Leita í fréttum mbl.is

Samviska ţjóđarinnar kveđur sér hljóđs

Fjölmiđlun á Íslandi á undir högg ađ sćkja.  Krónunum sem til skiptanna eru fćkkar, hvort heldur er í formi auglýsinga, sem margar fara til erlendra samfélagsmiđla, eđa í formi áskriftargjalda sem sífellt fćrri vilja greiđa.  

Ţađ er ţví gleđilefni ađ nýr fjölmiđill eđa pistlasmiđja hefur litiđ dagsins ljós.  Ţar skrifar hinn ţekkti fullveldissinni Arnar Ţór Jónsson fv. dómari.  Arnar Ţór segir m.a. í fyrsta pistlinum sem út kom 22. janúar sl.:

Ţjóđ sem sćttir sig viđ ađ fá lög send í pósti og ađ löggjafarsamkoman umbreytist í leikhús getur ekki kvartađ ţegar hún vaknar upp viđ ţađ ađ lögin eru orđin ađ barefli sem notađ er gegn henni sjálfri.

Ţví skal spáđ ađ eftir mörg ár munu menn segja ađ penni Arnars Ţórs hafi veriđ pískurinn sem vakti ţjóđina af ţyrnirósarsvefni.

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2286401/


Ţetta er dýrt

 

Hjörtur J. Guđmundsson fjallar skilmerkilega um íţyngjandi reglur frá Evrópusambandinu. Vera má ađ einhverjar ţeirra séu af skynsamlegu viti, en ljóst er ađ ţćr eru ekki ókeypis.  Ţćr kosta íslenskt samfélag mikla fjármuni.  Ţađ eru fjármunir sem í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum vćru betur komnir annars stđar en í kerfi sem er sniđiđ ađ samfélagi stórţjóđa sem um margt er ólíkt íslensku samfélagi.   

Hjörtur bendir á hugsanlega lausn: Ađ skipta EES út fyrir fríverslunarsamning.

https://www.visir.is/g/20232361216d/meginvandinn-er-sjalft-regluverkid?fbclid=IwAR2-s-h8fPNUN6Zl6OWQyP1oc3EFs4uacRhEIgiQ1201C2sgGxZicF5pdkY

 


Fullveldisfundur á miđvikudaginn kl. 17.30

 

Haldiđ verđur upp á fullveldi Íslands međ fundi á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, sal 103,  miđvikudaginn 7. desember 2022, kl. 17:30

 

Frummćlandi verđur Einar Frogner formađur Nei til EU í Noregi og mun hann

rćđa stöđu fullveldismála, EES-samninginn, orkumál og fleira.

 

Viđ umrćđuborđ sitja Arnar Ţór Jónsson, fv. dómari og varaţingmađur, Erna Bjarnadóttir, hagfrćđingur og varaţingmađur og  Erna Ýr Öldudóttir, blađamađur og viđskiptafrćđingur

 

Fundi stýrir Haraldur Ólafsson, formađur Heimssýnar. 

 

Heimssýn, Frjálst land, Herjan og Ísafold

 

Allir velkomnir!

 


104 ára og sprćkt

heimssyn-skjaldarmerki

 

Í dag fögnum viđ 104 ára afmćli fullveldis Íslands.  Á ţeirri rúmu öld sem liđin eru frá ţví Ísland varđ fullvalda ríki hefur ţjóđinni vegnađ betur en allar ţćr rúmu sex aldir sem liđnar voru frá ţví stjórnvaldiđ hóf ađ fćrast til útlanda.  Ţađ á auđvitađ viđ um flestar ţjóđir heims ađ velsćld er mest á síđari árum, á Íslandi voru framfarir meiri en annars stađar.  Núna vermir Ísland iđulega eitt af efstu sćtum kvarđa sem mćla velsćld ţjóđa, en víst er ađ ţannig var ţađ alls ekki á 19. öld.

Ţađ er nefnilega skynsamlegt ađ ţjóđir setji sjálfar sín lög, en feli ţađ ekki vandalausum.  Um ţađ er óţarfi ađ fjölyrđa.  Gleđilega hátíđ.

 

 

Fullveldisfundur Heimssýnar verđur kl. 17 ţann 7. desember og nánar auglýstur síđar.  

 

 


Rannsókn ársins kynnt í RÚV

 heimssyn-conradALandsmenn fengu sérkennilega sendingu frá Ríkisútvarpinu í ţćttinum Silfriđ 13. nóvember sl.  Ţar talađi Maximilian Conrad, prófessor viđ Háskóla Íslands, en Evrópusambandiđ hefur keypt hann og marga ađra til ađ rannsaka upplýsingaóreiđu fyrir sig. 

 

Hvernig stendur á ţví ađ ákvörđun Evrópusambandsins um ađ kaupa rannsókn verđur ađ langri dagskrá í sjónvarpi Ríkisútvarpsins?  Rannsóknin er varla hafin og engar niđurstöđur liggja fyrir.  Sjónvarpiđ segir almennt lítiđ frá niđurstöđum  vísindarannsókna, en loks ţegar tími gefst ţá er hann notađur til ađ rćđa um rannsókn sem ekki hefur fariđ fram.  Megum viđ nćst búast viđ ađ skáldin komi í bókmenntaţćtti til ađ segja frá kvćđum og sögum sem ţau ćtla ađ fara ađ skrifa?

 

Rannsóknaverkefniđ virđist ađ einhverju marki snúast um lygar, blekkingar og rangfćrslur.  Röngum upplýsingum sé miđlađ af illum ásetningi, stađreyndir séu, í huga sumra, valkvćđar og hćtt sé viđ skipbroti lýđrćđis.   Maximilian hefur áhyggjur af ţví ađ fólk láti sér stađreyndir í léttu rúmi liggja og greini ekki milli ţess sem er rétt og rangt. Ţá fjallar hann um ill öfl sem eru andsnúin lýđrćđinu og framsćkinni pólitík.  Allt verđur ţetta til vísindalegrar skođunar nćstu árin.

 

Ţađ vekur athygli ađ verkefniđ er hýst í ţeim hluta Háskólans ţar sem fjöldi manna barđist um á hćl og hnakka til ađ koma Íslandi í Evrópusambandiđ fyrir örfáum árum, og óvíst er ađ menn hafi látiđ af ţeirri baráttu.  Međ inngöngu í Evrópusambandiđ vćri veriđ ađ stíga risaskref í átt frá lýđrćđi.  Öll barátta Evróputrúbođsins var ţéttasti vefur blekkinga og ósanninda sem ofinn hefur veriđ í stjórnmálum á Íslandi.   Maximilian mun ţví ekki ţurfa ađ fara úr húsi til ađ finna nćgan efniviđ til ađ rannsaka.

 

Í augum utanađkomandi hlýtur framkvćmd ţessa verks ađ vera öfugsnúin, svolítiđ eins og ađ manna stjórn bindindisfélags međ fastagestum af barnum.

 

Athygli vekur ađ viđtaliđ fer fram á ensku, en viđmćlandinn hefur ţó búiđ á annan áratug á Íslandi.  Hvernig skyldi standa á ţví?  Fannst enginn í verkefninu sem vildi tala íslensku?  Felast skilabođ í ţví ađ viđmćlandinn tali ensku međ ţýskum hreim?

 


Of mikiđ, en of lítiđ

Fyrir tíma netsins var auđveldara en nú er ađ komast upp međ ađ vera í mótsögn viđ sjálfan sig.  Nú er ţađ erfitt, ef einhver nennir á annađ borđ ađ hlusta eđa lesa ţađ sem menn og flokkar hafa ađ segja. Hjörtur nennti og bendir kurteislega á mótsögnina í ţví ađ vilja minnka ríkisbákn og ganga í Evrópusambandiđ, en hvort tveggja segjast menn vilja í flokki sem nefndur er Viđreisn.  Ţađ er eins og ađ berjast fyrir meiri ţrifnađi međ kúk í buxunum. 

https://www.fullveldi.is/?p=21809

KRAUZE-UE-bureaucracy


Sokkar í erfitt verkefni

ukraina

Nú er prjónađ á menn sem fást viđ „erfiđ verkefni“.

Hin erfiđu verkefni eru ađ höggva mann og annan og leggjast svo sjálfir á höggstokkinn.   Kannski draga mennirnir síđur af sér viđ verkin ef ţeir eru í hlýjum sokkum.  Kannski hćttu ţeir ađ drepa og fćru heim til sín ef ţeir ćttu ekki góđa sokka.

Ótaldar kynslóđir evrópskra kvenna hafa keppst viđ ađ prjóna á menn sem hafa hamast hverjir á öđrum í frostinu.  Svo virđist sem ţessi ţáttur í evrópskri menningu hafi borist til Íslands.  Ţađ er kannski ekki skrýtiđ í ljósi ţess ađ nú á Evrópusambandiđ í stríđi, svo vitnađ sé í Borrell, utanríkisráđherra sambandsins.   Hans stríđ telja sumir sitt stríđ.  Ţađ sama fólk mundi eflaust ekki telja eftir sér ađ prjóna sokka á íslenska drengi viđ mannfórnir í framtíđarríkinu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/09/18/prjona_fyrir_kalda_faetur_i_ukrainu/


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 1038321

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband