Leita í fréttum mbl.is

Kjúklingar og refur

Það er ólga í heiminum.  Þeir sem vilja færa stjórnvald á Íslandi til vandalausra reyna að notfæra sér ólguna til að ná sínu fram.  Þeir vilja "þétta raðirnar" með gömlu nýlenduveldunum í Evrópusambandinu.  Kjúklingarnir vilja biðja refinn að gæta sín. 

Þeir sem aðhyllast friðarstefnu halda sig vitaskuld við að í herleysi felist besta vörnin.

Þeir sem sem ekki aðhyllast slíka stefnu þurfa bara að spyrja sig einnar spurningar:  Er líklegt að BNA og Bretar muni láta yfir sig ganga að ríki sem þeim er óvinveitt nái fótfestu á Íslandi?  

Niðurstaðan verður alltaf á þá lund að það gagnist Íslendingum ekki neitt að borga í sjóði vopnaframleiðenda gömlu nýlenduveldanna i Evrópu. 

Svo er líka ekki augljóst hver óvinurinn kunni að vera. 

 

 

 

 

 

 

 


Að kremjast ekki

Það er ólga í heimsmálum.  Þá er skynsamlegast fyrir Íslendinga að viðhafa varkárni og rækta það sem á útlensku er kallað diplómatía. 

Það er hættulegt fyrir smáþjóðir að velja sér "vin" og hengja sig utan á hann. 

Þá er hætt við að þær kremjist fyrr eða síðar í átökum sem "vinurinn" á í.

 

 

 


Þær leita þangað sem þær eru fyrir

Bjarni Már heitir maður sem vill að Íslendingar stofni her og innleiði herskyldu.  Líklega telja flestir Íslendingar það vera furðuhugmyndir, í engum tengslum við raunveruleikann. Bjarna þessum er boðið í viðtöl, menn brosa góðlátlega að barninu og málið gleymist. 

Það kemur ekki á óvart að Bjarni þessi er líka ákafamaður um innlimun Íslands í Evrópusambandið.  Það er einmitt líka hugmynd sem byggir alfarið á tengslaleysi við hinn félagslega, stjórmálalega og efnahagaslega raunveruleika. 

Furðuhugmyndir eiga sér helst lífsvon þar sem þær eru fyrir og þar er þeirra helst að vænta. 


Perlur á bandi

Ástæða er til að mæala með afar góðu viðtali við Arnar Þór Jónsson, fv. dómara á Útvarpi sögu.

Arnar Þór ræðir fullveldismálin af yfirvegun og yfirsýn.  Hann fjallar m.a. um hvernig verið er að koma Íslandi bakdyramegin inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn, bókun 35 o.fl. 

Þá ræðir ræðir Arnar Þór hermál.  Allir sem telja sig friðarsinna ættu að íhuga að í því felst mótsögn að vera friðarsinni og að vilja ganga í Evrópusambandið. 

https://utvarpsaga.is/island-thegar-a-leid-inn-i-evropusambandid-an-adkomu-thjodarinnar/


Stóridómur Ragnars fallinn

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor, var greinilega orðinn leiður á að þurfa að hlusta á síbyljuna um ódýra peninga ef Ísland gengi í Evrópusambandið.  

Ragnar ræðir bábiljuna opinberlega og sagt er frá því í stuttri grein í Morgunblaðinu sem er hér:

https://www.facebook.com/photo/?fbid=10162601640289603&set=gm.826101563015803&idorvanity=439592811666682


Stefna sósíalista

Ása Lind Finnbogadóttir, frambjóðandi sósíalista í nýliðnum kosningum ræðir stefnu flokksins í grein í Vísi. Svo virðist að flokkurinn hafi enn ekki skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga Evrópusambandinu á hönd eða ekki.  Líklegt verður að telja að þetta undarlega skoðanaleysi eigi sinn þátt í þvi að flokkurinn fékk enga þingmenn í síðustu Alþingiskosningum. 

Í greininni kemur fram að Evrópusambandið sé "samvinnubandalag". Hvað skyldi það þýða?

 


Sýnikennsla

Tollastríð er skollið á milli BNA og Evrópusambandsins.  Væri Ísland innanborðs í öðru hverju stórveldinu mundi það að ósekju gjalda.  Kannski dýrt. 

Sjaldan sést eins skýrt og í stríði, hversu sjálfstæðið er mikilvægt. Vilji menn á annað borð sleppa við að verða fallbyssufóður. 

https://www.euronews.com/my-europe/2025/02/19/trump-says-eu-has-been-very-unfair-to-us-as-he-announces-25-tariffs


Mulningsvélin

Það er góð regla að reyna eftir fremsta megni að sjá hluti í sem víðustu samhengi, þótt einnig sé gott að gæta að smáatriðum og tæknilegum útfærslum. 

 
Arnar Þór Jónsson, fv. dómari m.m. horfir á bókun 35 og samstarfið við lönd Evrópusambandsins í víðu samhengi í pistli sem hér fer orðréttur. Pistilinn birtir hann á Fasbókarsíðu sinni:

Frumvarpið um bókun 35 er nýjasti kaflinn í lengri sögu þar sem evrópuréttur flæðir sífellt lengra inn í íslenskan rétt. Sú þróun sem hér um ræðir ætti að vekja okkur til vitundar um nauðsyn þess að staldra við og aðgæta hvort Ísland sé komið út á allt aðra braut en lagt var af stað í á árunum 1993 og 1994. EES samningurinn hefur flutt mikið magn erlendra reglna inn í íslenskan rétt. Þetta hefur verið gert án viðunandi umræðu og áhrifin hafa rist dýpra og víðar en sjá mátti fyrir í upphafi. Hér er um að ræða reglur sem orðið hafa til hjá fjarlægu embættisveldi; reglur sem samdar hafa verið á bak við luktar dyr, oft að undangengnum alls kyns „lobbýisma“, kynntar innan skrifstofuveldisins án umræðu og samþykktar andmælalaust af ábyrgðarlausum embættismönnum. Í tilviki Íslands fer þetta samþykki fram í sameiginlegu EES nefndinni (þar sem Ísland hefur aldrei beitt samningsbundnu neitunarvaldi). Í framhaldi hefur Alþingi, með einfaldri þingsályktun, heimilað ríkisstjórninni að staðfesta viðkomandi ákvarðanir fyrir Íslands hönd og skuldbinda þar með íslenska ríkið samkvæmt EES samningnum með því að fella tilgreindar reglur inn í samninginn og innleiða í settan rétt hérlendis með umyrðalausu samþykki kjörinna fulltrúa.[1]

Þeir sem frammi fyrir þessu halda því fram að EES samningurinn hafi ekki skert fullveldisrétt Íslands eða að frumvarpið um bókun 35 breyti engu um frjálst löggjafarvald Alþingis, hafa annað hvort ekki fylgst með EES samningnum í framkvæmd eða eru beinlínis að villa um fyrir almenningi.

Ferlinu má líkja við mulningsvél sem ekki er hægt að losna úr hafi ríki á annað borð fest fingur í vélinni. Þar er staða örríkis eins og Íslands sérlega viðkvæm því reglusetningarferlið hefur í framkvæmd verið bremsulaust og samningsbundnu neitunarvaldi Íslands aldrei verið beitt. Í rúmlega þrjátíu ára sögu EES samningsins hefur það m.ö.o. aldrei gerst að Ísland hafi hafnað upptöku löggjafar í EES samninginn. Ástæðan hefur verið sögð sú að afleiðing slíks væri „bæði lagaleg og pólitísk óvissa“.[2] Í framkvæmd liggur rótin hjá sameiginlegu EES nefndinni þar sem ábyrgðarlausir embættismenn taka ákvarðanir um hvað beri að fella inn í EES samninginn. Jafnvel í brýnustu hagsmunamálum, svo sem orkumálum, hefur því svo verið haldið fram af fræðimönnum í Evrópurétti að ákvarðanir EES nefndarinnar bindi hendur Alþingis og að „útilokað“ sé að fá undanþágu frá innleiðingu reglna ef samið hefur verið, á vettvangi sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku löggjafar í EES samninginn, því að þegar sé búið að semja um löggjöfina.[3] Þessi framsetning er afhjúpandi fyrir þá sem styðja þessa framkvæmd, en um leið óþolandi í stjórnskipulegu samhengi, því stjórnarskrá Íslands ætlar Alþingi meira hlutverk en að taka við lagareglum án andmæla, án umræðu, án aðhalds og án möguleika til úrbóta almenningi til hagsbóta. Í frjálsu og fullvalda ríki verður löggjafarþingið að geta endurskoðað misheppnaðar lagareglur og breytt þeim, leiðrétt mistök og fært efni reglna til betri vegar í þágu þeirra sem byggja landið.

Nú sem ætíð fyrr ber að halda þeim kyndli á lofti að frelsi almennings, hagsmunir minnihlutahópa og pólitískur stöðugleiki, er best varið með því að lög séu ekki sett nema að undangenginni gaumgæfilegri íhugun og vandaðri umræðu þar sem verjast má bráðræði og pólitískum skammtímaþrýstingi. Myndbirting frumvarpsins um bókun 35 gengur þvert gegn þessum undirstöðum lýðræðislegrar stjórnskipunar.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 2136
  • Frá upphafi: 1201357

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1905
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband