lagist margt af því sem hann telur að þurfi að laga.
Ágúst Ólafur ferðast milli fjölmiðla til að dásama Evrópusambandið. Hann ræðir m.a. sjávarútveg og hefur komist að því að það sé í góðu lagi að Evrópusambandið stjórni honum, vegna þess að það sé svo langt síðan útlendir togarar voru við Ísland og vegna þess að núverandi reglur sambandsins séu Íslandi að einhverju leyti hagfelldar.
Af þessu tilefni þurfa Íslendingar að hafa þetta í huga:
1. Stórþjóðir Evrópu hafa mörg hundruð ára veiðireynslu af Íslandsmiðum og mun meiri veiðireynslu af djúpmiðum en Íslendingar. Svo vill til að þær ráða nú Evrópusambandinu.
2. Núverandi reglur Evrópusambandsins eru fjarri því að vera sniðnar að hagsmunum Íslendinga. Ef Evrópusambandið hefði fengið að ráða hefðu Íslendingar t.d. ekki fengið marga makrílsporða, kannski engan.
3. Evrópusambandið breytir reglum sínum um fiskveiðar þegar því hentar. Þegar það gerist verður Ágúst Ólafur ekki spurður álits og álit sendimanns örþjóðar í sambandinu fer rakleitt í ruslið.
4. Það er engin leið að meitla neitt í stein hvað varðar samskipti við stórveldi á borð við Evrópusambandið. Atburðir síðustu vikna sýna að samningar eru bara virtir þegar það hentar og hægur vandi er að knýja fram hvaða breytingar sem er á gildandi samningum.
5. Stjórnendur og almenningur í Evrópu mun fyrr eða síðar spyrja hvort það sé sanngjarnt að örþjóð sitji ein að auðlind á borð við gjöful fiskimið. Evrópusambandið mun þá sjálft úrskurða til samræmis við svarið við þeirri spurningu.
Ágúst Ólafur verður líklega rithöfundum framtíðar að persónufyrirmynd.
Laugardagur, 16. ágúst 2025
Segir utanríkisráðherra af sér?
Einn af furðulegri gjörningum utanríkisráðherra er að skuldbinda Ísland til að framfylgja titeknum atriðum í utanríkisstefnu sambandsins, þar á meðal refsiaðgerðum. Tengill á samninginn fylgir hér að neðan. Skuldbinding þessi vekur upp áleitnar spurningar:
Hvaða umboð hafði ráðherra til þessa gjörnings? Heldur ráðherra að hann sé einvaldur í utanríkismálum Íslands?
Hvaða hag hafa Íslendingar af því að láta munstra sig á sökkvandi fley stríðsóðra Evrópumanna?
Er þetta lýðræðið sem ráðherra talar í sífellu um, þegar kemur að því að selja Ísland í hendur Evrópusambandsins?
https://www.stjornmalin.is/?p=25112
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. ágúst 2025
Erna og Vigdís taka sprettinn
Erna Bjarnadóttir og Vigdís Hauksdóttir eiga marga ágæta spretti í samtölum undanfarna daga. Á Ernu var att 3 Evrópukörlum á Samstöðinni, en dugði það þó ekki. Vigdís fékk einn þeirra til samtals á Bylgjunni og endurtók hann sönginn af Samstöðinni, sem margoft hefur verið hrakinn.
Inntakið í málflutningi Evrópusinna þessa dagana er að Íslendingum muni aukast öryggi með því að ganga undir fána stórveldis sem á í blóðugu stríði við mesta kjarnorkuveldi heims, stríði sem BNA gafst upp á, en Evrópuveldin vilja halda áfram.
Þá lofar Evróputrúboðið fullt af ódýru lánsfé ef Ísland gengur sambandinu á hönd. Ekki verður lengur tölu komið á þann fjölda hagfræðinga sem bent hafa kurteislega á að það standist enga skoðun. Nægir að nefna greinar Ragnars Árnasonar, prófessors, í því sambandi.
https://samstodin.is/clips/esb-eda-ekki-esb/
Fimmtudagur, 14. ágúst 2025
Osturinn í Snæfellsjökli
Hvað ef sú saga kæmist á kreik að Snæfellsjökull væri fullur af osti? Ef borað væri nógu djúpt kæmust menn í svo miklar birgðir að allir Íslendingar gætu borðað sig metta um ókomna tíð.
Væri ekki rétt og jafnvel lýðræðislegt að bora til að ganga úr skugga um það? Jafnvel þótt það kostaði milljarð?
Svari þessu hver sem vill, en hliðstæðan við Evropusambandið er augljós, að þvi frátöldu að kostnaður við aðildarferlið er mun meiri en að bora í Snæfellsjökul í leit að osti. Það kostar nefniega tugi milljarða, ef ekki hundruð milljarða að hafa herdeildir hálaunamanna um allan bæ á öllum sviðum allra ráðuneyta árum saman í vinnu við að funda og rýna í íslensk lög og vel á annað hundrað þúsund síður af Evrópulögum.
Aðild að Evrópusambandinu felur í sér að gangast undir lög Evrópusambandsins, eins og þau eru í dag og eins og þau verða á morgun. Það er eins ljóst og allt í sambandi við ost undir Snæfellsjökli.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Þú gleymdir nýsköpuninni ,Vilhjálmur
- Vilhjálmur kastar krónunni og hirðir reikningana
- Daði Már glímir við stórhvelið frá Brussel
- Sökkvandi fleyið og íslenskir áhafnarmeðlimir
- GIUK-hliðið og Brusselbrúðuleikhúsið
- Meira af misskilningi Ágústs Ólafs
- Nei, Ágúst Ólafur, þetta er tómur misskilningur
- Segir utanríkisráðherra af sér?
- Erna og Vigdís taka sprettinn
- Osturinn í Snæfellsjökli
- Froða umboðsmannanna
- Málefnalegt? Já, ef málefnin skipta engu máli
- Þrettán ára þögn segir meira en mörg orð
- Frá skuldagreiðslum til tollamúra saga smáríkis
- Skiljanlegt? Nei óafsakanlegt!
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 183
- Sl. sólarhring: 355
- Sl. viku: 3149
- Frá upphafi: 1250215
Annað
- Innlit í dag: 163
- Innlit sl. viku: 2837
- Gestir í dag: 161
- IP-tölur í dag: 153
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar