Laugardagur, 8. október 2011
Óbreytt Evrópusamband stenst ekki
Financial Times segir frá því að helstu samtök atvinnurekenda í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu hvetji til aukins samruna Evrópusambandsins. Innifalið er nýr sáttmáli sem auki miðstýringu á efnahagskerfum sambandsins.
Angela Merkel kanslari Þýskalands er sögð styðja tillögu Hollendinga um sérstakan evru-ráðherra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Evrópuvaktinhefur eftir áhrifamesta tímariti Evrópusambandsins, Der Spiegel, að ráðamenn í álfunni átti sig æ betur á því að evru-samstarfið sé ekki á vetur setjandi.
Æ betur kemur á daginn að Evrópusambandið stendur frammi fyrir áskorunum sem annað tveggja munu valda því að sambandið liðist í sundur eða að til verður Stór-Evrópa með sameiginlegu ríkisvaldi.
Ísland ætti ekki að setja sín mál í hendur ráðamanna í útlöndum sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Skrifum undir hjá skynsemi.is og leggjum þeim lið sem vilja að umsókn Íslands verði lögð til hliðar.
![]() |
Lagarde fundar með Sarkozy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. október 2011
ESB ætlar að mýkja okkur
Evrópusambandið áttar sig á þeim vandræðum sem umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur ratað í. Til er að verða ný áætlun hjá embættismönnum í Brussel sem gengur út á að kaupa fylgi Íslendinga með sértækum aðgerðum.
Þegar nógu margir hafa þegið nógu mikið fé frá Brussel er verður farið hratt yfir sögu í aðlögun og Íslendingum gert tilboð sem þeir geta ekki hafnað.
Eina leiðin fyrir okkur að hafa stjórn á atburðarásinni er að leggja umsóknina til hliðar. Látum skynsemina ráða.
![]() |
Erfiðustu kaflarnir ekki opnaðir á næstunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. október 2011
ESB-rányrkja á fiskimiðum
Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins leyfir rányrkju á fiskistofnum og elur á spillingu þar sem skattfé er notað til að fjármagna ofveiði. Greinarflokkur alþjóðlegra blaðamannasamtaka afhjúpar eðli og inntak sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins undir heitinu Rányrkja á höfunum (Looting the Seas).
Evrópusambandið ræður yfir fiskveiðilandhelgi aðildarríkja sinna og ákveður heildarveiði sem og reglur um hvernig skuli staðið að veiðum. Sjávarútvegur fellur undir landbúnað hjá Evrópusambandinu og er niðurgreiddur í stórum stíl.
Spánverjar eru með hvað stærsta úthafsveiðiflota Evrópusambandsríkja. Í greinarflokknum eru rakin dæmi um samhengi ofveiði, niðurgreiðslna og spillingu sem gagngert má rekja til sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.
Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu myndi sjávarútvegsstefna sambandsins taka yfir lögsögu fiskveiðilandhelgi Íslands.
Miðvikudagur, 5. október 2011
Lýðræðið og ESB-umsóknin
Í stefnuræðu sinni á mánudagskvöld sagði Jóhanna Sigurðardóttir að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu nyti stuðnings þjóðarinnar. Svo er ekki, - 64,5 prósent þjóðarinnar er andvígur aðild samkvæmt skoðanakönnun Gallup.
Lýðræðislegt umboð utanríkisráðherra fyrir umsókninni var veikt frá upphafi. Aðeins einn flokkur hafði aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni við síðustu kosningar, Samfylkingin, og fékk rúm 29 prósent atkvæða. Þegar þingsályktun um að sækja um var borin undir alþingi samþykktu 33 þingmenn en 28 voru andvígir og tveir sátu hjá.
Tillaga Vigdísar Hauksdóttur og fleiri þingmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðu- og aðlögunarferlis Íslands að Evrópusambandinu hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og aðra aðildarsinna.
Þjóðin fær tækifæri til að segja af eða á um umsóknina. Verði já-ið ofaná er komið lýðræðislegt umboð fyrir umsókn ellegar verður umsóknin afturkölluð.
Þjóðaratkvæði um framhald umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu er sanngjörn málamiðlun milli stríðandi fylkinga.
![]() |
Vilja atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. október 2011
Einn dagur enn í evru-eymd
Grikkland getur ekki borgað skuldir sínar. Evrópusambandið ætlar ekki að borga grískar skuldir. Eina leið Grikklands er gjaldþrot. Hvað gerir elítan í Brussel? Jú, hún þvertekur fyrir það að Grikkland fari í gjaldþrot.
Heimurinn stendur frammi fyrir efnahagskreppu, sem að nokkrum hluta stafar af óvissu um framtíð evru-samstarfs þeirra 17 ríkja sem það mynda. Með því að útiloka ein færu leiðina, sem er grískt gjaldþrot, er óvissunni viðhaldið.
Evrópusambandið stendur á bjargbrúninni og er með hagkerfi heimsins í gíslingu.
![]() |
Juncker: Ekki hætta á grísku greiðslufalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. október 2011
Vinstri grænir ESB-klækir
Vinstrihreyfingin grænt framboð gekk til kosninga vorið 2009 með þá stefnuyfirlýsingu að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Til að undirstrika vilja Vinstri grænna í málinu var sett klausa í landsfundarsamþykkt veturinn 2009 sem mátti skilja sem svo að þjóðaratkvæðagreiðsla væri forsenda þess að nokkrar breytingar yrðu á stefnu flokksins.
Samþykkt landsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs frá í mars 2009 um Evrópumál hljóðar í heild sinni svona
Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi.
Forysta Vinstri grænna og meirihluti þingflokks sveik þessa samþykkt þann 16. júlí 2009 þegar þeir höfnuðu fyrirliggjandi tillögu á alþingi um að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Þorri þingflokks samþykkti á hinn bóginn tillögu Össurar Skarphéðinssonar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin er um aðlögunarferli þar sem Ísland er smátt og smátt tekið inn í Evrópusambandið með innleiðingu laga- og regluverks ESB á meðan viðræður standa yfir. Leið aðlögunar er eina leiðin inn í Evrópusambandið.
Þingflokkur Vg getur bætt ráð sitt með því að styðja tillögu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns um að efnt verði til þjóðaratkvæðgagreiðslu um það hvort halda skuli aðlögunarviðræðum áfram eða afturkalla umsóknina.
Laugardagur, 1. október 2011
Ættjörðin við Austurvöll
Ættjarðarsöngvar voru undirleikur mótmælanna við Austurvöll í morgun. ,,Ísland er landið," var sungið hástöfum í þann mund sem meirihlutinn frá 16. júlí 2009 faldi sig á bakvið lögreglufylgd.
Ríkisstjórnarmeirihlutinn á alþingi starfar ekki í þágu þjóðarhagsmuna. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon tala ekki fyrir meirihluta Íslendinga.
Þjóðarhagsmunir voru tónaðir á Austurvelli en innan veggja steinhússins starfar meirihluti með lokuð skilningarvit.
![]() |
Eggjum kastað í þingmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. október 2011
Dollar og evra og veðmálið um ESB
Skuldakreppa Bandaríkjanna snýr að alríkisstjórninni í Washington og samskiptum þings og forseta. Þótt áhrifin af niðurstöðu þrátefli löggjafa og framkvæmdavalds í Bandaríkjunum verði alþjóðleg er deilan sjálf bandarískt innanríkismál.
Skuldakreppa evru-ríkjanna er í eðli sínu milliríkjadeila þar sem í húfi er til muna meira en ríkisfjármál einstakra ríkja.
Stofnað var til evrunnar til að þvinga fram ríkjasamruna innan vébanda Evrópusambandsins. Núna er komið að augnablikinu þar sem verður að hrökkva eða stökkva. Þeir sem vilja stökkva segja einstakt tækifæri til að setja saman Stór-Evrópu úr þeim 17 ríkjum sem mynda evru-samstarfið. Efasemdarmenn segja almenning í þjóðríkjunum ekki tilbúinn í nýtt yfirþjóðríki.
Þegar skuldakreppunni lýkur verða Bandaríkin á sínum stað. Aftur ríkir óvissa um hvort Evrópusambandið lifir kreppuna af. Um það keppast markaðir að veðja um.
Nýjustu færslur
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 170
- Sl. sólarhring: 276
- Sl. viku: 1720
- Frá upphafi: 1234489
Annað
- Innlit í dag: 151
- Innlit sl. viku: 1445
- Gestir í dag: 137
- IP-tölur í dag: 137
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar