Leita í fréttum mbl.is

Stalínistar éta ekki gulrætur

Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra er andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er líka andstæðingur aðildar. Ögmundur skrifar gagnmerkt blogg þar sem hann varar við blekkingum um undanþágur frá miðstýringu Brussel.

Hinir miklu „sigrar" við samningaborð í aðildarviðræðum hafa oftar en ekki reynst vera sjónhverfingar einar. Innganga í Evrópusambandið jafngildir að gangast enn lengra undir miðstýringu og regluverk ESB sem virðist engin takmörk þekkja fyrir forræðishyggju sinni.

Ögmundur skrifar bloggið í framhaldi af gulrótartilboði utanríkisráðherra.


mbl.is Sakaður um stalínisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave: aðgöngumiðinn í ESB

Ríkisstjórnin tók að sér í verktöku fyrir Breta og Hollendinga að láta íslenskan almenning ábyrgjast skuldir einkabanka. Þjóðin fyrir milligöngu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta hafnaði í tvígang tilraunum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. að bregða Icesave-klafanum á óbornar kynslóðir Íslendinga.

Ótækt er að ríkisstjórnin sem í tvígang var gerð afturreka með Icesave-samninga skuli eiga að gæta hagsmuna Íslands fyrir EFTA-dómstólnum vegna kæru eftirlitsstofnunar EFTA.

Ríkisstjórnin er rúin trausti í öllum málefnum er lúta að Icesave og Evrópusambandinu.


mbl.is Ósannfærandi fyrir dómstólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantraust alþingis á Össur

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og málatilbúnaður utanríkisráðuneytisins er ástæðan fyrir því að meirihluti utanríkisnefndar alþingis treystir ekki Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra til að verja hagsmuni Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum.

Össur hefur dregið utanríkisráðuneytið í ómerkilegt drullusvað vanhugsaðrar aðildarumsóknar þar sem auðvirðilegar blekkingar eru notaðar til að halda lífi í niðurstöðu pólitískra hrossakaupa. Utanríkisráðuneytið er í afneitun um einföldustu grunnatriði í samskiptum umsóknarþjóða við Evrópusambandið og segir Ísland ekki í aðlögunarviðræðum við sambandið þótt það sé eina leiðin inn í ESB.

Þótt Evrópusambandið hafi neitað að halda áfram viðræðum við Ísland um landbúnaðarmál, sökum þess að ekki er nægur stuðningur við umsókn Íslands, láta Össur og embættismenn hans eins og allt sé í himnalagi með umsóknarferlið.

Eðlilegt er að alþingi þvoi hendur sínar af ráðuneyti sem stundar ekki stjórnsýslu í venjulegum skilningi þess orðs heldur pólitískan fíflaskap og vilji ekki setja Icesave-málið hendur ráðherra sem ekki beinlínis þekktur fyrir trúverðugleika.


mbl.is Icesave verði í höndum Árna Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarmaður jarðar evruna

Evran stenst ekki í óbreyttu formi enda veldur hún skuldavanda og byggir á rangri hönnun, segir samfylkingarmaður, sem ólíkt flestum flokkssystkinum sínum, kann hagfræði.

Ísland á ekkert erindi á evru-svæðið og ætti ekki svo mikið sem að íhuga myntsamstarf við lönd sem búa við allt aðra hagsveiflu en við.

Af tillitssemi við taugakerfi samfylkingarfólks er nafn þessa hagfræðings ekki nefnt í þessari færslu. En það má lesa greinina hér.


mbl.is Lækkun á öllum mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beðið eftir fyrsta gjaldþroti evrulands

Matsfyrirtækið Fitch gefur það út að skuldakreppa evrulandanna 17 er það langt gengin að ekki verði aftur snúið. Peningapælarar telja aðeins spurningu um tíma hvenær fyrsta evrulandið verður gjaldþrota.

Grikkland er líklegasti fallkandídatinn en í raun skiptir ekki mál hvaða evruland verður fyrst gjaldþrota.

Við gjaldþrot blasir við ný staða. Þjóðirnar 17 munu hlaupa að stað í leit að útgöngudyrum. Við dyrastafinn blasir við þeim hjákátleg sjón: Össur utanríkis liggur nagandi þröskuldinn og beiðist inngöngu í brennandi evruhúsið. 


mbl.is Stark gagnrýnir skuldabréfakaup Evrópska Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og lýðræði, tvær hliðar á fullveldinu

Evrópusambandið skipaði Írum að halda gjaldþrota bönkum á floti; Írar urðu að hlýða enda aðilar að ESB og með evru. Lýðræðið sem Írar búa við er skert sem nemur aðild þeirra að Evrópusambandinu.

Ísland er fullvalda og gat látið gjaldþrota bankastofnanir fara á hausinn. Jafnframt gátum við látið gengi krónunnar falla til að laga sig að gerbreyttum efnahagsaðstæðum. Með falli krónunnar var einnig komið í veg fyrir að launafólk eitt og sér tæki á sig leiðréttingu heldur voru fjármagnseigendur látnir bera sinn hluta byrðarinnar.

Ólafur Ragnar forseti gerir rétt að blessa krónuna og mættu ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. taka forsetann sér til fyrirmyndar.


mbl.is „Blessun að hafa krónuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr neyðarfundur ESB-ríkja í janúar

Síðasti neyðarfundur Evrópusambandsins, fyrir viku, leiddi til klofnings með því að Bretar beittu neitunarvaldi á breytingar á Lissabonsáttmálanum. Tilraun Frakka og Þjóðverja til að einangra Breta í kjölfarið með því að fá öll hin 26 ríki sambandsins til að skrifa upp á nýjar lausnir til varnar evrunni.

Neyðarfundurinn um síðustu helgi í Brussel skóp tortryggni milli stóru ríkjanna í Evrópusambandinu; Bretar voru ásakaðir um að leita sér bandamanna gegn evruveldunum Þýskalandi og Frakklandi og þar sem spilla fyrir lausn skuldakreppunnar.

Bretar á hinn bóginn telja kreppu evru-ríkjanna, sem eru jú aðeins 17 af 27 ríkjum ESB, vera vandamál sem evru-ríkin sjálf verði að leysa.

Fjölmiðlastríð milli Frakka og Breta er lýsandi fyrir vantraustið sem ríkir á milli stórvelda Evrópusambandsins. Neyðarfundurinn, sem boðaður er í lok janúar, auglýsir þá pólitísku og efnahagslegu kreppu sem Evrópusambandið er í og finnur ekki neina útleið úr.


mbl.is Staðan í Bretlandi verri en í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórflótti frá evrulöndum

Þögult bankaáhlaup stendur yfir í evrulandi. Bandarískir bankar beina peningum sínum frá evru-ríkjum af ótta við að skuldakreppan verði stjórnlaus. Lánveitingar úr skuldugum ríkissjóðum til banka með ónýt lánasöfn er vítahringur sem getur hvenær sem er hleypt af stað keðjuverkun gjaldþrota ríkja og banka á evru-svæðinu.

Ofan á skuldakreppuna bætist samdráttur í efnahagsvirkninni og það eykur þrýstinginn á evru-svæðið.

Í hádeginu í dag er fundur á Háskólatorgi um framtíð evrunnar og Evrópusambandsins.


mbl.is Hver vill lána 500 milljarða evra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2011
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 223
  • Sl. sólarhring: 351
  • Sl. viku: 1567
  • Frá upphafi: 1234263

Annað

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 1307
  • Gestir í dag: 181
  • IP-tölur í dag: 177

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband