Leita í fréttum mbl.is

Mannfórnir í Evrópu og ţroskastig stóru Evrópuríkjanna

heimssyn-skriddreki

Nú standa yfir ótrúlegar og dapurlegar mannfórnir í Austur-Evrópu.

Ađ ţví kemur ađ stríđi lýkur og einhvers konar niđurstađa kemur í ţađ sem deilt var um.  Spyr ţá einhver hvort ekki hefđi mátt fá ţá niđurstöđu án mannfórna. Óvíst er ađ nokkur verđi til svars.    

Pólitískar mannfórnir hafa löngum veriđ ţáttur í menningu stóru Evrópuríkjanna.  Í meginatriđum er óhćtt ađ segja ađ Íslendingar hafi komist á annađ ţroskastig fyrir um 700 árum.  Ţví ber ađ halda til haga.  

Á Íslandi er lítill hópur stjórnmálamanna sem reynir ađ nýta sér styrjöldina til ađ suđa um ađ nú ţurfi Evrópusambandiđ ađ fá völdin á Íslandi. 

Ćtli ţessu fólki sé sjálfrátt?

 

     

 

 


Evrópusambandiđ og fallbyssufóđriđ

heimssyn-fallinn-hermadur

Flestum er í fersku minni ţegar umsókn um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu var samţykkt á Alţingi 16. júlí 2009.  Ţar voru í fararbroddi stjórnmálahreyfingar sem hafa löngum taliđ sér skylt ađ veita friđar- og afvopnunarmálum brautargengi.  Ekki vildu allir á ţeim bćjum horfast í augu viđ hiđ hernađarlega eđli Evrópusambandins og mösuđu ţess í stađ í sífellu um ađ ţeir hefđu oft komiđ til Evrópu og aldrei séđ Evrópusambandshermann.

Nú, rúmum áratug síđar stingur Evrópusambandiđ sér á bólakaf í blóđuga styrjöld í Evrópu. Sambandiđ kaupir og afhendir vopnin.  Ekki er ţörf á ađ kaupa menn til ađ bera ţau, ţví einn styrjaldarađila útvegar ţá međ ţví ađ afnema ferđafrelsi og ţvinga menn nauđuga í veg fyrir byssukjaftana.  Ţađ er gamall evrópskur siđur sem Evrópusambandiđ kippir sér lítiđ upp viđ, og kannski ekki heldur vinir ţess á Íslandi.

https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/statement_22_1441


Evrópumenning er ýmislegt

heimssyn-ukraina

Ţađ fór ţá svo ađ ógćfan sem menn óttuđust helltist yfir í Austur-Evrópu.  Ţađ er dapurlegt, en kemur ţví miđur ekki á óvart. 

Stjórnendur ríkis telja sér ógnađ af öđru ríki og reyna ađ skipta ţar um stjórn međ hólkum og púđri.  Ţeir sem fyrir sitja á fleti bregđast viđ eins og venja hefur veriđ í flestum löndum Evrópu í aldarađir, međ ţví ađ loka hálfa ţjóđina inni og ţvinga hana í veg fyrir fallstykkin. Mörg ríki Evrópu telja sér skylt ađ útvega ţessu fólki púđur og blý sem ljóst er ađ hefur ţann tilgang helstan ađ auka blóđstreymiđ og fylla kjötkvarnirnar.  Allt er ţetta ríkur ţáttur í menningu mjög margra, ef ekki flestra Evrópuríkja. 

Hlutur Íslendinga í ţessum leik er ađ reyna ađ tala um fyrir mönnum ţar sem ţví verđur viđ komiđ og umfram allt ađ gćta ţess eins og framast er unnt ađ ekkert ţeirra ríkja og engin ţeirra ţjóđa sem ţarna eiga hlut ađ máli á fái nein völd á Íslandi.


Arnar og Ögmundur

arnar-ogmundur2-1536x747Á sínum tíma óskuđu íslensk stjórnvöld eftir innlimun Íslands í Evrópusambandiđ.  Fór sú áćtlun út um ţúfur eins og viđ mátti búast, enda var allt ţađ upphlaup viđ annarlegar ađstćđur sem gengu hratt yfir.  Líklegt verđur ađ telja ađ kynslóđir framtíđar munu líta á ţessa ósk íslenskra stjórnvalda eins og afglöp ölóđs manns og ađ bankahruniđ 2008 hafi veriđ öliđ. 

Í ölćđi umsóknarinnar náđu smámál á borđ viđ gengisskráningu, fjármögnun skóla og smásöluverđ á áleggi stundum ađ fljóta upp í umrćđu sem ađ öllu eđlilegu hefđi átt ađ eiga sér stađ um grunngildi samfélagsins og stjórnskipun.  Líkur á innlimun Íslands í Evrópusambandiđ eru nánast ađ engu orđnar, en engu ađ síđur er ástćđa til ađ fagna umrćđu um fullveldismál.   Ađ öđrum ólöstuđum hafa ţeir Arnar Ţór Jónsson og Ögmundur Jónasson lagt drjúgt til í ţeim málum.  Ţađ er óhćtt ađ mćla međ samtali ţeirra um lýđrćđi, fullveldi, ábyrgđ og fleira á Útvarpi sögu 18. janúar sl.

https://www.utvarpsaga.is/fullveldid-er-thyrnir-i-augum-theirra-sem-adhyllast-althjodavaedingu-fjarmagnsins/


Viđ vissum ţađ reyndar

600px-Deutscher_Bundestag_logo.svg

Ţađ er ekkert launungarmál ađ Ţjóđverjar og Frakkar ráđa í Evrópusambandinu.  Hinir dingla međ.  Í ţessum tveimur löndum er ţađ heldur ekki feimnismál, ţótt víđa annars stađar sé ţađ svo.  Ţađ er ţví eđlilegt ađ í sáttmála ţýsku ríkisstjórnarinnar sé tekiđ á ţví hvernig fara skuli međ Evrópusambandiđ, enda er ţađ gert.  Í Evrópukaflanum er fjallađ um ađ stefnt skuli ađ öflugu sambandsríki Evrópu.  Fćra skuli Evrópuţinginu meiri völd en ţađ hefur nú og opna á fjölţjóđleg frambođ til ţingsetu.  Ljóst er ađ ţađ mun leiđa til ţverrandi áhrifa smáríkja sem nú hafa fyrirfram ákveđinn fjölda ţingsćta.  Annađ vćri ólýđrćđislegt og ţađ sér ţýska ríkisstjórnin auđvitađ.  

Viđ vissum ţetta reyndar allt saman, en ţađ er ágćtt ađ fá ţađ stađfest eina ferđina enn, í ţetta sinn frá ćđsta ráđi höfuđbólsins.

 

Hjörtur á fullveldi.is gefur gott yfirlit um sitthvađ tengt ríkisstjórnarsáttmálanum.


Áramót

heimssyn-flugeldarViđ áramót er viđeigandi ađ staldra viđ, líta yfir farinn veg og horfa fram á viđ.

Ţađ er ljúft og skylt ađ viđurkenna ađ stađa fullveldismála er nú betri en hún hefur stundum áđur veriđ.  Fáir tala fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandiđ og ţeir sem á ţađ hlusta virđast ekki vera mikiđ fleiri.  Ástćđa er til ađ gleđjast yfir ţví.  Ţrátt fyrir allt hefur upplýst umrćđa um gildi lýđrćđis og fullveldis ţjóđarinnar skilađ árangri.  Ţau fáu rök sem sumum tókst ađ finna fyrir ţví ađ best vćri ađ farga fullveldinu til ađ geta veriđ međ í ađ styrkja völd gömlu evrópsku nýlenduveldanna á taflborđi heimsins hafa gufađ upp eins og dögg á heiđríkum morgni.  Flestir vita nú orđiđ ađ Evrópusöngvakeppnin er ekki hluti af skemmtidagskrá Evrópusambandsins og ađ Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki útibú frá Evrópusambandinu, hvađa skođun sem menn kunna annars ađ hafa á ţessum stofnunum.   

En hvađ gerir ţjófur sem kemur ađ lćstum dyrum?  Reynir hann ekki viđ bakdyrnar? Sú hefur ţví miđur veriđ raunin ađ Evrópusambandiđ, sem hefur komiđ ađ lćstum ađaldyrum í Noregi og á Íslandi, hefur laumast ađ bakdyrunum og smám saman tekiđ til sín aukiđ vald í einum málaflokki í einu í gegnum samninginn um evrópska efnahagssvćđiđ.  Sú sérkennilega skođun er nefnilega nokkuđ algeng ađ erfitt vćri ađ draga fram lífiđ á Íslandi án ţessa samnings og ţess vegna sé rétt ađ gera nánast hvađ sem er til ađ minnka líkurnar á ţví ađ hann líđi undir lok.  Í skugga ótta af ţessu tagi samţykkti meirihluti Alţingis ađ framselja vald í orkumálum á Íslandi til Evrópusambandsins.  Fleiri málaflokkar hafa lent í hliđstćđu valdaframsali og er ekki séđ fyrir endann á slíku.  Ţađ verđur viđfangsefni komandi árs og ára ađ stöđva hiđ hálf-sjálfvirka valdaframsal stjórnvalds í gegnum EES-samninginn og ađ hefjast handa viđ ađ endurheimta vald sem tapast hefur.

Ađ svo mćltu óskar Heimssýn landsmönnum öllum og öđrum íbúum jarđarinnar gleđilegs nýs árs.


Arnar Ţór á ţađ skiliđ

Óhćtt er ađ segja ađ í brjóstum flestra landsmanna búi fullveldissinni.  Ţeir hafa hver sitt göngulag eins og háttar í mannlífinu.  Sumir fara hljóđlega, en ađrir ríđa röftum.  Flestir láta duga ađ rćđa málin viđ vini og vandamenn, en ađrir ávarpa ţjóđina.  Einn ţeirra síđarnefndu er Arnar Ţór Jónsson, fyrrverandi dómari. Ávörp Arnars Ţórs hafa vakiđ verđskuldađa athygli vegna ţess hversu rökföst ţau eru og vel ígrunduđ.  Arnar Ţór er hugsjónamađur og lóđ hans í fullveldisumrćđunni er ţungt sem blý. 

Sjaldnast fá menn ţakkir fyrir framlag sitt í opinberri umrćđu, stundum bara skítkast.  Núna gefst fullveldissinnum tćkifćri til ađ ţakka Arnari Ţór međ ţví ađ kjósa hann manneskju ársins hjá ruv.is

https://www.ruv.is/frett/2021/12/26/hver-er-manneskja-arsins-2021arnar-thor-fb


Jólakveđja

Heimssýn óskar landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, gleđilegra jólaimage


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2022
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 1022689

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband