Leita í fréttum mbl.is

Tiltekt, verðmætasköpun, einföldun og einangraður utanríkisráðherra

Ríkisstjórnin vill tiltekt, verðmætasköpun og einföldun á regluverki.

Ráðherra utanríkismála ætlar að leggja fram bókun 35.

Bókun 35 er ekki tiltekt, hún er óreiða.  Flókið samfélag er dýrt samfélag.  Bókin 35 flækir bætir nýrri forgangsreglu í stjórnkerfið og dregur með því úr verðmætasköpun.  Bókun 35 er allt annað en einföldun á regluverki.  Bókun 35 færir vald til ókjörinna og vandalausra manna í útlöndum.

Bókun 35 gengur þess utan gegn stjórnarskrá og meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn henni.

Getur verið að utanríkisráðherra hafi verið í einangrun?

 

  


Besta fyrirkomulagið

Öðru hvoru berast fréttir af því að Ísland sé best í heimi í einhverju.  

Það er vitaskuld gaman að fréttum af þessu tagi og þá má lengi velta fyrir sér hvernig og hvers vegna samfélög manna eru eins misjöfn og raun ber vitni. 

Í viðhengdri frétt segir frá því að Ísland sé friðsælast í heiminum. Sé það rétt, er líklega eitthvað rétt gert á Íslandi.  Með því er ekki sagt að ekki sé hægt að gera enn betur.

Getur verið að það sé ekki svo slæmt fyrirkomulag, að Íslendingar stjórni sér sjálfir?

Heldur einhver í alvöru að það sé hægt að gera betur með því að afhenda vandalausum völdin í landinu?

https://www.visir.is/g/20252769055d/island-enn-fridsaelast-i-sifellt-versnandi-heimi


Umboðið dularfulla

Í skjali sem utanríkisráðherra undirritaði fyrr í sumar segir m.a.:

 

4. Building on our cornfflon experience of the past decades, we are detennined to upgrade the EEA political dialogue and cooperation in the areas of foreign policy, security and defence in the following fonnats:

...

Alignment with EU foreign policy

iii. alignment of EEA-EFTA States with EU statements, declarations and restrictive measures;

 

Fer ekki að koma að því að fjölmiðlar fari að grennslast fyrir um hvaða heimild utanríkisráðherra hafði til að útvista utanríkismálum Íslands til erlends ríkjasambands sem hefur í hyggju, að eigin sögn, að virða ekki samning við Ísland um frjáls viðskipti?

https://www.eeas.europa.eu/sites/default/files/documents/2025/Joint%20Statement_Strengthening%20EEA%20Foreign%20and%20Security%20Policy%20Cooperation.pdf

 

 


Alltaf agnarögn hjá Hirti

Það er sama hvernig áhrif ríkis á borð við Ísland innan stórríkis Evrópusambandsins eru reiknuð, útkoman er alltaf agnarögn. Hjörtur hefur í gegnum tíðina reiknað völd smáríkis með ýmsum hætti, en útkoman er ávallt svipuð: hverfandi. 

Sumir segja að Evrópusambandinu sé stjórnað af embættismönnum, aðrir af stórkapítali stærstu ríkjanna og enn aðrir að sambandið sé undir stjórn stjórnmálamanna ríkjanna sem ráða. Eflaust hafa allir eitthvað til síns máls.

Enginn heldur því á hinn bóginn fram að örríki ráði einhverju í Evrópusambandinu, að litlum hópi manna á Íslandi frátöldum. Sá söfnuður hefur bitið í sig að Evrópusambandið geti orðið svo yfirgengilega ólýðræðislegt, að örlítil smáþjóð fái þar einhverju ráðið.

https://www.visir.is/g/20252772156d/vaegid-eftir-sem-adur-dropi-i-hafid


Mótsagnir ársins

Hópur stjórnmálamanna vill að stjórnvald á Íslandi verði fært aðilum sem engin leið er fyrir Íslendinga að kjósa burt, né fá til að skila valdinu.  Stjórnmálakerfi af því tagi voru algeng á 20. öld, en liðu undir lok. Fáir sakna þeirra og allra síst margir úr fyrrnefndum hópi, sem þó vill feta þessa gömlu slóð, rakleitt í ófæruna.

Hópur stjórnmálamanna vildi hækka veiðigjald og lagði á það mjög mikla áherslu nýverið.  Úr sama hópi vilja margir gangast undir vald Evrópusambandsins.  Ef það gengi eftir yrði ekki króna innheimt í veiðigjald þegar fram í sækti, og reyndar óvíst hvort nokkur sporður kæmi á land á Íslandi eftir fáein ár.

Ætli það sé nokkur leið að trompa svona mótsagnir?  Eiga þær ekki frekar heima í gamanleik, en í stjórnmálaumræðu?

 

  


Óboðleg sölumennska Evrópuhreyfingarinnar

Formaður Evrópusamtakanna lýsti því að hundruð Íslendinga gætu fengið störf í Brussel komi til aðildar Íslands að ESB, í þættinum Reykjavík síðdegis nú í vikunni. Þetta átti að sýna að þrátt fyrir lítið vægi okkar á Evrópuþinginu og í ráðherraráðinu væri engu að síður tryggt með þessum fjölda íslenskra starfsmanna að hagsmuna okkar yrði gætt.

En hvað merkir þetta í raun? Til hvers er aðild að samtökum þar sem það nægir ekki að eiga sæti á þingi og fulltrúa í framkvæmdastjórn heldur þarf að nota sem hluta af söluræðunni að þarna verði hundruð Íslendinga innan embættismannakerfisins til að gæta hagsmuna okkar? Er það ekki viðurkenning á því að kerfið er þannig úr garði gert að smáríki hafi í raun lítil áhrif innan valdastofnananna?

Elítan sem græðir á aðild

Eitt er það að hópur fólks horfi til þessa nú þegar. Þegar ríkin í Mið- og Austur-Evrópu gengu í ESB árið 2004 var það ekki almenningur sem stýrði ferlinu. Það var stjórnsýslan og ákveðin elíta sem hafði sérhæft sig í ESB-málefnum. Fjöldi embættismanna vann í aðlögunarverkefnum (Twinning), sótti námsdvöl til Brussel og komst inn í tengslanet sambandsins.

Á sama tíma stækkaði sá hópur fólks sem hafði menntað sig í Evrópurétti eða hagfræði, skrifað greinar og tekið virkan þátt í opinberri umræðu um aðild. Þetta fólk sá bæði tækifæri til starfsframa og pólitískt hlutverk sitt bundið við aðildina og varð þannig ákafasti talsmaður hennar.

Fræðimaðurinn Heather Grabbe, sem starfað hefur bæði innan framkvæmdastjórnar ESB og við virtar evrópskar rannsóknarstofnanir, hefur bent á að stækkunarferlið búi til "nýja elítu" sem með tímanum verður sjálf að málsvörum aðildarinnar. Hún kallar þetta "elite socialisation": ferlið sjálft mótar hóp sem hefur persónulega hagsmuni af því að ESB-verkefnið nái fram að ganga. Grabbe hefur jafnframt varað við því að þessi þróun ýti undir lýðræðishalla: umræðan færist frá almenningi til fámenns hóps sem hefur starfsferil, tekjur og framtíð sína bundna við aðildina.

Hlunnindi sem enginn talar um

Aðildarferli skapar tækifæri sem sjaldan eru rædd: tengslamyndun, ráðstefnur, fundarsetur í Brussel og aðgang að innsta hring. Það er meira en bara pólitískt verkefni, það er líka starfs- og lífsstíll. Það þarf ekki að sitja með sykurlaust Pepsi í fordyrinu þegar maður hefur aðgang að veisluhöldunum innandyra.

Íslenskir starfsmenn ESB vinna ekki fyrir Ísland

Formaður Evrópuhreyfingarinnar setur þetta fram sem sölupunkt: "hundruð Íslendinga í Brussel" muni gæta hagsmuna okkar. En staðreyndin er einföld: starfsmenn ESB, íslenskir sem aðrir, vinna ekki fyrir Ísland, heldur fyrir sambandið í heild.

Það er óboðlegt að formaður Evrópuhreyfingarinnar, með menntun í ESB-fræðum, láti að því liggja að Íslendingar sem ráðnir verða til starfa hjá sambandinu muni gera það að sínu fyrsta verki að fara í berhögg við eigin starfsreglur. Starfsmenn ESB sverja eið um að vinna í þágu sambandsins í heild og mega ekki gæta sérstakra hagsmuna síns heimalands. Að selja aðild með því að láta að því liggja að þetta fólk muni brjóta þær skyldur er ekki bara óraunsætt - það er óboðlegt.


Staðreyndir sussa á Hönnu Katrínu

Íslenskir aðildarsinnar hafa árum saman vísað til þess að Finnar og Svíar hafi fengið sérmeðferð þegar þeir gengu í Evrópusambandið, sérstaklega þegar kemur að landbúnaði. Þeir hafi fengið aðgang að einhverri "sérstakri stefnu fyrir norðlægan landbúnað" sem Ísland gæti líka treyst á og sem muni opna flóðgáttir styrkja fyrir íslenska bændur.

En í nýrri grein í Bændablaðinu (28. ágúst) leiðréttir Erna Bjarnadóttir þennan málflutning. Hún bendir á að það sem Norðurlöndin fengu árið 1995 voru tímabundnar aðlögunarheimildir, ekki varanlegar sérlausnir og ekki sérstök stefna fyrir landbúnað í köldu loftslagi. Það sem þau fengu var svigrúm til að leggja til eigið fjármagn til stuðnings landbúnaði á norðurslóðum, ofan á almennan ramma sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar (CAP). Að öðru leyti kemur fjármögnunin úr sameiginlegum sjóðum, ekki úr neinum sérstökum sjóðum sem ætlaðir eru fyrir norðlægan landbúnað.

Sama niðurstaða kom skýrt fram í viðtali við Ernu í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær (3. sept.), þar sem hún fór einnig yfir hvernig sameiginlega fjármögnunin virkar milli aðildarlands og framlaga úr CAP.

Engir sjóðir ætlaðir norðlægum landbúnaði

Þegar Hanna Katrín, ráðherra landbúnaðarmála með meiru, fundaði í sumar með yfirmanni landbúnaðarmála hjá framkvæmdastjórn ESB, sagði hún markmiðið vera að kynna sér stefnu ESB fyrir "norðlægan landbúnað".

Staðreyndin er hins vegar sú, eins og Erna bendir á í greininni, að slík stefna er ekki til. Það sem er til eru almennir rammar innan CAP sem aðildarríki geta nýtt til að styðja ákveðin svæði sem búa við erfiðar aðstæður, en með eigin fjármagni ofan á það sem kemur frá Brussel. Þetta síðara er sérstaklega mikilvægt. Stærstu styrkjaflokkar CAP sem tengjast byggðamálum byggjast nefnilega á mótframlögum aðildarríkisins sjálfs.

Þegar haft er í huga að Ísland yrði án efa nettó greiðandi til ESB, blasir við að íslensk stjórnvöld þyrftu einnig að leggja fram fjármagn á móti slíkum styrkjum ef bændur ættu að njóta þeirra. Það er því ekki aðeins óraunhæft heldur beinlínis villandi að tala um "norðlægan landbúnað" sem sérlausn.

Flökkusögur eða framtíðargrundvöllur?

Spurningin er því einföld: Ætlum við að byggja framtíð íslensks landbúnaðar á flökkusögum um sérlausnir sem aldrei hafa verið til eða á staðreyndum sem sýna okkur hvernig kerfið raunverulega virkar?


Pólitísk fjarvera forsætisráðherra

Í sumar gaf forsætisráðherra þjóðinni "róandi" í ESB-aðildarmálinu. Þá var tónninn sá að ekkert væri aðkallandi, engin þörf væri á umræðu, þjóðin skyldi bara hvílast. Nú hefur þessi róandi breyst í fjarveru.

Í nýju viðtali í Morgunblaðinu leggur forsætisráðherra alla áherslu á fjárlög og sparnað. Hún segir engan ágreining vera við Viðreisn um Evrópumál og lætur þar við sitja. Þegar aðrir ráðherrar tala fyrir endurræsingu aðildarferlisins stendur hún til hliðar, eins og málið snerti hana ekki.

Það er freistandi að líta á þetta sem hlutleysi. En í reynd er þetta pólitísk ákvörðun: með því að stíga til hliðar leyfir forsætisráðherra öðrum að móta umræðuna. Utanríkisráðherrann getur því haldið áfram með sína dagskrá, án þess að forsætisráðherra setji niður stefnu eða markalínur. Þannig verður fjarveran að aðferð, - ekki hlutleysi, heldur skýrt val um að forðast ábyrgð.

Þetta skapar tvenns konar afleiðingar. Annars vegar eykur það vægi þeirra sem þrýsta á um aðild, þeir hljóta að telja þögn forystunnar samþykki í dulargervi. Hins vegar sýnir það þjóðinni stjórn sem talar út og suður, þar sem enginn veit í raun hver ræður ferðinni. Eina sem heyrist skýrt er að einn flokkur talar fyrir aðild, aðrir þegja þunnu hljóði.

Slíkt grefur undan bæði trausti og umboði þjóðarinnar. Við sjáum hér samt ekki nýtt fyrirbæri heldur þekkt mynstur í Evrópu. Í aðildarferlum landa í Austur- og Mið-Evrópu kusu forsætisráðherrar oft að láta aðra ráðherra bera hitann og þungann. Fræðin kalla þetta strategic ambiguity eða viljandi óljósa stöðu sem gerir kleift að forðast átökþ Þetta er á hinn bóginn á kostnað skýrleika og lýðræðis. Það er þægilegt fyrir þann sem vill sitja á báðum stólum, en þjóðin situr eftir ringluð og áttvillt.

Íslendingar eiga rétt á forystu í þessu máli hvort sem niðurstaðan verður já eða nei. Það sem við fáum núna er hins vegar pólitísk fjarvera. Fyrst var þjóðinni gefið róandi, nú er hún skilin eftir á berangri, eins og hjörð án forystusauðar. Hvað næst Kristrún? Á Viðreisn að stjórna umferðarljósunum á leiðinni til Brussel?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 18
  • Sl. sólarhring: 406
  • Sl. viku: 2867
  • Frá upphafi: 1259918

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 2672
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband