Fimmtudagur, 4. september 2025
Staðreyndir sussa á Hönnu Katrínu
Íslenskir aðildarsinnar hafa árum saman vísað til þess að Finnar og Svíar hafi fengið sérmeðferð þegar þeir gengu í Evrópusambandið, sérstaklega þegar kemur að landbúnaði. Þeir hafi fengið aðgang að einhverri "sérstakri stefnu fyrir norðlægan landbúnað" sem Ísland gæti líka treyst á og sem muni opna flóðgáttir styrkja fyrir íslenska bændur.
En í nýrri grein í Bændablaðinu (28. ágúst) leiðréttir Erna Bjarnadóttir þennan málflutning. Hún bendir á að það sem Norðurlöndin fengu árið 1995 voru tímabundnar aðlögunarheimildir, ekki varanlegar sérlausnir og ekki sérstök stefna fyrir landbúnað í köldu loftslagi. Það sem þau fengu var svigrúm til að leggja til eigið fjármagn til stuðnings landbúnaði á norðurslóðum, ofan á almennan ramma sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar (CAP). Að öðru leyti kemur fjármögnunin úr sameiginlegum sjóðum, ekki úr neinum sérstökum sjóðum sem ætlaðir eru fyrir norðlægan landbúnað.
Sama niðurstaða kom skýrt fram í viðtali við Ernu í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær (3. sept.), þar sem hún fór einnig yfir hvernig sameiginlega fjármögnunin virkar milli aðildarlands og framlaga úr CAP.
Engir sjóðir ætlaðir norðlægum landbúnaði
Þegar Hanna Katrín, ráðherra landbúnaðarmála með meiru, fundaði í sumar með yfirmanni landbúnaðarmála hjá framkvæmdastjórn ESB, sagði hún markmiðið vera að kynna sér stefnu ESB fyrir "norðlægan landbúnað".
Staðreyndin er hins vegar sú, eins og Erna bendir á í greininni, að slík stefna er ekki til. Það sem er til eru almennir rammar innan CAP sem aðildarríki geta nýtt til að styðja ákveðin svæði sem búa við erfiðar aðstæður, en með eigin fjármagni ofan á það sem kemur frá Brussel. Þetta síðara er sérstaklega mikilvægt. Stærstu styrkjaflokkar CAP sem tengjast byggðamálum byggjast nefnilega á mótframlögum aðildarríkisins sjálfs.
Þegar haft er í huga að Ísland yrði án efa nettó greiðandi til ESB, blasir við að íslensk stjórnvöld þyrftu einnig að leggja fram fjármagn á móti slíkum styrkjum ef bændur ættu að njóta þeirra. Það er því ekki aðeins óraunhæft heldur beinlínis villandi að tala um "norðlægan landbúnað" sem sérlausn.
Flökkusögur eða framtíðargrundvöllur?
Spurningin er því einföld: Ætlum við að byggja framtíð íslensks landbúnaðar á flökkusögum um sérlausnir sem aldrei hafa verið til eða á staðreyndum sem sýna okkur hvernig kerfið raunverulega virkar?
Miðvikudagur, 3. september 2025
Pólitísk fjarvera forsætisráðherra
Í sumar gaf forsætisráðherra þjóðinni "róandi" í ESB-aðildarmálinu. Þá var tónninn sá að ekkert væri aðkallandi, engin þörf væri á umræðu, þjóðin skyldi bara hvílast. Nú hefur þessi róandi breyst í fjarveru.
Í nýju viðtali í Morgunblaðinu leggur forsætisráðherra alla áherslu á fjárlög og sparnað. Hún segir engan ágreining vera við Viðreisn um Evrópumál og lætur þar við sitja. Þegar aðrir ráðherrar tala fyrir endurræsingu aðildarferlisins stendur hún til hliðar, eins og málið snerti hana ekki.
Það er freistandi að líta á þetta sem hlutleysi. En í reynd er þetta pólitísk ákvörðun: með því að stíga til hliðar leyfir forsætisráðherra öðrum að móta umræðuna. Utanríkisráðherrann getur því haldið áfram með sína dagskrá, án þess að forsætisráðherra setji niður stefnu eða markalínur. Þannig verður fjarveran að aðferð, - ekki hlutleysi, heldur skýrt val um að forðast ábyrgð.
Þetta skapar tvenns konar afleiðingar. Annars vegar eykur það vægi þeirra sem þrýsta á um aðild, þeir hljóta að telja þögn forystunnar samþykki í dulargervi. Hins vegar sýnir það þjóðinni stjórn sem talar út og suður, þar sem enginn veit í raun hver ræður ferðinni. Eina sem heyrist skýrt er að einn flokkur talar fyrir aðild, aðrir þegja þunnu hljóði.
Slíkt grefur undan bæði trausti og umboði þjóðarinnar. Við sjáum hér samt ekki nýtt fyrirbæri heldur þekkt mynstur í Evrópu. Í aðildarferlum landa í Austur- og Mið-Evrópu kusu forsætisráðherrar oft að láta aðra ráðherra bera hitann og þungann. Fræðin kalla þetta strategic ambiguity eða viljandi óljósa stöðu sem gerir kleift að forðast átökþ Þetta er á hinn bóginn á kostnað skýrleika og lýðræðis. Það er þægilegt fyrir þann sem vill sitja á báðum stólum, en þjóðin situr eftir ringluð og áttvillt.
Íslendingar eiga rétt á forystu í þessu máli hvort sem niðurstaðan verður já eða nei. Það sem við fáum núna er hins vegar pólitísk fjarvera. Fyrst var þjóðinni gefið róandi, nú er hún skilin eftir á berangri, eins og hjörð án forystusauðar. Hvað næst Kristrún? Á Viðreisn að stjórna umferðarljósunum á leiðinni til Brussel?
Þriðjudagur, 2. september 2025
Asninn gullið og Evrópuhreyfingin
Fréttir af ráðningu framkvæmdastjóra fyrir Evrópuhreyfinguna á Íslandi kalla bæði á spurningar og svör. Evrópuhreyfingin á Íslandi er ekki frjálslegur kaffihúsaklúbbur áhugafólks, heldur formlegur aðili að European Movement International (EMI) - sem eru regnhlífasamtök evrópuhreyfinga og hafa haft það yfirlýsta markmið að vinna að sambandsríki Evrópu.
Þá vaknar spurningin sem enginn vill spyrja upphátt: Hver borgar? Hver kostar stöðu framkvæmdastjóra og annars rekstrarkostnaðar í samtökum þar sem engin félagsgjöld eru?
Svarið liggur í opinberum skýrslum EMI: meirihluti rekstrarfjár kemur frá Brussel sjálfri, m.a. í gegnum sjóði eins og Citizens, Equality, Rights and Values, og stór hluti rennur áfram til landsfélaga, svo þau geti staðið fyrir herferðum "heima fyrir" líkast til í nafni einhverssonar grasrótarstarfs. Með öðrum orðum: grasrótin er í reynd rótarlaus vatnalilja í gosbrunni sem ESB vökvar reglulega.
Fræðimennirnir Christopher Lord og Paul Magnette hafa lengi bent á að flutningur fjármagns eftir þessum leiðum skapi "lýðræðishalla": það er þegar yfirþjóðlegt vald fjármagnar innlendar hreyfingar til að framleiða samstöðu sem annars væri ekki til staðar. Í löndum sem enn eru umsóknarríki er þetta beinlínis kerfisbundið: ESB styrkir "pro-European NGOs" í Serbíu, Norður-Makedóníu og Albaníu í gegnum IPA-sjóði.
Rannsóknir Ulrich Sedelmeier (2011), prófessors í stjórnmálafræði við London School of Economics (LSE) sýna að þetta er hluti af sjálfu aðildarferlinu.
Það þarf ekki frekari skýringar á því af hverju íslensk Evrópuhreyfing gengur opinberlega til liðs við EMI: formleg aðild er skilyrði fyrir aðgengi að fjármagni. Gullið klingir í kassanum sem asninn er klyfjaður.
Við getum kallað þetta "grasrót" ef við viljum. En það er grasrót sem fær vatn, ljós og áburð frá Brussel - og þolir illa íslenskan vind. Spurningin er þá þessi: þegar framkvæmdastjórinn og félagar hennar í Evrópuhreyfingunni kveða söng sinn í fjölmiðlum - eru það raddir íslenskrar þjóðar sem heyrast, eða bergmál úr fjárhirslum Brussel?
Mánudagur, 1. september 2025
Snærós, asninn og gullið
Til er félag manna sem vill að Íslendingar verði þegnar í sameinuðu ríki Evrópumanna. Félagsgjöld eru engin, en félagið hefur engu að síður ráðið framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjórinn hefur áður leiðbeint um "strategíu og ásýnd".
Það mundi óneitanlega bæta ásýnd félgsins ef upplýst væri hvaðan allir silfurpeningarnir koma, sem borga fyrir framkvæmdastjórann. Það væri ágætt fyrsta verk framkvæmdastjóra.
Það eru eflaust margir blaðamenn á línunni hans nú þegar.
Ætli sykurpabbinn sé innlendur eða erlendur?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/01/snaeros_radin_framkvaemdastjori_evropuhreyfingarinn/
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
Vegir ástarinnar
Ákafamönnum um innlimun Íslands í Evrópusambandið er tíðrætt um ást sína á lýðræði. Því oftar sem um hana er rætt, því ljósara verður hið gagnstæða.
Það hefði verið hægur vandi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 og orkupakka 3. Það var ekki gert, enda sýndu kannanir að þjóðin var á móti. Evrópulýðræðið er nefnilega þannig vaxið að það ræður bara ef niðurstaðan er "rétt". Ef hætta er á "rangri" niðurstöðu, er ekki talið tilefni til að kjósa.
Nú sér ríkisstjórnin að hún kemst ekki lengra með Ísland inn í bandalagið, án frekara umboðs. Hvað er þá betra en að skella í eina þjóðaratkvæðagreiðslu með óljósri spurningu sem hefur það eina markmið að vera nógu jákvæð til að möguleiki sé á að hún verði samþykkt?
Í framhaldinu má svo túlka niðurstöður að vild og byrja að ausa tugmilljörðum í vonlaust aðildarferli og rannsóknir á innihaldi pakka sem vitað er hvað er í.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 30. ágúst 2025
Frá Húnaflóa til Brussel reglugerðanetið gleypir allt
Í Brussel eru fiskarnir okkar ekki bara á markaði, heldur flæktir í reglugerðir. Sjávarútvegsstefna ESB er ekki hugmynd á blaði, heldur ferli sem tekur ákvarðanir um kvóta, reglur og ráðgjöf. Aðild að ESB þýðir að ákvarðanir sem varða okkar fiskistofna færast til Brussel.
Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, fór nýverið yfir regluverk sjávarútvegsstefnunnar í grein í Morgunblaðinu. Hann leggur áherslu á að kerfið sé ítarlega reglusett, með skýrum viðmiðum og stofnanakerfi ESB sem taki ákvarðanir með lagalegri nákvæmni: reglugerðir, stofnanir, skiptingu kvóta og svonefnda ICES-ráðgjöf. Niðurstaðan er skýr: aðild þýðir að ákvarðanir um íslenskan sjávarútveg færast til Brussel.
Í Brussel er enginn fiskur of smár til að rata inn í reglugerð, hvort sem það eru deilistofnar í Norður-Atlantshafi eða heimakærar grásleppur í Húnaflóa.
Hér er ekki um að ræða túlkunaratriði eða grátt svæði í fræðunum. Þetta stendur svart á hvítu í grunnlöggjöf ESB. Það má vel vera að fallegar sögur séu á kreiki um undantekningar, sérlausnir eða sérstakar aðstæður, en engin dæmi eru til um slíkar varanlegar undanþágur í aðildarsamningum. Það er lágmark að nálgast umræðu um þennan málaflokk út frá staðreyndum.
Niðurstaðan blasir við: Viljum við leggja þorskinn okkar og þar með fiskimiðin í ylvolgan faðm kommisjónarinnar í Brussel?
Föstudagur, 29. ágúst 2025
Áhrifakapphlaup á norðurslóðum - djöflatertan er tilbúin, kremið vantar
Danska ríkissjónvarpið DR greindi nýlega frá því að menn með tengsl við Donald Trump hefðu reynt að grafa undan tengslum Grænlands og Danmerkur. Þar var safnað listum yfir stuðningsmenn og andstæðinga, þrýst á innri pólitík og jafnvel teiknuð upp framtíð þar sem Grænland yrði hluti af Bandaríkjunum. Danski utanríkisráðherrann kallaði bandarískan erindreka á teppið og talaði um óásættanlegt inngrip í innri málefni. Þetta er hrá og augljós valdbeiting - enginn pastellitur, bara hamar og nagli.
En Brussel nýtir aðrar aðferðir. Þar er uppskriftin snyrtilegri: reglugerðir í gegnum EES-samninginn, styrkir til rannsókna og svæðisbundinna verkefna og norðurslóðastefna sem skilgreinir Ísland sem "viðkvæmt svæði". Nýlega bættist svo við öryggis- og varnarsamstarf sem opnar dyr að íslenskum innviðum, fyrir undirskrift utanríkisráðherrans okkar.
Sundum birtast áhrifin þó með öðrum hætti, til dæmis í gegnum fræðasamfélagið. Hjörtur J. Guðmundsson skrifar á www.stjornmalin.is um nýlegt dæmi þar sem prófessor í stjórnmálafræði kallaði Brexit "skot í fótinn". Sá hinn sami er formaður Evrópuhreyfingarinnar og nýlegur handhafi Jean Monnet-styrks frá ESB. Það er líklega ekkert glæpsamlegt við það, en er það ekki líka dæmi um "mjúka valdbeitingu" þegar styrkir tryggja að ákveðnar raddir fái meira vægi í opinberri umræðu en aðrar?
Munurinn liggur ekki í markmiðinu, heldur í leiðinni þangað. Hjá Bandaríkjunum er uppskriftin þrýstingur, listamenn og bein aðkoma að einstaklingum. Í tilviki ESB eru það reglugerðir, fjármögnun og "mjúk valdbeiting" sem virðist saklaus en þjónar pólitískum tilgangi.
Annað kemur með hamarinn, hitt með styrkjabréfin. En bæði eru botnar í sömu kökunni - tveimur sykurlausum djöflatertubotnum sem þurfa bragðgott krem. Það er óþægileg tilhugsun að einhver muni á endanum sleikja á sér puttana.
Fimmtudagur, 28. ágúst 2025
Rennibraut fyrir lýðræðishalla
Í leiðara Morgunblaðsins sl. miðvikudag er bent á að svo virðist sem hvorki rök né samstaða séu til staðar innan ríkisstjórnarinnar þegar kemur að fyrirhugaðri aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Meðan forsætisráðherra segir þetta ekki forgangsmál hafa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, auk Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingar, rætt um að hraða umsókninni.
En þetta er alls ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vel þekkt mynstur í þeim löndum sem hafa gengið í Evrópusambandið síðustu 20-30 árin.
Í fræðunum ber þetta heitið lýðræðishalli ("democratic deficit"). Giandomenico Majone (1998) og Follesdal & Hix (2006) hafa sýnt fram á að ákvarðanir um framsal valds til Brussel eru iðulega teknar langt frá fólkinu sjálfu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru notaðar til skrauts eftir á. Það eru stjórnmálamenn og embættismenn sem stýra ferlinu í samstarfi við Brussel.
Þegar íslenskir ráðherrar tala út og suður, forsætisráðherra segir þetta "ekkert aðkallandi mál" en utanríkisráðherra talar um að "hraða umsókn", þá er það ekki merki um séríslenskan óstöðugleika. Það er dæmigert fyrir aðildarferli: ríkisstjórnir eru ósamstíga, þjóðin er klofin, en ferlið heldur engu að síður áfram, knúið af kolavélunum í Brussel og innlendum elítum. Þetta er einmitt kjarninn í lýðræðishallanum, að ferlið er drifið áfram ofan frá, en ekki af opnum og sameiginlegum ákvörðunum þjóðarinnar.
Rannsóknir á aðildarferli landa í Mið- og Austur-Evrópu (Schimmelfennig & Sedelmeier, 2005) sýna að ríkisstjórnir þar notuðu aðild til að styrkja stöðu sína innanlands, tryggja fjármagn frá Brussel og forðast átök með því að færa ákvarðanir út fyrir vettvang innlendra stjórnmála.
Það sem blasir við er því einfalt. Aðildarferlið er ekki samstillt lýðræðisverkefni heldur elítudrifið ferli. Þegar íslenskir stjórnmálamenn tala nú um að endurræsa ferlið eins og það snúist um "að rökstyðja betur" eða "byggja upp samstöðu", þá á sá málflutningur ekkert skylt við opna og lýðræðislega umræðu, heldur líkist hann fremur þurrum brauðhleif með smjörkremi og kökuskrauti.
Nýjustu færslur
- Staðreyndir sussa á Hönnu Katrínu
- Pólitísk fjarvera forsætisráðherra
- Asninn gullið og Evrópuhreyfingin
- Snærós, asninn og gullið
- Vegir ástarinnar
- Frá Húnaflóa til Brussel reglugerðanetið gleypir allt
- Áhrifakapphlaup á norðurslóðum - djöflatertan er tilbúin, kre...
- Rennibraut fyrir lýðræðishalla
- Spilaborg Evrunnar og íslenska fáfræðin
- Lesa menn ekki heimspressuna í stjórnarráðinu?
- Draghi reynir hjartastuðsaðferðina á Brussel
- Forsætisráðherra gefur þjóðinni róandi
- Þú gleymdir nýsköpuninni ,Vilhjálmur
- Vilhjálmur kastar krónunni og hirðir reikningana
- Daði Már glímir við stórhvelið frá Brussel
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 322
- Sl. sólarhring: 460
- Sl. viku: 2271
- Frá upphafi: 1254969
Annað
- Innlit í dag: 279
- Innlit sl. viku: 1998
- Gestir í dag: 268
- IP-tölur í dag: 261
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar