Leita í fréttum mbl.is

Citi: evrusvæðið í tíu ára kreppu

Spánn er fórnarlamb evrunnar og mun ekki ná sér í fyrirsjáanlegri framtíð. í framtíðarspá Citigroup undir forystu hagfræðingsins Willem Buiter er efnahagslegt svarnætti framundan á evru-svæðinu. Enginn hagvöxtur og mikið atvinnuleysi er bein afleiðing af evrunni.

Bandaríkin munu ná sér vel á strik en Evrópa situr eftir. Framtíðarspá Citi gerir ráð fyrir að Grikkland yfirgefi evru-svæðið árið 2014 og önnur ríki s.s. Spánn, Ítalía, Portúgal og Írlandi þurfi stórfelldar afskriftir til að halda sér inni. Andstæðurnar milli  Evrópu og Ameríku eru skýrar, segir í skýrslunni:  

By contrast, in the euro area, we expect continued recession in 2013 and 2014 and prolonged weakness thereafter - with ongoing financial strains and, over the next few years, Grexit plus a series of sovereign debt restructurings. In the euro area and UK, real GDP per head will probably remain 3-4% below the 2007 level even in 2017, with a greater shortfall in many periphery countries - markedly underperforming versus Japan's "lost decade".

Þeir sem vilja Ísland inn í evru-svæðið eru að beinlínis að krefjast aðildar að kreppuhagkerfi. Hvað gengur því fólki til sem dettur í hug önnur eins firra og að Ísland eigi að verða aðildarríki Evrópusambandsins?  -pv


mbl.is Spánn óskar eftir aðstoð frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sinnar nota Icesave-áróður

Áróður vinstriflokkanna og ESB-sinna í Icesave-málinu voru þau að ef Íslendingar samþykktu ekki að greiða Bretum og Hollendingum skuldir einkabanka þá myndi Ísland verða dæmt í efnahagslega steinöld, - verða Kúba norðursins. Núna, þegar fyrir liggur að meirihluti þjóðarinnar vill hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, grípa ESB-sinnar til Icesave-áróðursins á ný.

ESB-sinnar segja EES-samninginn í hættu og í reynd sé eini möguleiki þjóðarinnar, ef ekki á verulegu illa að fara, að ganga í Evrópusambandið.

Í heilsíðuauglýsingu ESB-sinna  í Fréttablaðinu í dag segir eftirfarandi: ,,óbreytt staða er óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er óhjákvæmileg."

Áróður ESB-sinna um að Ísland sé á leið í efnahagslega ruslakörfu, ef við göngum ekki í ESB, er hjárænulegur svo ekki sé meira sagt. Evrópusambandið logar stafnanna á milli vegna evru-kreppunnar. Engum óbrjáluðum dettur í hug að sækja um aðild að sambandi sem er við það að liðast í sundur. -pv


Evru-samstaðan er að bresta

Til skamms tíma var óhugsandi að eitthvert evru-ríkjanna 17 yfirgæfi gjaldmiðlasamstarfið. Núna er nánast óhugsandi að ríkin 17 haldi hópinn. Fyrsta landið til að yfirgefa evru-samstarfið verður Grikkland.

Samkvæmt núverandi horfum mun það taka Grikki tólf ár að koma skuldum sínum niður fyrir 110 prósent af þjóðarframleiðslu. Landið er gjaldþrota og frekari stuðningur gerir ekki annað en að kaupa tíma, segir Harvard-hagfræðingur í viðtali við Die Welt.

Eftir að Grikkir eru farnir úr evru-samstarfinu er búið að varða leiðina fyrir Portúgali og Spánverja. Evru-samstarfið, eins og við þekkjum það í dag, er búið að vera. Eina spurningin er hvort ráðandi öflum í Evrópu takist að vinda ofan af evru-samstarfinu sem skipulögðum hætti eða hvort það verður sprenging.

Hvort heldur sem er þá er Ísland hólpið að standa utan við evru-samstarfið. 

-pv


mbl.is Ríki fái að yfirgefa evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsteinn Pálsson styður Árna Pál

Talsmaður ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum, Þorsteinn Pálsson, styður Árna Pál Árnason til formennsku í Samfylkingunni. Þorsteinn óskar sér samstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem myndi áfram vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn segir Árna Pál sýna löngun til samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í nýlegum viðtalsþætti í sjónvarpinu. Síðan skrifar Þorsteinn

Slái Sjálfstæðisflokkurinn hendinni á móti þeirri opnun gæti Samfylkingin hins vegar einangrast vegna Evrópumálanna; nema hún fórni þeim. Neyðist hún til þess er sennilegra að það gerist gagnvart VG og Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum.

ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum eru í miklum minnihluta. Þeir sjá sér hins vegar leik á borði að fá stuðning af Samfylkingunni og þá sérstaklega þeim hópi sem fylgir Árna Páli Árnasyni.

Nái herfræði Þorsteins og ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum fram að ganga verður Árni Páll kjörinn formaður Samfylkingar í febrúar. Eftir kosningar yrði mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem héldi ESB-umsókninni til streitu.

Hugguleg framtíðarsýn, - eða hitt þó heldur.

-pv


mbl.is Guðbjartur fram gegn Árna Páli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2012
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 69
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 819
  • Frá upphafi: 1232765

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 713
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband