Leita í fréttum mbl.is

Þjóðverjar og Bretar og ólík ESB-framtíð

Þjóðverjar krefjast þess að Bretar borgi meira til að bjarga evru-samstarfinu. Ítalía og önnur Suður-Evrópuríki eru komin að fótum fram og þurfa meiri efnahagsaðstoð en Þjóðverjar og Frakkar hafa efni á að veita.

Bretar, á hinn bóginn, eru ekki í evru-samstarfinu og hafa auk þess allt aðra sýn á framtíð Evrópusambandsins en Frakkar og Þjóðverjar. Bretar sjá fyrir sér fríverslunarbandalag en meginlandsþjóðirnar sameinaða Evrópu.

Telegraph fjallar um ásakanir Þjóðverja á hendur Bretum að þeir vilji ekki borga fyrir sameiginlegar þarfir Evrópusambandsins en aðeins njóta ávaxtanna. Bretar svara á móti að það sé evru-samstarfið sem sé í uppnámi en ekki Evrópusambandið sjálft.

Orrahríðin er rétt að hefjast. Til að bjarga evru-samstarfinu verður að stórauka miðstýringu á ríkisfjármálum þeirra 17 ríkja af 27 ESB-ríkjum sem eru með evru fyrir lögeyri. Miðstýring frá Brussel er eitur í beinum Breta.

Evru-löndin munu engjast í skuldakreppum um langt árabil og deilurnar milli Frakka og Þjóðverja annars vegar og hins vegar Breta stigmagnast. Gagnólík sýn á framtíð Evrópusambandsins leiðir fyrr heldur en seinna til klofnings. Nema, auðvitað, að evru-samstarfið hrynji áður. Þá er alltbú.

 


mbl.is Álag á ítölsk skuldabréf rúm 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðverjar þurfa ekki evruna

Vandamál evrusvæðisins er fremur styrkur Þýskalands en veikleiki Grikklands, því það er styrkur þýsks efnahagslífs sem skapar mesta ójafnvægið.

Þetta vilja ýmsir evrusinnar ekki heyra á minnst, en ýmsir þýskir hagfræðingar hafa þó komið inn á svipaða hluti, t.d. Heiner Flassbeck, einn af yfirmönnum hjá Sameinuðu þjóðunum, sem heimsótti Ísland fyrir nokkru.

Markmið sumra með því að stofna Evrópusambandið var að koma í veg fyrir að Þjóðverjar yrðu of öflugir, en stofnun myntbandalags Evrópu hefur þrátt fyrir það leitt til þess að efnahagsstyrkur Þýskalands hefur vaxið gífurlega á meðan jaðarríkin í bandalaginu hafa veikst. 

Lausnin gæti því verið að Þjóðverjar færu út úr evrunni, tækju upp markið aftur, sem myndi styrkjast og draga úr hagkvæmni útflutnings frá Þýskalandi. Þannig kæmist kannski fyrst á jafnvægi í Evrópu.

 


mbl.is Aukinn hagvöxtur í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raddir Evrópu

Heimssýn eru víðsýn samtök. Þess vegna gerði tíðindamaður samtakanna sér far um það þegar hann átti þess kost að fara um nokkrar borgir í Mið-Evrópu að hlusta á rök heimamanna. Það sem kom á óvart var að þau voru flest á einn veg og það var viss beygur í fólki. Myntsamstarfið hefur leikið lönd Evrópu með misblíðum hætti. Sum hafa blómstrað eins og Þýskaland. Önnur hafa ekki komist almennilega á skrið, eins og Slóvakía.

Leiðsögumaður í Vínarborg óttaðist að evran myndi draga Austurríki enn frekar inn í skuldabaslið í álfunni. Þjónn á veitingahúsi í borginni sem var frá Túnis var búinn að fá sig fullsaddan af ástandinu og því að fólk gæti verið heima á fínum bótum þegar fólk vantaði í vinnu í hans geira. Hann var sjálfur á leið til Túnis!

Leigubílstjóri í Bratislava í Slóvakíu var verkfræðingur án verkefna í því fagi. Honum var tíðrætt um dýrtíðina með evrunni, mikið atvinnuleysi og erfiðleika hjá fólki við að ná endum saman.

Tékkar hafa ekki tekið upp evruna og þykjast margir hólpnir. Þegar ég greindi ungum tékkneskum hjónum frá ummælum Merkel um erfiðleika í Evrópu á næstunni kom skelfingarsvipur á andlit þeirra. Þau höfðu nýverið staðið í fjárfestingum á nýju húsnæði. Ef atvinna minnkar eiga þau erfitt með að standa í skilum.

Hagfræðiprófessor frá Póllandi þakkaði sínum sæla fyrir að Pólverjar hefðu ekki tekið upp evruna. Hann óttaðist verulega að ef af því yrði myndi pólskur iðnaður lúta í lægra haldi í samkeppninni við velsmurða iðnaðarmaskínu Þýskalands. Hann sá enga aðra lausn fyrir Evrópu í þessum efnum en að gjaldmiðilssamstarfinu yrði skipt upp að einhverju leyti.

Evrópskir vinir mínir spurðu um stöðuna á Íslandi. Ég sagði þeim að hagvöxtur væri á Íslandi og atvinna að aukast og að við værum í vissu skjóli frá atburðarásinni á meginlandinu.

-s


Hjálendustefna Samfylkingar

Samfylkingarhluti ríkisvaldsins er skipaður úrtölufólki sem notar hvert tækifæri til að tala niður kjark og dug þjóðarinnar.  Ráðherrar Samfylkingar sjá Ísland fyrir sér sem hjálendu Evrópusambandsins.

Gjaldmiðilinn, efnahagsstefnuna og aðrar bjargir eigum við að sækja til Brussel, segja þau Jóhanna, Össur og Árni Páll.

Hjálendustefnan elur á eymd og volæði.


mbl.is Sveiflast milli bjartsýni og svartsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuelítan fundar - sex punktar um væntanlega óöld

Valdstjórnarskipti í Róm og Aþenu voru ekki á dagskrá fundar Evrópuelítunnar í Varsjá í síðustu viku - en það var fylgst með yfirtöku tæknivelda á ríkisstjórnum tveggja evrulanda. Í Varsjá voru mættir þrír fyrrum utanríkisráðherrar stórvelda álfunnar, þar á meðal sjálfur Josckha Fischer frá Þýskalandi, auk annarra frammámanna í Evrópuelínunni að ræða stöðuna á samrunaverkefninu sem heitir Evrópusambandið.

Vettvangurinn heitir European Council on Foreign Relations og er m.a. fjármagnaður af auðkýfingnum George Soros. Blaðamaðurinn Gideon Rachman frá Financial Times segir í sex liðum hver meginstef fundarins voru. Í hnotskurn eru þau þessi

1) Meiri pólitískur samruni er nauðsynlegur til að bjarga evrunni og þar með Evrópusambandinu.

2) Bretland og Svíþjóð verða ekki hluti af pólitískum samruna og það felur í sér að Evrópusambandið klofnar í kjarna og hismi. Ekki er eining um þessa afstöðu meðal Þjóðverja sem missa mikilvæga bandamen við klofninginn.

3) Bretar eru ljóti andarungi Evrópusambandsins.

4) Fjármálamarkaðir eiga enn eftir að leika evruland grátt. Lánshæfni stórríkja er í hættu, jafnvel Þýskalands, vegna sameiginlegrar skuldbindinga evru-ríkja.

5) ,,Öfgaflokkar" til hægri og vinstri ógna samtöðunni í stjórnmálakerfum Evrópusambandsríkja. Slíkir flokkar eru andsnúnir ESB.  Framsóknarflokkurinn á Íslandi var ekki nefndur á nafn í þessu samhengi - þótt ótrúlegt megi virðast.

6) Það er ábyrgðarlaust að vera á móti evru-verkefninu. Ef það fellur þá fellur Evrópusambandið. Ef Evrópusambandið líður undir lok rís nasisminn upp á ný.

(Nei, Eiríkur Bergmann var ekki á fundinum, eftir því sem næst verður komist).


mbl.is Berlusconi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugsandi að óbreytt evru-samtarf standi

Evran veldur óstöðugleika í Evrópu sökum þess að skuldug evru-ríki eiga enga möguleika að rétta sig af. Skuldirnar hlóðust upp vegna þess að Suður-Evrópuríki nutu í áratug þýskra vaxta en ekki þýsks fjármálaaga.

Til að bæta upp tapaða samkeppnisstöðu gagnvart Þýskalandi hefðu Suður-Evrópuríkin þurft að lækka gengið hjá þér - en það er ekki hægt í myntbandalagi.

Í París og Berlín eru þessa dagana settar saman áætlanir um framtíð evru-samstarfsins. Aðeins eitt er öruggt að komi út úr þeirri vinnu: óbreytt evru-samstarf 17 ríkja af 27 ríkjum Evrópusambandsins er óhugsandi.


mbl.is Vilja enn varðveita evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkel: ESB er búið að vera

New York Times hefur eftir Angelu Merkel kanslari Þýskalands orð sem tæpast verða túlkuð á annan veg en þann að Evrópusambandið sé búið að vera í núverandi mynd. Hér er tilvitnunin í Merkel

“It is time for a breakthrough to a new Europe,” Mrs. Merkel said. “A community that says, regardless of what happens in the rest of the world, that it can never again change its ground rules, that community simply can’t survive.”

Þegar bæði forseti Frakklands og kanslari Þýskalands taka til við að boða uppskiptingu á Evrópusambandinu eru deginum ljósara að sambandið er komið á ruslahaug sögunnar.

Einhver ætti að hnippa í forsætisráðherra Íslands og láta vita um þessa atburði í útlöndum.

       


mbl.is Sarkozy: Tveggja-hraða ESB eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur: Heimssýn eru samtök gegn lýðræði

Í utandagskrárumræðu á alþingi sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að Heimssýn væru samtök gegn lýðræði.

Eina baráttumál Heimssýnar er að Ísland eigi betur heima utan Evrópusambandsins en innan þess.

Utanríkisráðherra sem segir að frjáls félagasamtök með sakleysislegt áhugamál séu gegn lýðræðinu er vís með að fylgja sannfæringu sinni eftir. Og hvað er þá orðið eftir af lýðræðinu?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 1574
  • Frá upphafi: 1234343

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband