Leita í fréttum mbl.is

Evrópuelítan fundar - sex punktar um væntanlega óöld

Valdstjórnarskipti í Róm og Aþenu voru ekki á dagskrá fundar Evrópuelítunnar í Varsjá í síðustu viku - en það var fylgst með yfirtöku tæknivelda á ríkisstjórnum tveggja evrulanda. Í Varsjá voru mættir þrír fyrrum utanríkisráðherrar stórvelda álfunnar, þar á meðal sjálfur Josckha Fischer frá Þýskalandi, auk annarra frammámanna í Evrópuelínunni að ræða stöðuna á samrunaverkefninu sem heitir Evrópusambandið.

Vettvangurinn heitir European Council on Foreign Relations og er m.a. fjármagnaður af auðkýfingnum George Soros. Blaðamaðurinn Gideon Rachman frá Financial Times segir í sex liðum hver meginstef fundarins voru. Í hnotskurn eru þau þessi

1) Meiri pólitískur samruni er nauðsynlegur til að bjarga evrunni og þar með Evrópusambandinu.

2) Bretland og Svíþjóð verða ekki hluti af pólitískum samruna og það felur í sér að Evrópusambandið klofnar í kjarna og hismi. Ekki er eining um þessa afstöðu meðal Þjóðverja sem missa mikilvæga bandamen við klofninginn.

3) Bretar eru ljóti andarungi Evrópusambandsins.

4) Fjármálamarkaðir eiga enn eftir að leika evruland grátt. Lánshæfni stórríkja er í hættu, jafnvel Þýskalands, vegna sameiginlegrar skuldbindinga evru-ríkja.

5) ,,Öfgaflokkar" til hægri og vinstri ógna samtöðunni í stjórnmálakerfum Evrópusambandsríkja. Slíkir flokkar eru andsnúnir ESB.  Framsóknarflokkurinn á Íslandi var ekki nefndur á nafn í þessu samhengi - þótt ótrúlegt megi virðast.

6) Það er ábyrgðarlaust að vera á móti evru-verkefninu. Ef það fellur þá fellur Evrópusambandið. Ef Evrópusambandið líður undir lok rís nasisminn upp á ný.

(Nei, Eiríkur Bergmann var ekki á fundinum, eftir því sem næst verður komist).


mbl.is Berlusconi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 125
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 1039
  • Frá upphafi: 1118756

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 935
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband