Leita í fréttum mbl.is

Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins þann 22. Janúar með viðtali við Jón Daníelsson hagfræðiprófessor er áhugaverð samantekt á þróun samræmdar vísitölu neysluverðs í nokkrum Evrópulöndum. Þar segir m.a.:

"Þegar litið er til samræmdrar vísitölu neysluverðs semræmdar verðbólgu, hefur hún mælst svipuð á Íslandi og á Evrusvæðinu síðastliðinn áratug. Frá lokum árs 2016 til byrjunar árs 2023 mældist hún heldur lægri á Íslandi en á evrusvæðinu. Á síðastliðnu ári hefur hún hins vegar mælst hærri á Íslandi samanborið við Evrusvæðið."

Síðar segir svo:

"Í samanburði við önnur ríki í Evrópu mældist Ísland lengi vel með lægri samræmda verðbólgu, nánar tiltekið 2017-2020. Á síðustu árum hefur Ísland og Þýskaland verið á svipuðu reiki en Spánn, Ítalía og Frakkland verið með minni verðbólgu. Pólland hefur upplifað meiri verðbólgum.a. vegna mikils hagvaxtar og launahækkana. Á hinn bóginn stendur Sviss út sem fyrirmynd efnahagslegs stöðugleika í Evrópu."

Sannleikurinn er nefnilega sá að Covid og ekki síður stríðið í Úkraínu hafa leikið hagkerfi ESB landa grátt og sér ekki fyrir endann á því í þeirri orkukreppu sem þar herjar. Hvaða erindi á Ísland að borði ákvarðantöku þar sem engin samstaða er um hvernig á að leita leiða út úr þeim ógöngum sem við blasa og lýst er í svonefndri Draghi – skýrslu?


Evran er aukaatriði

Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics einn fremsta hagfræðiskóla í heimi, fer yfir fjölmargt í fjögurra síðna viðtali við Viðskiptablaðið sem kom út 23. janúar. Þar segir hann m.a.:

“Ég fæ þá tilfinningu að umræðan á Íslandi sé þannig að það sé hægt að ganga inn í ESB og taka upp evruna einn, tveir og þrír, og öðlast lága vexti og stöðugleika á svipstundu. Þessi umræða virðist því miður ekki vera í tengslum við raunveruleikann.”

Aðild að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) segir hann ekki verða fyrr en eftir "...svokallað aðlögunarferli sem tekur nokkur ár. Þá taka við gildandi reglur ESB um gjaldmiðla sem eru nokkuð skýrar.”

Til þess að ný aðildarlönd geti tekið upp Evru þurfa þau að sýna fram á að þau geti mætt skilyrðum um verðbólgu, stöðugleika gengis og afkomu hins opinberra. Reynslan sýnir að það geti tekið mörg ár, jafnvel 10 til 20 ár, fyrir ný aðildarlönd að mæta þessum skilyrðum.

Umræða sem drifin er af röngum fullyrðingum eða óbeinum skilaboðum hvað þetta varðar er óábyrg. Viðtal Viðskiptablaðsins við Jón er mikilvægt innlegg í málefnalega umræðu.


Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis

Vöruskiptajöfnuður Íslands og Bandaríkjanna er nálægt því að vera í jafnvægi.  Ekki er að sjá að nokkurt tilefni sé til að kvarta undan því að það halli á annan aðilann, enda hefur enginn gert það, svo vitað sé.

Önnur saga er sögð af viðskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.  Svo er að heyra að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna telji að það halli svo á Bandaríkin að tilefni sé til að hækka tolla á evrópskar vörur.

Ef Ísland væri í Evrópusambandinu mundi það vitaskuld lenda í tollastríðum Evrópusambandins.  Það getur átt við Bandaríkin á morgun og guð má vita hvaða ríki eftir 10 ár. Viðskiptastríð geta orðið íslensku atvinnulífi mjög dýrkypt. 

Tryggasta leiðin til að verða ekki fallbyssufóður fyrir stórveldi í viðskiptastríði er að gæta vel að stjálfstæði landsins. 

https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-01-22-bandarikjaforseti-hotar-evropusambandinu-med-tollum-433799

 


Tæki 15 ár að fá evru – og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?

Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor í Lundúnum, segir evruna vera aukaatriði í sambandi við aðild að ESB, enda tæki 15 ár að taka hana upp og á meðan þyrftum við að halda vöxtum háum (með aukinni hættu á atvinnuleysi). Meira máli fyrir okkur skipti laga- og regluumhverfi ESB, m.a. um fiskveiðistjórnun og nýtingu náttúruafla. Þetta kemur fram í frétt á vb.is. Miðað við gildandi reglur, stefnu og hugsunarhátt yrði væntanlega litið á orku og aðrar auðlindir hér á landi og umhverfis landið sem sameiginlegar lindir fyrir alla íbúa Evrópu. Í frétt vb.is er einnig minnt á nýlega grein sérfræðings í hagfræði og peningastefnu þar sem kemur fram að jaðarríki (á borð við Ísland) hafi mestan kostnað af upptöku evrunnar.


Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni

Ríkisstjórnin vill halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samband Íslands við Evrópusambandið. 

Það mætti spyrja svona:

 

Viltu að íslenska ríkið leiti samninga um víðtæka fríverslun við Evrópusambandið, sem leyst gæti af kvaðir sem leiða af upptöku laga og reglna samkvæmt EES-samningnum? 

 

Svo mætti spara helling með því að ríkisstjórnin kanni hvað hægt sé að semja um í þessu sambandi, án þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hún hefur til þess fulla heimild sem enginn hefur hingað til dregið í efa. Enginn krafðist þess að fríverslunarsamningur við Kína yrði borinn undir þjóðina. 

 

 

 

 


Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna

Öðru hverju hafa Evrópusambandssinnar í Noregi lýst því yfir að Ísland væri alveg komið að því að ganga í Evrópusambandið, og Noregur yrði að hafa hraðann á, ef það skyldi bara vera einn stóll eftir við eitthvert borð sem sagt er að gaman geti verið fyrir kommissar að sitja við. 

Sama saga hefur stundum verið sögð á Íslandi, og er þá löndunum víxlað.  Sagt er að Noregur sé að ganga inn og Íslendingar verði að ná í mark á undan. 

Þeir sem fylgjast með fréttum í báðum löndum hlæja iðulega að þessum leik.  Nú hefur Hjörtur, af illkvittni mundu sumir segja, eyðilagt leikinn fyrir norskum Evrópusambandssinnum.  

Þeir fara þá bara í stórfiskaleik í staðinn. 

https://www.dn.no/innlegg/island/eu/eos/de-forteller-oss-islendinger-at-norge-skal-bli-med-i-eu/2-1-1761516?fbclid=IwY2xjawH7RwNleHRuA2FlbQIxMQABHdRmB8ZbmBb0ImW4P-_YzK-nMxdf2Prdkrqs83ycA5ia1mbmYlZKOQifrg_aem_VN3MquJ8Ssvbap1p0ZwV8Q


Stóri misskilningurinn

Goðsögninum "samningarviðræður" við Evrópusambandið lifir enn í einhverjum afkimum samféalgsins.  Einverjir virðast telja forvitnilegt að kanna hvað fáist í svokölluðum viðræðum.  Í því sambandi þarf að huga að þessu:

 

1. Það stendur ekki til boða af hálfu Evrópusambandsins að semja um varanlegar undanþágur frá reglum sambandsins.  Það hefur margoft komið fram, meðal annars á frægu myndbandi hér:

https://www.youtube.com/watch?app=desktop&v=0O4fkcYwpu8&fbclid=IwY2xjawH54TsBHVsfdOa48BJBJ5yQ9p6D_wFc9A8Je5ChlGaYR4XqA9JDrtNO3yUa_-Yt1g

Samningar við einstök ríki fyrir mörgum áratugum síðan eru ekki fordæmi.  Þá giltu aðrar reglur en gera nú.

 

2. Evrópusambandið hefur svo miklar og víðtækar valdheimildir gagnvart aðildarríkjum að því er í lófa lagið að knýja fram hvers konar breytingar á hvaða samningum sem er.

 

3. Það verður ekki samið um hvernig lög Evrópusambandsins verða í framtíðinni. Það veit enginn hvernig þau verða og hverju þau eiga að bregðast við.  Það eina sem er víst er að aðildarríkin, sérstaklega þau litlu, þurfa að fylgja lögunum. 

 

 


Uppeldisfræðileg nýlunda

Thomas nokkur Möller skrifaði sérkennilega grein í DV um daginn, þar sem fram kom að það væru í senn framfarir fólgnar í því að færa vald inn í landið og út úr því.  Fleira var í þeim dúr. 

Haraldur Ólafsson svarar helstu umræðupunktunum frá Thomasi í grein í DV í dag.  Hann segir m.a. um þjóðaratkvæðagreiðslu:

Ekki leynir sér að hugmynd, a.m.k. sumra, er að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt verður spurningar sem mörgum reynist erfitt að svara neitandi, jafnvel þótt þeir hafi engan áhuga á að verða þegnar í Evrópusambandinu. Með frjálslegri túlkun á niðurstöðunni er í kjölfarið ætlunin að halda í aðlögunarvegferð sem endar með óformlegri inngöngu í Evrópusambandið. Ef vitað er að áætluð ferðalok felast í að láta ýta sér fram af kletti er óþarfi að leggja í kostnaðarsamar viðræður um hvort það sé gott að fá sér heilsubótargöngu upp á klettinn.

Í kaflanum um vaxtamál má skilja Harald á þann veg að börn hafi fræðsluskyldu gagnvart  foreldrum.  Það má segja að þar fari uppeldisfræðileg nýlunda:

Áhugamönnum um þessi mál má benda á grein Agnars Tómasar Möller „Mýtan um hávaxtakrónuna“ í Morgunblaðinu 20. nóvember 2024. Þar segir m.a. „En með hliðsjón af þróun langtímavaxta bendir hins vegar ekkert til að krónan sé sérstakur áhrifavaldur hærra vaxtastigs á Íslandi – þvert á móti…“ Það ætti að vera sérlega hægt um vik fyrir Thomas Möller að fá nánari útskýringar hjá Agnari Tómasi Möller í þessu máli.

https://www.dv.is/eyjan/2025/01/18/haraldur-olafsson-skrifar-nei-thomas-thetta-er-ekki-svona/ 

 


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 54
  • Sl. sólarhring: 263
  • Sl. viku: 2156
  • Frá upphafi: 1187937

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 1929
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband