Sunnudagur, 12. janúar 2025
10 milljarðar eru lika peningar
Kostnaður við aðild að Evrópusambandinu er í mörgum misdýrum liðum. Sumir þeirra kosta himin og haf og sagt var frá þeim nýverið hér:
https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2309911/
Aðildargjöldin eru líklega einn af ódýrari liðunum. Í þessari grein er mynd sem sýnir framlag ýmissa landa í Evrópusambandinu og það sem önnur lönd þiggja. Af myndinni má álykta að aðildargjöld Íslands yrðu af stærðargráðunni 10 milljarðar króna. Það má kaupa sitthvað fyrir þá upphæð.
https://www.iwd.de/artikel/zahlungssalden-der-mitgliedsstaaten-sorgen-fuer-transparenz-566395/
Laugardagur, 11. janúar 2025
Alvöru spilling
Heyrst hefur að sumir vilji ganga í Evrópusambandið til að draga úr spillingu. Líklega telja þeir að Evrópusambandið reki skrifstofu sem stöðvar spillingu.
Fjölmörg ríki í Evrópusambandinu teljast mun spilltari en Ísland. Samt hafa þau verið áratugum saman í sambandinu. Ætli spillingarstöðvunarskrifstofan hafi ekki frétt af þeim?
Föstudagur, 10. janúar 2025
Alvöru sparnaður
Það er siður sumra að reikna hagnað af félagsaðild í Evrópusambandinu með því að leggja saman styrkina, en sleppa greiðslunum í sjóðina. Þær koma nefnilega úr allt öðrum vasa, þó svo hann sé á sömu buxunum.
Morgunblaðið birti í fyrradag grein eftir Harald Ólafsson, þar sem brugðist er við áskorun stjórnvalda um að koma með hugmyndir til sparnaðar. Þar segir þetta:
Ríkisstjórn Íslands hefur óskað eftir tillögum til sparnaðar. Það er sjálfsagt að bregðast við því kalli. Núverandi fyrirkomulag á samskiptum við þau ríki sem eftir eru í Evrópusambandinu, eftir að Bretar yfirgáfu það, er dýrt. Kostnaðurinn við þetta fyrirkomulag, sem að mestu markast af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er margþættur og þar er svigrúm til sparnaðar.
Í fyrsta lagi er um að ræða það sem kalla má aðildargjöld að EES. Það eru um 3 milljarðar á ári, eftir því sem næst verður komist. Líta má á að um sé að ræða aðgangseyri að sameiginlegum markaði Evrópusambandsins. Það er kyndugt, því ekkert slíkt gjald var innheimt fyrir aðild að fríverslunarsamtökunum EFTA og það felst mótsögn í því að njóta tollfrelsis, en þurfa samt að greiða fyrir markaðsaðgang. Það kyndugasta er þó að Íslendingar njóta ekki fulls tollfrelsis fyrir útflutning á helstu afurð Íslands inn á markað Evrópusambandsins.
Í öðru lagi er verulegur og vaxandi kostnaður af gjöldum sem tengjast sérstökum málaflokkum. Þar má nefna gjöld fyrir losunarheimildir sem leggjast munu af vaxandi þunga á ferðir til Íslands í lofti og á sjó. Það kerfi er þannig útbúið að kostnaður getur, og mun líklega aukast sjálfkrafa, án þess að til komi sérstakar pólitískar ákvarðanir um hækkun. Þá stendur til að innheimta gjald fyrir vegabréfsáritun fyrir ferðamenn sem koma til Íslands frá löndum utan Schengen-svæðisins. Þeir peningar lenda að stórum hluta í sjóðum Evrópusambandsins. Þau gjöld sem hér eru nefnd leggjast sérlega þungt á íslenskt samfélag eru því réttnefnd Íslandsskattur.
Í þriðja lagi er kostnaður stofnana og fyrirtækja við að gera það sem reglur Evrópusambandsins segja að þurfi að gera. Reglurnar koma á færibandi til stimplunar á Alþingi. Þeim fjölgar stjórnlaust og berast óháð því hvort þeirra sé þörf eða ekki.
Í fjórða lagi eru hindranir á viðskiptum og viðskiptasamningum við lönd utan Evrópusambandsins vegna tæknilegra kvaða sem Evrópusambandið setur. Þær kvaðir eru iðulega til að vernda iðnað á meginlandi Evrópu fyrir samkeppni.
Í fimmta lagi er rétt að hætta öllum verkum sem miða að því að koma Íslandi í Evrópusambandið. Aðeins rúmur þriðjungur þjóðarinnar vill ganga í bandalagið, minnihluti Alþingis vill það og hluti ríkisstjórnarinnar er því algerlega andvígur. Fyrir hálfum öðrum áratug var haldið í Evrópusambandsvegferð sem fór út um þúfur. Nú eru aðstæður mun mótdrægari; Bretar eru horfnir úr sambandinu, sambandið á í blóðugri styrjöld, staða efnahagsmála hjá burðarstólpum sambandsins er slæm og horfurnar verri. Helmingurinn af sambandinu er bláfátækur, en Ísland er hins vegar á mun betra róli en það var árið 2009. Aðildarferli að sambandinu kostar marga milljarða á ári og það er algerlega út í bláinn að hefja slíka vegferð.
Það er erfitt að setja tölur á suma liðina sem hér eru upp taldir, en um er að ræða að minnsta kosti tugi milljarða á ári. Á móti kemur hugsanlegur hagnaður af EES. Samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum er ekki ljóst hver hann er. Það er vel hugsanlegt að hann sé lítill sem enginn og tvímælalaust mun minni en sumir vilja trúa. Ekki varð augljóst tap af því að Bretar hættu í EES og ekki leiða viðskipti við Breta og 95% af heimsbyggðinni til kostnaðar af því tagi sem hér er upp talinn.
Það færi vel á því að ríkisstjórnin endurskoðaði fyrirkomulagið á samskiptum Íslands við það sem eftir er af Evrópusambandinu, með víðtæka fríverslun í huga
Fimmtudagur, 9. janúar 2025
Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Nú, þegar fokið er í flest skjól þeirra sem hafa hingað til viljað ganga í Evrópusambandið og taka aðra Íslendinga með í þá ferð, er gripið í síðasta hálmstráið: Verðmætamatið.
Verðmætamat Evrópusambandsins er svo ári líkt verðmætamati Íslendinga, að það liggur beint við að þessi gömlu nýlenduveldi eigi að stjórna Íslandi. Þó matið væri svipað, er það vitaskuld út í bláinn, en kannski er það ekki svipað. Snorri Másson skrifar um það beittan pistil á Fasbókina.
Að honum lesnum verður eflaust einhverjum orðfall. Evrópa er meiri ormagryfja en margur hugði.
Þetta segir Snorri:
Miðvikudagur, 8. janúar 2025
Að hlusta á þjóðina
Um þessar mundir berast fréttir af því að utanríkisráðherra hafi borgað háan reikning fyrir hergagnaframleiðslu í A-Evrópu. Þó eru aðeins rúmlega 20% Íslendinga fylgjandi því að styrkja svoleiðis starfsemi. Ríkisstjórnin vill ýta úr vör ferli sem miðar að því að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu. Þó vill aðeins rúmur þriðjungur þjóðarinnar fara þangað inn.
Sumir stjórnmálamenn segja oft að það eigi að hlusta á þjóðina. Ætli það eigi bara við ef hún segir það sem þeir vilja heyra, en annars ekki?
Þriðjudagur, 7. janúar 2025
Ósvarað
Þegar orkupakkaumræðan stóð sem hæst spurðu menn:
Hvers vegna ættu Þýskaland, Frakkland og fylgiríki þeirra að ráða einhverju í orkumálum á Íslandi?
Spurningunni var aldrei svarað.
Nú spyrja margir:
Hvers vegna hækkar rafmagnið svona mikið?
Hver ætlar að verða til svars?
Mánudagur, 6. janúar 2025
Aðalfundur
Aðalfundur samtakanna Orkan okkar verður haldinn kl. 18 þann 15. janúar 2025
Fundað verður i Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu 8 sem er í Vatnsmýrinni í
Reykjavík.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. janúar 2025
Rykbindiefni
Maður að nafni Gunnar Hólmsteinn bað í Vísi um staðreyndir í Evrópuumræðu. Þótt beiðnin hafi verið á bólakafi í graut af fullyrðingum sem voru meira eða minna út í bláinn svarar Hjörtur J. Guðmundsson Gunnari af alkunnum skýrleika og kurteisi í Vísi í dag, 5. janúar 2025. Þar eru nokkrar staðreyndir sem greinilega eru ekki nógu oft rifjaðar upp.
Í fyrsta lagi eru örríki á borð við Ísland að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Um það segir þetta:
Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið myndi landið fá sex þingmenn á þingi þess af um 720 eins og staðan er í dag sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan væri enn verri í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði á við að eiga aðeins 5% hlutdeild í alþingismanni.
Þá er rifjað upp að yfirþjóðlegt vald Evrópusambandisns er niðurneglt í Lissabonsáttmálanum. Það á m.a. við um sjávarútvegs- og orkumál. Þar eru helstu auðlindir Íslands, hafi það farið famhjá einhverjum.
Um efnahags og peningamál segir Hjörtur orðrétt:
Við getum sömuleiðis talað um þá staðreynd að lágir vextir innan evrusvæðisins á liðnum árum hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands þar á bæ heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar með meðal annars litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi hinn svokallaði stöðugleiki. Það er ástæða fyrir því að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vexti. Staða efnahagsmála innan svæðisins hefur einfaldlega ekki gefið tilefni til þess.
og rifjar svo upp að evran hefur aldrei uppfyllt skilyrðin 4 sem nauðsynleg eru myntsvæði að mati nóbelsverðlaunahafans Róberts Mundell. Evran er í raun tæki til að ná fram pólitískum markmiðum fremur en tæki til að hámarka hagkvæmni í efnahagsmálum.
Hjörtur rifjar svo upp að spilling er landlæg í Evrópusambandinu og að til að komast í það bæli sem Evrópusambandið er, er lágmark að hafa samstíga ríkisstjórn í málinu og traustan meirihluta á Alþingi. Því er ekki fyrir að fara. Að lokum er svo hnykkt á því sem Evrópusamandið hefur margoft hnykkt á sjálft; ríki sem óska eftir aðild að sambandinu fara ekki í viðræður um hvaða reglur eigi að gilda í sambandinu, heldur um það hversu hratt og hvernig þær verða best innleiddar í viðkomandi ríki.
Í stað þess að ræða málin á forsendum staðreynda eins og hér er sagt frá einkennist málflutningur svokallaðra Evrópusinna jafnan af tilraunum til að þyrla upp svo miklu ryki að menn missi sjónar á staðreyndum í dálitla stund.
Það þætti ekki einu sinni boðlegt á málfundi í grunnskóla.
https://www.visir.is/g/20252671177d/tolum-endilega-um-stadreyndir
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 144
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 1907
- Frá upphafi: 1186514
Annað
- Innlit í dag: 126
- Innlit sl. viku: 1671
- Gestir í dag: 120
- IP-tölur í dag: 120
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar