Sunnudagur, 3. ágúst 2025
Þar sem hann er kvaldastur
Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Fátt á betur við um Evróputrúboðið þessa dagana.
Ljóst er að ef Ísland væri enn hreppur í Danaveldi, og þar með Evrópusambandinu, hefði alþýða landsins fengið að borga Icesave upp í topp og varla fengið mikið meira en eina soðningu af makríl. Raunar væri landhelgi Íslands hluti af landhelgi Evrópusambandsins og óvíst hversu marga sporða Íslendingar fengju af afla af Íslandsmiðum.
Það eru nefnilega ríki í Evrópusambandinu sem hafa mörg hundruð ára veiðireynslu við Ísland og það eru ríkin sem ráða sambandinu.
Það gerist reglulega að í brýnu slær milli Íslands og Evrópusambandsins, eða einstakra ríkja innan sambandsins. Þá hefur ævinlega reynst Íslendingum vel að vera ekki undir erlent stjórnvald settir.
https://www.stjornmalin.is/?p=11566
Laugardagur, 2. ágúst 2025
Yfirreið um tolla, fríverslun og fullveldi á Sögu
Haraldur Ólafsson ræðir tollamálin, tollastríð, fríverslun og mikilvægi þess að Ísland verði áfram fullvalda ríki í ólgusjó heimsmála á Útvarpi sögu. Svo er líka spjallað um veðrið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. ágúst 2025
Áhyggjur utanríkisráðherra og annað
Nú leggja Bandaríkjamenn tolla á vörur frá Íslandi. Þannig væri það ekki ef fríverslunarsamningur væri í gildi milli þjóðanna.
Hvers vegna er ekki fríverslunarsamningur milli Íslands og BNA?
Getur verið að tæknilegar hindranir sem fljóta til Íslands í gegnum EES-samninginn komi í veg fyrir að BNA sjái sér fært að gera slíkan samning við Íslendinga?
Hvað ætlar utanríkisráðherra að gera í málinu, annað en að hafa áhyggjur?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 31. júlí 2025
Til hvers?
Evrópusambandið ætlar að leggja tolla á tilteknar iðnaðarvörur frá Íslandi, með tilvísun í stöðu heima fyrir og samkeppni frá Kína og öðrum fjarlægum löndum.
Fyrst þetta er virðingin fyrir fríverslunarsamningi EFTA og EES-samningnum verður varla hjá því komist að endurskoða samskipti Íslands við þau lönd Evrópu sem eru í Evrópusambandinu.
Í því sambandi þarf að hafa í huga að Ísleningar þurfa að ráða eigin málum algerlega, geta haft viðskipti við þær þjóðir sem þeir kjósa, beri engar skuldbindingar sem hefta þetta frelsi hvað þá að standa í styrjöldum. Þá þarf að setja því þrengri skorður að Íslendingar taki sjálfkrafa upp íþyngjandi lög og reglur sem kosta mikið, en ekki er þörf á. Síðast en ekki síst þarf að endurskoða greiðslur til Evrópusambandsins. Þeir sem þurfa aðstoð af því tagi í heiminum eru ekki í Evrópusambandinu.
https://www.stjornmalin.is/?p=23810
Miðvikudagur, 30. júlí 2025
Bara ef Úrsúla réði á Íslandi
Úrsúla von der Leyan og Donald Trump hafa samið. Engar fréttir eru um að Úrsúla hafi haft ríkisstjórn Möltu með í ráðum, enda vita allir að þannig var það ekki.
Evrópusambandsliðið ætlar að fjárfesta í BNA og kaupa meira þaðan. Talað er sérstaklega um orku og vopn. Það rímar ágætlega við að sambandið ætlar að taka himinhátt lán til að kaupa hergögn.
Í staðinn lækka tollar á vörur frá Evrópu, þó ekki niður í þá prósentu sem gildir fyrir Ísland.
Ef Íslendingar væru í þessu samkvæmi fengju þeir að borga himinháar upphæðir fyrir vörur sem þeir þurfa ekki og fá að launum mun verri viðskiptakjör en þeir hafa í dag.
Alltaf verður skrýtnara og skrýtnara að nokkur maður á Íslandi skuli vilja Ísland inn í Evrópusambandið.
Sunnudagur, 27. júlí 2025
Gulli neglir
Ástæða er til að vekja athygli lesenda á viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við Guðlaug Þór Þórðarson á Útvarpi sögu.
Guðlaugur Þór fer yfir nokkur mikilvæg atriði sem hvert um sig ætti að duga til að allar hugmyndir um innlimun Íslands í Evrópusambandið hyrfu úr umræðunni. Guðlaugur Þór segir, sem er, að Evrópusambandið sé í raun samband embættis- og stjórnmálamanna. Það skýrir líklega að miklu leyti hversu vinsælt sambandið hjá þeim sömu stéttum, en óvinsælt meðal almennings. Almenningur borgar nefnilega.
Eftir sem áður er stærsta atriðið líklega að aðild að Evrópusambandinu er stórfelld tilfærsla á valdi frá kjörnum fulltrúum til embættismanna í útlöndum sem þurfa ekki að útskýra neitt fyrir kjósendum, því embættismennirnir verða ekki kosnir burt.
https://utvarpsaga.is/gudlaugur-thor-loford-um-betri-efnahag-innan-esb-byggist-a-blekkingum/
Laugardagur, 26. júlí 2025
Út fyrir ramma skynsemi og raunsæis
Evrópusambandið á í blóðugu stríði við Rússa. Búið er að drepa eða limlesta á aðra milljón manna og ekki sér fyrir endann á hildarleiknum.
Evrópusambandið hefur tekið við stríðsrekstri sem BNA hafa að mestu gefist upp á, og hafa þau að matri sumra skipt um lið. Evrópusambandið vill gefa í, með gamla liðinu.
Evrópusambandið á í tollastríði við BNA, þau sömu Bandaríki sem eru langvoldugasta herveldi heims sem telur Ísland á sínu áhrifasvæði og er með sérstakan samning við Ísland sem mótast af þeirri staðreynd.
Við þessar aðstæður dettur forsætis- og utanríkisráðherra í hug að "öryggi" og "vörnum" Íslands sé svo ábótavant að nauðsynlegt sé að semja um eitthvað við ESB i þeim málum. Lengra út fyrir ramma skynsemi og raunsæis verður varla komist.
Föstudagur, 25. júlí 2025
Óheilindi í stjórnmálum
Ýmis undarlegheit hafa átt sér stað í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins að undanförnu. Allt bendir það til þess að ætlunin sé að koma Íslandi í sambandið með hraði, án þess að vitræn umræða eigi sér stað um málið.
Það gefur tilefni til að rifja upp stefnu stjórnarflokkanna fyrir síðustu kosningar.
Flokkur fólksins var spurður eftirfarandi spurningar:
Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja það að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið, til dæmis með þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt verði á ný um aðild að sambandinu?
Svar Flokks fólksins: Nei.
Samfylkingin setti Evrópuaðild meðvitað á ís og uppskar við það verulega fylgisaukningu.
Viðreisn talaði í sífellu um Evrópusambandsaðild og var með lítið fylgi í könnunum. Flokkurinn tónaði Evrópumál niður fyrir kosningar og lagði þess í stað aðrar áherslur, m.a. á geðheilbrigðismál. Það skilaði sér í verulegri fylgisaukningu.
Hefði ekki verið heiðarlegra að segja fyrir kosningar að viðkomandi flokkur vildi gera allt sem í hans valdi stæði til að flytja stjórnavaldið til Evrópusambandsins, ef það var í raun ætlunin?
Nýjustu færslur
- Þar sem hann er kvaldastur
- Yfirreið um tolla, fríverslun og fullveldi á Sögu
- Áhyggjur utanríkisráðherra og annað
- Til hvers?
- Bara ef Úrsúla réði á Íslandi
- Gulli neglir
- Út fyrir ramma skynsemi og raunsæis
- Óheilindi í stjórnmálum
- Flugbraut handa Von der Leyen
- Árið er ekki 2009!
- Merkimiðapólitík Viðreisnar grefur undan lýðræðislegri umræðu
- Með öðrum orðum: Aðlögun!
- Það er ekki hræðsluáróður að krefjast heiðarleika
- Ursula tekur sér dagskrárvald
- Rétt hjá Guðrúnu enginn þjóðarvilji liggur fyrir Þorgerður
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 14
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 1498
- Frá upphafi: 1242391
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1341
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar