Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið og vopnaframleiðsla í Ísrael

Ekki hefur farið framhjá neinum að hart er gengið gegn almennum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs.  Er það á skjön við lög og reglur, en umfram allt mannúð.  

Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa haft mikinn skilning á ýmsu er varðar Ísraelsríki, ekki síst Úrsúla von der Leyen, sem nefna má aðal. Ekki fer milli mála að meðferð á gyðingum á dögum þriðja ríkisins skiptir þar máli. Segja má að í framkvæmd trompi samviskubit vegna hennar seinni tíma lög og ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu.  

Nýlega kom upp umræða á Stórþinginu í Osló um stuðning Evrópusambandsins við vopnaframleiðendur í Ísrael, en sagt er frá honum lauslega í fyrirspurn Björnars Moxnes. Er þar m.a. byggt á viðameiri skýrslu sem gefin var út sl. sumar og fjallar um stuðning Evrópusambandsins við vígvæðingu Ísraels eftir innrásina á Gaza. 

Stundum þarf ekki nema einn millilið til að uppruni fjár hverfi sjónum flestra. Í hversu mörgum málum skyldi Evrópusambandið vera slíkur milliliður?

 

https://www.tni.org/en/publication/partners-in-crime-EU-complicity-Israel-genocide-Gaza  

https://neitileu.no/aktuelt/norske-eu-milliarder-til-israel

https://stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Sporsmal/Skriftlige-sporsmal-og-svar/Skriftlig-sporsmal/?qid=99779


Stolt þjóð

Samfylkingin hefur að undanförnu notað orðin "stolt þjóð".  Það virðist fara fyrir brjóstið á sumum stuðningsmönnum flokksins, jafnvel þeim sem ákafast hafa talað fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið. 

Það er rétt að minna á að þjóðernishyggja lekur í taumum af Evrópusambandinu.  Í sumum textum frá sambandinu verður vart þverfótað orðum á borð við "evrópsk gildi" og fleiru í þeim dúr sem sumum þætti vond ef orðinu "evrópsk" væri skipt út fyrir "þýsk", þótt ekki sé talað um "íslensk". 

Evrópusambandið hefur varið miklu fé til að kynna samrunaþróunina með jákvæðum hætti og borgað fyrir ótal rannsóknaverkefni um sig sjálft og hina sögulegu nauðsyn á að Evrópumenn sameinist undir einni stjórn. 

Í Lissabonsáttmálanum er sérstaklega fjallað um að sambandið hafi að markmiði að styðja samrunaþróun aðildarríkja og að þegnar ríkja sambandsins séu þegnar Evrópusambands. 

 

 


Fleiri snúningar á B35

Snúningarnir sem teknir eru á bókun 35 fara að minna á listdans á skautum.  

Hjörtur fer yfir nokkrar nýjustu vendingarnar í nýrri grein.  Ráðherrann sem fer með málið telur það helst til raka í málinu að vont væri að ESA færi með málið fyrir dóm, en Hjörtur bendir á að ef dómur verður Íslandi í óhag þá yrði niðurstaðan sú hin sama og frumvarp ráðherrans felur í sér!  Þá ríkir þögnin ein um að fyrrverandi forseti hæstaréttar telji að bókun 35 gangi gegn stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.  

Um fyrirvarann sem hnýtt er í frumvarpið segir Hjörtur þetta:

Hvað varðar fyrirvarann í frumvarpinu, þess efnis að Alþingi gæti ákveðið að forgangur innleidds regluverk frá Evrópusambandinu ætti ekki við um tiltekna innlenda lagasetningu, er hann í raun gagnslaus. Tilgangurinn með fyrirvaranum er einungis sá að reyna að tryggja stuðning við frumvarpið. Alþingi getur vitanlega alltaf sett slík lög. Kæmi hins vegar til þess myndi það kalla á sömu viðbrögð frá ESA og nú stendur að gefast upp fyrir. Hvaða líkur geta fyrir vikið talizt á því að það yrði gert og að þá yrði staðið í lappirnar?

Hann er semsagt bara til "heimabrúks" til að smyrja afgreiðslu Alþingis.  Það var og. 

https://www.visir.is/g/20242634440d/vardi-ekki-vidsnuninginn


Fleiri fundir um ósvöruðu spurninguna

Fréttir berast af innanbúðarfundum félgsmanna Sjálfstæðisflokks.  Óháð fundarefni er bókun 35 rædd.  Þar er þungt í mörgum og kemur ekki á óvart miðað við afgerandi andstöðu stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sem kom fram í nýlegri skoðanakönnun. 

Menn spyrja:  "Hvers vegna í ósköpunum?".  Svör með tilvísun í réttindi í fæðingarorlofi duga ekki.  Það vita nefnilega allir að það er hægt að tryggja hverjum sem er botnlausan rétt í hverju sem án þess að lögfesta bókun 35.  Eins duga svör um að Evrópusambandið langi til þess skammt.  Fáir kæra sig um að skemma eigin garð til að þóknast löngun Evrópusambandsins. 

Þetta eru óboðleg svör, en engin skárri hafa komið. 

 


Dularfulli flokkurinn

Fréttamenn velta nú vöngum yfir þingflokksfundi Sjálfstæðismanna og glötuðum stórtíðindum. 

Það er vissulega ástæða til að velta vöngum. Utanríkisráðherra hefur eitt þingmál, bókun 35.  

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru þrír Sjálfstæðismenn á móti málinu, fyrir hvern einn sem er því hlynntur.  Í augum utanaðkomandi lítur út fyrir að ætlunin sé að reka burt það litla sem eftir er af fylgi. 

Orðið á götunni segir að reyna eigi að fá þá stjórnarflokka sem minni eru til að ríða á vaðið og afgreiða málið.  Þeir eru enn að hugsa sig um.  Þeirra kjósendur hafa engan áhuga á að auka vald Evrópusambandsins á kostnað lýðræðislegs valds á Íslandi. Flokkunum reynist erfitt að finna góð rök fyrir því að samþykkja að leggja málið fram, eina ferðina enn.  Það kemur ekki á óvart.  Það er yfirleitt erfitt að rökstyðja sjálfsmorðsleiðangra.  Það er sérstaklega erfitt í ljósi þess að bókun 35 hefur fengið að safna ryki í 30 ár, öllum að meinalausu. 

Hvers vegna leggur valdamesta fólk Sjálfstæðisflokksins ofuráherslu á bókun 35?

 

 

 

 


Blekking aldarinnar

Það er án efa ein helsta blekking aldarinnar að Íslendingar hafi átt í einhvers konar viðræðum við Evrópusambandið um hvaða reglur ættu að gilda á Íslandi, ef landið álpaðist þar inn.  

Embættismenn Evrópusambandsins hafa sagt oftar en tölu verður á komið að reglur sambandsins væru ekki umsemjanlegar. Það er ekkert flóknara.  Umræðan á Íslandi virðist þó þurfa áminningu um það öðru hverju.  Hér er myndband með ágætri áminningu.  Það mætti að ósekju spila það fyrir frambjóðendur og þingmenn árlega. 

https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8


Ráðgátur og samsæri

Það er ekki ofmælt að fylgi stjórnarflokkanna hefur verið í frjálsu falli að undanförnu.  Þar er sjálfsagt sitthvað til skýringa, en viðbúið er að undanlátssemi við Evrópusambandið sé ofarlega á þeim lista. 

Undanlátssemin er ráðgáta.  Hvers vegna vilja stjórnmálamenn fórna æru og fylgi fyrir óljósa velþóknun embættismanna gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu?  Hvernig stendur á því að efnisinnihald raka í stjórnmálaumræðu hefur í sífellt ríkari mæli verið "vegna þess að Evrópusambandið vill það", en ekki "vegna þess að það er Íslendingum hagfellt"? 

Það er ekki undarlegt að samsæriskenningar um dulda hagsmuni spretti upp við svona aðstæður.  Þær gætu allar verið rangar, en undanlátssemi stjórnmálamanna er eftir sem áður óútskýrð. 

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72312 


Náttúruvernd og bókun 35

Niðustaða landsfundar VG hefur veirð birt.  Þar eru fjölmörg atriði upp talin, sem flest eiga það sameiginlegt að lítið er hægt í þeim að gera, nema stjórnvald verði kyrrt í landinu.  Það hefði farið vel á að hnykkja á því. 

Þetta á ekki síst við um náttúruvernd og umhverfismál.  Á það hefur verið bent að fyrirvarar Alþingis í tengslum við orkulög Evrópusambandsins munu að líkindum gufa upp með bókun 35.  Þrýstingur orkuþystrar Evrópu og fjárfesta mun líklega vaxa. Í þeim átökum er hætt við að Evrópulög og bókun 35 verði ekki í liði með ósnortinni náttúru. 

Líklega átta þingmenn VG sig á því.  Það kemur væntanlega í ljós á næstunni. 

 

https://vg.is/greinar/alyktanir-samthykktar-a-landsfundi/ 


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 14
  • Sl. sólarhring: 313
  • Sl. viku: 2347
  • Frá upphafi: 1155003

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2025
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband