Þriðjudagur, 11. desember 2012
Evran gengisfellir Ítalíu, færir Berlusconi völdin
Ítalía þarf að bæta samkeppnisstöðu sína sem nemur um 30 prósentum. Ef Ítalía væri með sjálfstæða mynt, líruna, mynd gengið lækka, útflutningur aukast og hagvöxtur kæmi í kjölfarið. En Ítalía er með evru og getur sig hvergi hrært í peningamálum. Í stað þess að gjaldmiðillinn fellur þá brotnar hagkerfið.
Þjáning Ítala kemur fram í stórauknu atvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum. Leiðin sem starfsstjórn Mario Monti fer, svokölluð ,,innri gengisfelling" er bæði seinfær og stuðlar að innanlandsólgu þegar þjóðfélagshópar reyna að verja sína vígstöðu.
Ítalir virðast ætla að veðja á ,,óhefðbundinn" stjórnmálamann eins og Berlusconi sem talar fyrir andstöðu við kennivaldinu í Brussel sem boðar að fyrr skuli hagkerfi Suður-Evrópu í rúst en að undið sé ofan af evrunni. - pv
![]() |
Telur Monti of hallan undir Þýskaland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. desember 2012
Heimssýn styður VG, Samfylkinguna...
Þá vitum við það: Heimssýn styður alla stjórnmálaflokka jafnt og gerir ekki upp á milli þeirra.
Ætli Heimssýn komi til greina til friðarverðlauna Nóbels á næsta ári?
Páll Vilhjálmsson
Yfirlýsing Ásmundar Einar er svohljóðandi:
Heimssýn heldur úti bloggsíðu á vefslóðinni heimssyn.blog.is þar sem fjallað er um dagleg mál sem tengjast umsókn Íslands um aðild að ESB. Vegna bloggfærslna sem birtust um helgina og varða m.a. málefni Vinstri grænna þá vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri:
Heimssýn er þverpólitísk fjöldahreyfing sem hefur það markmiði að berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Félagsmenn skipta þúsundum, eru búsettir um allt land og eru sammála um það eitt að framtíð Íslands sé betur borgið utan ESB.
Bloggfærslur sem birtast á bloggsíðu samtakanna eru hins vegar alfarið á ábyrgð pistlahöfunda. Bloggfærslur um málefni Vinstri grænna sem birtust um helgina endurspegla ekki samþykkta stefnu Heimssýnar, sem er fyrst og síðast að berjast gegn aðild Íslands að ESB. Stjórn Heimssýnar hefur ekki haft tækifæri til að funda en undirritaður, ásamt þeim stjórnarmönnum sem náðst hefur í, eru ósammála umræddum bloggfærslum og harma birtingu þeirra.
Heimssýn hefur og mun aldrei hafa það að markmiði að berjast gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum. Aldrei hefur verið mikilvægara að ESB-andstæðingar fylki liði óháð pólitískum skoðunum. Stöndum saman og segjum Nei við ESB!
![]() |
Ekki í nafni Heimssýnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. desember 2012
Jón Bjarnason: forsendubrestur ESB-umsóknar og mútufé
Þingmenn VG, þeir Jón Bjarnason og Atli Gíslason, standa fyrir þingsályktunartillögu um að afturkalla umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og að ekki verði gengið til samninga á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Meginrökin fyrir þingsályktuninni eru tvíþætt. Í fyrsta lagi eru viðræðurnar komnar langt út fyrir þann ramma sem alþingi lagði til grundvallar 16. júlí 2009. Kröfur Evrópusambandsins um aðlögun Íslands að lögum og reglum ESB á meðan ferlið stendur yfir eru einhliða og ríkisstjórnin hefur ekki umboð frá alþingi til mæta þeim kröfum.
Í öðru lagi eru forsendur hjá Evrópusambandinu gjörbreyttar frá því að umsóknin var lögð fram. Evrópusambandið er komið í varanlega kreppu með gjaldmiðil sinn og fyrirséð að róttækra aðgerða verður þörf á evru-svæðinu, sem telur 17 ríki af 27 ríkjum ESB, til að vinna bug á kreppunni. Þessar aðgerðir munu taka mörg ár og breyta Evrópusambandinu í grundvallaratriðum.
Jón Bjarnason skrifar um þingsályktun þeirra félaga og vekur sérstaka athygli á tilburðum Evrópusambandsins til að kaupa sér fylgisspekt hér á landi með mútufé. Hann skrifar
Efnahagsleg inngrip ESB í íslenskt þjóðfélag hafa alvarlegar afleiðingar og eru ekki í samræmi við forsendur umsóknarinnar. Það felur annars vegar í sér að með því er verið með peningagjöfum, sem stýrt er frá Brussel, að hafa áhrif á atvinnu, afstöðu til ESB-aðildar og almenna skoðanamyndun í landinu og hins vegar að um er að ræða falskar væntingar um áframhaldandi verkefni en þeim mun ljúka jafnskjótt og þetta gjafafé er upp urið.
Jón gerir ráð fyrir að þingsályktunin komist á dagskrá alþingis á næstu dögum. - pv
Sunnudagur, 9. desember 2012
Heimssýn er ekki dótturfélag VG
Gerð var tilraun til að ritskoða blgg Heimssýnar í kjölfarið. Smugan, vefrit VG, lætur að því liggja að þar sem Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hafi einu sinni verið félagi í Heimssýn þá ætti félagið að sýna VG flokkshollustu.Verkefni Heimssýnar er skilgreint í lögum félagsins, þar segir í fyrstu grein:
Heimssýn, samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum, er þverpólitísk landssamtök fólks sem hefur mismunandi skoðanir á þjóðmálum en vinnur saman á vettvangi samtakanna til verndar íslensku sjálfstæði og lýðræði og álítur hagsmunum Íslendinga best borgið utan Evrópusambandsins.
Allt yfirstandandi kjörtímabil hefur VG verið í ríkisstjórn sem reynir að gera Ísland aðildarríki Evrópusambandsins. VG ætlar að sækja umboð til kjósenda til að halda áfram fyrri stefnu, að gera Ísland að ESB-ríki.
Á bloggi Heimssýnar er fyllilega réttmætt að hvetja til þess að kjósendur hafni VG sem valkosti fullveldissinna. Með því að VG hyrfi af alþingi er botninn dottinn úr aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið. - pv.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. desember 2012
Verkefnið: minnka fylgi VG niður fyrir 5%
Vinstrihreyfingin grænt framboð sveik kjósendur sína og stefnuskrá með því að styðja ESB-umsókn Samfylkingar.
Svikin frá 16. júlí 2009 eru meiri og alvarlegri en nokkur stjórnmálaflokkur hefur leyft sér í seinni tíma stjórnmálasögu landsins.
Verkefnið í vetur er að minnka fylgi VG niður fyrir 5% þannig að flokkurinn falli af þingi í vor.
- pv
Föstudagur, 7. desember 2012
VG íhugar ESB-uppgjöf
Þingflokkur VG þorir ekki að mæta kjósendum með útistandandi ESB-umsókn enda leiðir það til blóðbaðs sem minna en helftin af þingliðinu mun lifa af. Fimmtungur kjósenda greiddi VG atkvæði sitt í síðustu kosningum á þeim forsendum að Íslandi væri best borgið utan Evrópusambandsins.
Meirihluti þingflokks VG sveik kjósendur sína og stefnuskrá þann 16. júlí 2009 þegar knappur meirihluti á alþingi samþykkti að senda til Brussel umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
Umsóknin var andvana fædd vegna skorts á lögmæti, sem eingöngu fæst með því að þing og þjóð séu samstíga. Þykjustusamningafundir eru reglulega haldnir en ekkert gerist vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki umboð til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu. Og aðlögunarleiðin inn í Evrópusambandið er eina leiðin í boði.
VG vill komast í náð kjósenda kortéri fyrir kosningar með því að bæta fyrir 16. júlí-svikin og afturkalla ESB-umsóknina. Einu sinni var VG trúverðugur stjórnmálaflokkur.
-pv
![]() |
Ferlið jafnvel lagt til hliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 9.12.2012 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. desember 2012
Grikkland í evru-rusli
Evran er ekki gjaldmiðill fyrir Grikkland og þess vegna landið bæði komið í efnahagslegan ruslflokk og siðferðilegan með því að þar þykir ríkja mesta spillingin í öllum löndum Evrópusambandsins.
Eins og það sé ekki nóg að lenda í efnahagslegum og siðferðilegum ruslflokki þá er land Platóns og Sókratesar svo aumt að það rígheldur í orsök eymdarinnar, sjálfa evruna.
Með evru verður Grikkland hornkerling Evrópusambandsins um langa framtíð. Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að Grikkland verði efnahagslega sjálfbjarga árið 2024 - eftir tólf ár. En löngu áður verður búið að fleygja Grikkjum öskrandi og emjandi út úr evru-klúbbnum.
Evran brýtur niður þjóðir.
-pv
![]() |
Grikkir niður fyrir ruslflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 9.12.2012 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. desember 2012
Sterkt Ísland, veikt ESB
Hagtölur á Íslandi, samkvæmt spá Danske Bank, er stöðugar og jákvæðar. Hagvöxtur verður 2-3 prósent, verðbólga um þrjú prósent og atvinnuleysi um fimm prósent. Þetta eru fínar tölur í venjulegu árferði og stórkostlegar sé miðað við eymdina í Evrópusambandinu.
Í gær blogguðum við um skýrslu Citi um alþjóðahagkerfið þar sem fram kemur að Evrópusambandið sér fram á viðvarandi efnahagskerppu næstu fimm til átta árin. Við leyfum okkur að endurbirta:
í framtíðarspá Citigroup undir forystu hagfræðingsins Willem Buiter er efnahagslegt svarnætti framundan á evru-svæðinu. Enginn hagvöxtur og mikið atvinnuleysi er bein afleiðing af evrunni.
Bandaríkin munu ná sér vel á strik en Evrópa situr eftir. Framtíðarspá Citi gerir ráð fyrir að Grikkland yfirgefi evru-svæðið árið 2014 og önnur ríki s.s. Spánn, Ítalía, Portúgal og Írlandi þurfi stórfelldar afskriftir til að halda sér inni. Andstæðurnar milli Evrópu og Ameríku eru skýrar, segir í skýrslunni:
By contrast, in the euro area, we expect continued recession in 2013 and 2014 and prolonged weakness thereafter - with ongoing financial strains and, over the next few years, Grexit plus a series of sovereign debt restructurings. In the euro area and UK, real GDP per head will probably remain 3-4% below the 2007 level even in 2017, with a greater shortfall in many periphery countries - markedly underperforming versus Japan's "lost decade".
Þeir sem vilja Ísland inn í evru-svæðið eru að beinlínis að krefjast aðildar að kreppuhagkerfi. Hvað gengur því fólki til sem dettur í hug önnur eins firra og að Ísland eigi að verða aðildarríki Evrópusambandsins?
-pv
![]() |
Hagvöxtur á bilinu 2,2-2,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 9.12.2012 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
- Nagli Hjartar og nokkrar einfaldar staðreyndir
- Horft í gegnum þokuna í bókunarmálinu
- Landráð?
- Öskrandi stríðsvagn fyrir Íslendinga
- Hann þrengir að öndunarveginum
Eldri færslur
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 58
- Sl. sólarhring: 133
- Sl. viku: 808
- Frá upphafi: 1232754
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 703
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar